Finnur lítið fyrir veirunni á Tene þrátt fyrir hærra nýgengi en á Íslandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. desember 2021 20:37 Jakob er um þessar mundir staddur í bænum Adeje, sem er vinsæll meðal íslenskra Tenerife-fara. Samsett Nýgengi kórónuveirusmita á spænsku eyjunni Tenerife, sem er vinsæll áfangastaður sólarþyrstra Íslendinga, er hærra en hér á landi. Ísland er með hæsta nýgengi allra Evrópulanda. Á vefsíðunni cvcanarias, þar sem er haldið utan um helstu tölfræði er varðar Covid-faraldurinn á Kanaríeyjum, ekki ósvipað því sem gert er á covid.is fyrir Ísland, má sjá að 14 daga nýgengi smita á Tenerife, eða Tene eins og margir Íslendingar kjósa að kalla eyjuna, er rúmlega 1.908. Nýgengi smita á Íslandi fyrir sama tíma er hins vegar rúmlega 1.359. Nýgengi er samanlagður fjöldi smita yfir ákveðið tímabil, í þessu tilfelli 14 daga, sem síðan er deilt niður á hverja 100.000 íbúa, og er talið gefa nokkuð góða mynd af þróun faraldursins á hverju svæði fyrir sig. Ferðamenn finni lítið fyrir faraldrinum Uppistandarinn Jakob Birgisson er einn þeirra fjölmörgu Íslendinga sem hefur lagt leið sína til Tenerife að undanförnu. Fréttastofa náði stuttlega tali af honum þar sem hann var staddur á eyjunni sólríku, en hann sagði Covid-ástandið þar ekki sérlega áþreifanlegt. „Ég er bara að gæða mér á dýrindis pizzu og verð eiginlega ekkert var við veiruna skæðu,“ sagði Jakob þegar fréttamaður sló á þráðinn. Hann bætti því við að grímunotkun væri þó útbreidd á Adeje, hvar hann dvelur, og fólk almennt duglegt að sinna persónubundnum sóttvörnum, til að mynda með því að spritta sig. „Svo er fólk bara mikið úti. Ég held að það sé ágætis sýnidæmi að nú virðast allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins vera smitaðir. Nema Guðlaugur Þór, því hann er á Tene. Ég held að hann sé lifandi dæmi þess að það sé gott að vera hér á Tenerife.“ Grímuleysi í strætó ekki tekið af léttúð Jakob segist ekki hafa orðið sérstaklega var við miklar takmarkanir á opnunartímum og öðru slíku. Hins vegar sé gríman í hávegum höfð. „Þeir eru mjög strangir á grímum þar sem þær eru. Ég rambaði óvart inn í strætó grímulaus og ég var nánast barinn, þannig að ég var fljótur að setja hana upp. Allt svona er mjög strangt og það fara bara allir eftir reglunum,“ segir Jakob. Hann segist þá feginn að vera staddur á Tenerife um þessar mundir, þar sem fjöldi vina hans og ættingja sé ýmist í sóttkví eða einangrun heima á Íslandi. Jakob segist ekki kvíða því að koma aftur til Íslands en kveðst engu að síður feginn að vera ekki staddur í „skammdegisþunglyndinu.“ „En verst þykir mér nú að ég ætlaði að taka mér frí yfir jólin og koma öflugur inn í nýtt ár en það er bara byrjað að afbóka allar skemmtanir þá. Þannig að ég vona að Bjarni [Benediktsson, fjármálaráðherra] skoði styrkjamálin og haldi áfram með þessa frábæru styrki sem hann hefur verið að veita okkur verktökunum. Þannig að ég sendi bara formlegt ákall til hans um áframhaldandi styrkveitingar ef það á að hafa þetta svona, og það er svo sem lítið annað hægt en að hafa þessar takmarkanir,“ segir Jakob að lokum. Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Kanaríeyjar Tengdar fréttir Nýgengi mest hér á landi Nýgengi smitaðra hér á landi er nú með því mesta í Evrópu. Þrjú þúsund og sex hundruð manns hafa smitast af veirunni á einni viku. Sóttvarnalæknir segir stöðuna á Landspítalanum stjórna því hvort aðgerðir verði hertar. 28. desember 2021 18:31 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Á vefsíðunni cvcanarias, þar sem er haldið utan um helstu tölfræði er varðar Covid-faraldurinn á Kanaríeyjum, ekki ósvipað því sem gert er á covid.is fyrir Ísland, má sjá að 14 daga nýgengi smita á Tenerife, eða Tene eins og margir Íslendingar kjósa að kalla eyjuna, er rúmlega 1.908. Nýgengi smita á Íslandi fyrir sama tíma er hins vegar rúmlega 1.359. Nýgengi er samanlagður fjöldi smita yfir ákveðið tímabil, í þessu tilfelli 14 daga, sem síðan er deilt niður á hverja 100.000 íbúa, og er talið gefa nokkuð góða mynd af þróun faraldursins á hverju svæði fyrir sig. Ferðamenn finni lítið fyrir faraldrinum Uppistandarinn Jakob Birgisson er einn þeirra fjölmörgu Íslendinga sem hefur lagt leið sína til Tenerife að undanförnu. Fréttastofa náði stuttlega tali af honum þar sem hann var staddur á eyjunni sólríku, en hann sagði Covid-ástandið þar ekki sérlega áþreifanlegt. „Ég er bara að gæða mér á dýrindis pizzu og verð eiginlega ekkert var við veiruna skæðu,“ sagði Jakob þegar fréttamaður sló á þráðinn. Hann bætti því við að grímunotkun væri þó útbreidd á Adeje, hvar hann dvelur, og fólk almennt duglegt að sinna persónubundnum sóttvörnum, til að mynda með því að spritta sig. „Svo er fólk bara mikið úti. Ég held að það sé ágætis sýnidæmi að nú virðast allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins vera smitaðir. Nema Guðlaugur Þór, því hann er á Tene. Ég held að hann sé lifandi dæmi þess að það sé gott að vera hér á Tenerife.“ Grímuleysi í strætó ekki tekið af léttúð Jakob segist ekki hafa orðið sérstaklega var við miklar takmarkanir á opnunartímum og öðru slíku. Hins vegar sé gríman í hávegum höfð. „Þeir eru mjög strangir á grímum þar sem þær eru. Ég rambaði óvart inn í strætó grímulaus og ég var nánast barinn, þannig að ég var fljótur að setja hana upp. Allt svona er mjög strangt og það fara bara allir eftir reglunum,“ segir Jakob. Hann segist þá feginn að vera staddur á Tenerife um þessar mundir, þar sem fjöldi vina hans og ættingja sé ýmist í sóttkví eða einangrun heima á Íslandi. Jakob segist ekki kvíða því að koma aftur til Íslands en kveðst engu að síður feginn að vera ekki staddur í „skammdegisþunglyndinu.“ „En verst þykir mér nú að ég ætlaði að taka mér frí yfir jólin og koma öflugur inn í nýtt ár en það er bara byrjað að afbóka allar skemmtanir þá. Þannig að ég vona að Bjarni [Benediktsson, fjármálaráðherra] skoði styrkjamálin og haldi áfram með þessa frábæru styrki sem hann hefur verið að veita okkur verktökunum. Þannig að ég sendi bara formlegt ákall til hans um áframhaldandi styrkveitingar ef það á að hafa þetta svona, og það er svo sem lítið annað hægt en að hafa þessar takmarkanir,“ segir Jakob að lokum.
Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Kanaríeyjar Tengdar fréttir Nýgengi mest hér á landi Nýgengi smitaðra hér á landi er nú með því mesta í Evrópu. Þrjú þúsund og sex hundruð manns hafa smitast af veirunni á einni viku. Sóttvarnalæknir segir stöðuna á Landspítalanum stjórna því hvort aðgerðir verði hertar. 28. desember 2021 18:31 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Nýgengi mest hér á landi Nýgengi smitaðra hér á landi er nú með því mesta í Evrópu. Þrjú þúsund og sex hundruð manns hafa smitast af veirunni á einni viku. Sóttvarnalæknir segir stöðuna á Landspítalanum stjórna því hvort aðgerðir verði hertar. 28. desember 2021 18:31