Heilbrigðismál

Fréttamynd

Segir Sjúkra­tryggingar stilla tal­­meina­­fræðingum upp við vegg

Sjúkratryggingar Íslands munu fella tveggja ára starfsreynsluákvæði úr samningi við talmeinafræðinga og verður núgildandi samningur framlengdur um sex mánuði, án ákvæðisins, og sá tími nýttur til að fara mál á borð við forgangsröðun. Formaður Félags talmeinafræðinga segist upplifa það að þeim sé stillt upp við vegg en forstjóri Sjúkratrygginga segir mikilvægt að ræða og tryggja gæði þjónustunnar. 

Innlent
Fréttamynd

Starfsfólk SÁÁ telur illa að sér vegið

Starfsfólk SÁÁ hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að það telur með málsmeðferð Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) vegið að starfsheiðri, trúverðugleika og trausti starfsmanna sem og allri starfsemi SÁÁ.

Innlent
Fréttamynd

Málefni sjúklinga með endómetríósu tekin til tímabærrar skoðunar

Heilbrigðisráðherra hefur svarað fyrirspurn minni á Alþingi um meðhöndlun endómetríósu (legslímuflakks). Líkt og ég hef áður fjallað um á þessum vettvangi, getur sjúkdómurinn valdið sárum verkjum og ófrjósemi, en talið er að hann hrjái allt að 10% kvenna og að meðalgreiningartími hans sé allt að 7-9 ár.

Skoðun
Fréttamynd

Kæra starfshætti SÁÁ til héraðs­sak­sóknara

Embætti héraðssaksóknara hefur borist kæra frá eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands vegna máls sem varðar starfshætti SÁÁ. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við Vísi en kæran barst embættinu í seinustu viku.

Innlent
Fréttamynd

„Ég fékk þá tilfinningu að spítalinn væri einstaklega illa rekinn“

„Það vakti ekki hrifningu hjá mér hvernig Landsspítalinn nálgaðist fjárlagaumræðuna, mér fannst það ekki sérstaklega trúverðugt, þekkjandi til rekstrar. Ég fékk ekki tilfinningu fyrir því að þarna væri vel farið með opinbert fé. Þvert á móti fékk ég þá tilfinningu að spítalinn væri einstaklega illa rekinn.“

Innherji
Fréttamynd

Gjörgæslusjúklingum fækkar

Þeim fjölgar um tvo sem liggja inni á Land­spítala með Co­vid-19 milli daga en fækkar á sama tíma um tvo sem liggja á gjör­gæslu­deild. 45 sjúk­lingar á spítalanum eru smitaðir.

Innlent
Fréttamynd

Fyrri hug­myndir um Jans­sen löngu úr­eltar

Allar hug­myndir um góða virkni eins skammts af bólu­efni Jans­sen gegn kórónu­veirunni úr­eltust um leið og ný af­brigði veirunnar, delta og ó­míkron, tóku yfir. Gegn þeim virkar Jans­sen alveg eins og hin bólu­efnin; einn skammtur af Jans­sen verndar mun minna en tveir skammtar af öðrum efnum og því ákvað heil­brigðis­ráðu­neytið að líta það sömu augum og hin bólu­efnin þegar það breytti reglum um sótt­kví þrí­bólu­settra.

Innlent
Fréttamynd

Um­deild launa­hækkun Björns Zoëga í kast­ljósi sænskra fjöl­miðla

Mánaðarlaun Björns Zoëga, forstjóra Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi í Svíþjóð, hækkuðu á síðasta ári um nærri 30 þúsund sænskar krónur, jafnvirði um 430 þúsund íslenska króna. Laun hans eftir hækkunina nema rúmlega 270 þúsund sænskum krónum eða 3,9 milljónum íslenskra króna. 

Erlent
Fréttamynd

Hafna at­huga­semdum Sjúkra­trygginga og 175 milljóna kröfu

Formaður SÁÁ hafnar öllum athugasemdum sem eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands gerir við starfshætti samtakanna, sumar mjög alvarlegar. Sjúkratryggingar krefja SÁÁ um tæpar 175 milljónir í endurgreiðslu, meðal annars vegna reikninga fyrir ráðgjafaviðtöl sem eftirlitsnefnd telur tilhæfulausa.

Innlent
Fréttamynd

Bylting í loft­gæðum innan­húss - brýnt lýð­heilsu­mál

Þessi pistill er innblásinn af grein frá alþjóðlegum hópi vísindafólks sem birtist í tímaritinu Science í maí 2020 og ber heitið „A paradigm shift to combat indoor respiratory infection“. Greinin var ákall um gagngera endurskoðun og byltingu í því hvernig þjóðir nálgast loftgæði innandyra í þeim tilgangi að verja heilsu almennings gegn loftbornum sjúkdómum og faröldrum sem lamað geta samfélagið.

Skoðun
Fréttamynd

„Spáin núna ætti eigin­lega að heita vondur, verri, verstur“

Bjart­­sýnasta spá Land­­spítala um inn­lagnir á legu­­deild vegna Co­vid-19 virðist nú vera að rætast. Verk­efna­­stjóri hjá far­­sótta­­nefnd Land­­spítala segir orða­lagið um bjart­sýna spá villandi og telur nauð­­syn­­legt að herða tak­­markanir.

Innlent
Fréttamynd

„Náum þessu niður áður en við göngum af heilbrigðiskerfinu dauðu“

Formaður Læknafélags Íslands og formaður Félags hjúkrunarfræðinga kalla eftir því að stjórnvöld bregðist við því mikla álagi sem sé á heilbrigðisstarfsfólk, til dæmis með tímabundnum álagsgreiðslum í faraldrinum. Ekki sé hægt að leggja það á fólk árum og mánuðum saman að einangra sig og vinni ítrekað langt um fram eðlilega vinnuskyldu.

Innlent
Fréttamynd

Hvaða lífs­stíll er góður fyrir heilsuna?

Nýtt ár markar oft upphaf þess að fólk setji sér það markmið að bæta eigin heilsu. Það geta verið misjafnar leiðir að því markmiði en á þessum tímamótum er algengt að fókusinn sé settur á þyngdartap.

Skoðun
Fréttamynd

Læknar vilja við­bótar­greiðslur í sam­ræmi við álag

Læknar vilja breytinga á kjarasamningum og leggja til viðbótargreiðslur í samræmi við aukið álag. Mikið hafi mætt á heilbrigðisstarfsfólki í kórónuveirufaraldrinum og læknar segja eðlilegt að hluti þeirra fjármuna sem fallið hafa til samfélagsins í faraldrinum fari einnig til heilbrigðisstarsfólks.

Innlent
Fréttamynd

Gæti komið í veg fyrir blindu milljóna í Bandaríkjunum

Íslenska sprotafyrirtækið Risk ehf. og bandarísku sykursýkissamtökin (ADA) hafa gert með sér samkomulag um að gera RetinaRisk áhættureikninn, sem reiknar út áhættu fólks með sykursýki á sjónskerðandi augnsjúkdómum, aðgengilegan almenningi í Bandaríkjunum.

Innlent