Átta á gjörgæslu vegna streptókka þegar mest hefur verið Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 28. febrúar 2023 19:13 Erna Milunka Kojic yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans segir mikinn fjölda streptókokkasmita hafa haft áhrif á starfsemi spítalans. Vísir/Arnar Í janúar veiktust fleiri alvarlega af streptókokkum en allt árið áður. Smitsjúkdómalæknir segir að þegar mest hafi verið hafi átta sjúklingar legið á gjörgæslu vegna streptókokka. Frá því í október hafa fjölmargir greinst með streptókokkasýkingu hér á landi. Meirihluti þeirra sjúklinga sem fær streptókokka fær hálsbólgu en bakteríurnar geta þó verið hættulegar og meðal annars valdið blóðeitrun og sýkingum í vöðva. Fyrir kórónuveirufaraldurinn veiktust árlega á 15 til 20 Íslendingar alvarlega af völdum streptókokkasýkinga. Þeir eru þegar orðnir fleiri það sem af er þessu ári. „Þær voru átján talsins allt árið 2022 en í janúar voru þær nítján talsins. Þannig það er alveg augljóslega aukning á þessum alvarlegu sýkingum,“ segir Erna Milunka Kojic yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Hún segir dæmi um að allt að átta sjúklingar hafi legið á gjörgæslu þegar mest var í janúar. Þá segir hún þrjá hafa látist af völdum alvarlegrar streptókokkasýkingar frá því í október en um eldra fólk hafi verið að ræða. Tölurnar fyrir kórónuveirufaraldurinn sýna að jafnaði látast þrír til fimm á ári úr streptókokkum á Íslandi. „Dánartíðnin er ekkert endilega mikið meiri í ár heldur en hún hefur verið kannski undanfarin ár. Það þarf að skoða það betur. Faraldurinn er ekkert búinn heldur. Ég held að það sé mikilvægara umræðuefni hversu mikil byrði er af þessum sýkingum akkúrat í ár.“ Þannig liggi sjúklingar oft lengi inni á spítalanum vegna sýkinganna. Erna segir merki um að mögulega sé að draga úr fjölda þeirra sem sýkist alvarlega af bakteríunni. „Okkar tilfinning er sú að þetta náði þarna einhverju hámarki í janúar og okkur finnst, ég hef ekki tölurnar, mér finnst eins og allavega tíðnin af þessum sýkingum sé eitthvað í rénun en tíminn mun leiða það í ljós.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Streptókokkafaraldur geisar: „Þegar þessi baktería kemst á flug þá gerist það mjög hratt“ Streptókokkasýking getur orðið alvarleg hratt þegar bakterían kemst á flug. Barnasmitsjúkdómalæknir segir sýkinguna ekki verri í sjálfu sér fyrir börn en fullorðna þó að mest hafi verið fjallað um alvarleg veikindi barna í faraldri sem nú geisar. 20. febrúar 2023 09:40 Fjögurra ára fór í öndunarvél vegna streptókokka: Móðirin reið út í kerfið Móðir fjögurra ára stúlku sem var hætt komin og þurfti á gjörgæsluinnlögn að halda vegna alvarlegrar streptókokkasýkingar, segist reið og sár við heilbrigðiskerfið. Hún er viss um að hægt hefði verið að grípa inn í mun fyrr og koma í veg fyrir lífshættulegt ástand dóttur sinnar. 16. febrúar 2023 19:18 Fjórar pestir að grassera og mikið um innlagnir vegna streptókokka Fyrir helgi lágu þrettán inni á Landspítala með Covid-19, þar af einn á gjörgæsludeild. Kórónuveiran, RS-veiran, inflúensa og streptókokkar eru þeir smitsjúkdómar sem helst eru að grassera í samfélaginu í dag og óvenju margir hafa verið lagðir inn sökum síðastnefnda. 6. febrúar 2023 06:59 Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Frá því í október hafa fjölmargir greinst með streptókokkasýkingu hér á landi. Meirihluti þeirra sjúklinga sem fær streptókokka fær hálsbólgu en bakteríurnar geta þó verið hættulegar og meðal annars valdið blóðeitrun og sýkingum í vöðva. Fyrir kórónuveirufaraldurinn veiktust árlega á 15 til 20 Íslendingar alvarlega af völdum streptókokkasýkinga. Þeir eru þegar orðnir fleiri það sem af er þessu ári. „Þær voru átján talsins allt árið 2022 en í janúar voru þær nítján talsins. Þannig það er alveg augljóslega aukning á þessum alvarlegu sýkingum,“ segir Erna Milunka Kojic yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Hún segir dæmi um að allt að átta sjúklingar hafi legið á gjörgæslu þegar mest var í janúar. Þá segir hún þrjá hafa látist af völdum alvarlegrar streptókokkasýkingar frá því í október en um eldra fólk hafi verið að ræða. Tölurnar fyrir kórónuveirufaraldurinn sýna að jafnaði látast þrír til fimm á ári úr streptókokkum á Íslandi. „Dánartíðnin er ekkert endilega mikið meiri í ár heldur en hún hefur verið kannski undanfarin ár. Það þarf að skoða það betur. Faraldurinn er ekkert búinn heldur. Ég held að það sé mikilvægara umræðuefni hversu mikil byrði er af þessum sýkingum akkúrat í ár.“ Þannig liggi sjúklingar oft lengi inni á spítalanum vegna sýkinganna. Erna segir merki um að mögulega sé að draga úr fjölda þeirra sem sýkist alvarlega af bakteríunni. „Okkar tilfinning er sú að þetta náði þarna einhverju hámarki í janúar og okkur finnst, ég hef ekki tölurnar, mér finnst eins og allavega tíðnin af þessum sýkingum sé eitthvað í rénun en tíminn mun leiða það í ljós.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Streptókokkafaraldur geisar: „Þegar þessi baktería kemst á flug þá gerist það mjög hratt“ Streptókokkasýking getur orðið alvarleg hratt þegar bakterían kemst á flug. Barnasmitsjúkdómalæknir segir sýkinguna ekki verri í sjálfu sér fyrir börn en fullorðna þó að mest hafi verið fjallað um alvarleg veikindi barna í faraldri sem nú geisar. 20. febrúar 2023 09:40 Fjögurra ára fór í öndunarvél vegna streptókokka: Móðirin reið út í kerfið Móðir fjögurra ára stúlku sem var hætt komin og þurfti á gjörgæsluinnlögn að halda vegna alvarlegrar streptókokkasýkingar, segist reið og sár við heilbrigðiskerfið. Hún er viss um að hægt hefði verið að grípa inn í mun fyrr og koma í veg fyrir lífshættulegt ástand dóttur sinnar. 16. febrúar 2023 19:18 Fjórar pestir að grassera og mikið um innlagnir vegna streptókokka Fyrir helgi lágu þrettán inni á Landspítala með Covid-19, þar af einn á gjörgæsludeild. Kórónuveiran, RS-veiran, inflúensa og streptókokkar eru þeir smitsjúkdómar sem helst eru að grassera í samfélaginu í dag og óvenju margir hafa verið lagðir inn sökum síðastnefnda. 6. febrúar 2023 06:59 Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Streptókokkafaraldur geisar: „Þegar þessi baktería kemst á flug þá gerist það mjög hratt“ Streptókokkasýking getur orðið alvarleg hratt þegar bakterían kemst á flug. Barnasmitsjúkdómalæknir segir sýkinguna ekki verri í sjálfu sér fyrir börn en fullorðna þó að mest hafi verið fjallað um alvarleg veikindi barna í faraldri sem nú geisar. 20. febrúar 2023 09:40
Fjögurra ára fór í öndunarvél vegna streptókokka: Móðirin reið út í kerfið Móðir fjögurra ára stúlku sem var hætt komin og þurfti á gjörgæsluinnlögn að halda vegna alvarlegrar streptókokkasýkingar, segist reið og sár við heilbrigðiskerfið. Hún er viss um að hægt hefði verið að grípa inn í mun fyrr og koma í veg fyrir lífshættulegt ástand dóttur sinnar. 16. febrúar 2023 19:18
Fjórar pestir að grassera og mikið um innlagnir vegna streptókokka Fyrir helgi lágu þrettán inni á Landspítala með Covid-19, þar af einn á gjörgæsludeild. Kórónuveiran, RS-veiran, inflúensa og streptókokkar eru þeir smitsjúkdómar sem helst eru að grassera í samfélaginu í dag og óvenju margir hafa verið lagðir inn sökum síðastnefnda. 6. febrúar 2023 06:59