Hlutverk talmeinafræðinga í bráðaþjónustu Ingunn Högnadóttir skrifar 6. mars 2023 07:00 Á hverju ári fagna talmeinafræðingar Evrópudegi talþjálfunar þann 6. mars. Dagurinn er til þess gerður að vekja athygli á fjölbreyttu starfssviði og starfsumhverfi talmeinafræðinga. Árlega hefur dagurinn fyrir fram ákveðið þema og í ár er þemað sótt út á lítt þekktan jaðar starfssviðsins, nefnilega hlutverk talmeinafræðinga í bráðaþjónustu. Eflaust eru fleiri en færri sem velta fyrir sér hvaða aðkomu talmeinafræðingar geti haft að bráðaþjónustu. Þetta er því kærkomið tækifæri fyrir þá fáu talmeinafræðinga á Íslandi sem starfa í bráðaþjónustu, til að kynna störf sín. Á Íslandi starfa nú sjö talmeinafræðingar í bráðaþjónustu; sex á Landspítalanum, þar af einn á Barnaspítala Hringsins og einn á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þessir talmeinafræðingar hitta einstaklinga sem glíma við tal-, mál- eða kyngingarvanda í kjölfar slysa, bráðra veikinda eða aðgerða. Röntgenrannsókn á kyngingu framkvæmd í samstarfi við geislafræðing.Aðsend Bráðameðferð er ólík endurhæfingu að því leyti að hún er íhaldssamari og snýr fyrst og fremst að greiningu og ráðgjöf og að koma í veg fyrir frekari skaða á meðan einstaklingur er í viðkvæmu ástandi. Í endurhæfingu er hins vegar meiri áhersla á þjálfun, aðlögun og aukin lífsgæði.Talmeinafræðingar í bráðaþjónustu eru kallaðir til þegar einstaklingar verða fyrir slysi eða veikindum sem hafa áhrif á kyngingargetu. Skert kyngingargeta getur valdið því að matur og drykkur situr í hálsi og hamlar öndun, eða hreinlega fer ofan í öndunarveginn og veldur þar sýkingu. Kyngingarspeglun framkvæmd í samvinnu við háls-, nef- og eyrnalækni.Aðsend Talmeinafræðingar beita ýmsum leiðum við að meta öryggi og skilvirkni kyngingar og nota til þess klínískt mat og rannsóknir (röntgenrannsóknir á kyngingu eða kyngingarspeglun í samvinnu við háls-, nef- og eyrnalækni). Í kjölfar mats og rannsókna veita talmeinafræðingar ráðgjöf um leiðir til að gera kyngingu öruggari og skilvirkari, t.d. með uppbótaraðferðum eða breyttri mataráferð. Talmeinafræðingar í bráðaþjónustu hafa einnig aðkomu að bráðveikum einstaklingum sem geta ekki tjáð sig eftir hefðbundnum leiðum, t.d. ef þeir glíma við málstol, lömun í talfærum eða eru háðir öndunarvél, svo eitthvað sé nefnt. Hlutverk talmeinafræðinga er þá að útvega og útskýra ýmsar leiðir til óhefðbundinna tjáskipta svo einstaklingur geti tjáð sig og veitt mikilvægar upplýsingar þó svo viðkomandi geti ekki tjáð sig með tali eða skrift. Í allri bráðaþjónustu talmeinafræðinga er fræðsla og ráðgjöf til heilbrigðisstarfsfólks og aðstandenda stór þáttur. Augnstafaspjald sem gerir fólki kleift að tjá sig með augnhreyfingumAðsend Verkefni talmeinafræðinga í bráðaþjónustu eru bæði fjölbreytt og krefjandi og er upptalningin hér að framan engan veginn tæmandi. Hún er aðeins ætluð til að varpa örlitlu ljósi á störf þeirra talmeinafræðinga sem starfa í bráðaþjónustu á Íslandi í tilefni dagsins. Frekari upplýsingar um talmeinafræðinga og störf þeirra má finna heimasíðu Félags talmeinafræðinga á Íslandi www.talmein.is. Höfundur er talmeinafræðingur á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Sjá meira
Á hverju ári fagna talmeinafræðingar Evrópudegi talþjálfunar þann 6. mars. Dagurinn er til þess gerður að vekja athygli á fjölbreyttu starfssviði og starfsumhverfi talmeinafræðinga. Árlega hefur dagurinn fyrir fram ákveðið þema og í ár er þemað sótt út á lítt þekktan jaðar starfssviðsins, nefnilega hlutverk talmeinafræðinga í bráðaþjónustu. Eflaust eru fleiri en færri sem velta fyrir sér hvaða aðkomu talmeinafræðingar geti haft að bráðaþjónustu. Þetta er því kærkomið tækifæri fyrir þá fáu talmeinafræðinga á Íslandi sem starfa í bráðaþjónustu, til að kynna störf sín. Á Íslandi starfa nú sjö talmeinafræðingar í bráðaþjónustu; sex á Landspítalanum, þar af einn á Barnaspítala Hringsins og einn á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þessir talmeinafræðingar hitta einstaklinga sem glíma við tal-, mál- eða kyngingarvanda í kjölfar slysa, bráðra veikinda eða aðgerða. Röntgenrannsókn á kyngingu framkvæmd í samstarfi við geislafræðing.Aðsend Bráðameðferð er ólík endurhæfingu að því leyti að hún er íhaldssamari og snýr fyrst og fremst að greiningu og ráðgjöf og að koma í veg fyrir frekari skaða á meðan einstaklingur er í viðkvæmu ástandi. Í endurhæfingu er hins vegar meiri áhersla á þjálfun, aðlögun og aukin lífsgæði.Talmeinafræðingar í bráðaþjónustu eru kallaðir til þegar einstaklingar verða fyrir slysi eða veikindum sem hafa áhrif á kyngingargetu. Skert kyngingargeta getur valdið því að matur og drykkur situr í hálsi og hamlar öndun, eða hreinlega fer ofan í öndunarveginn og veldur þar sýkingu. Kyngingarspeglun framkvæmd í samvinnu við háls-, nef- og eyrnalækni.Aðsend Talmeinafræðingar beita ýmsum leiðum við að meta öryggi og skilvirkni kyngingar og nota til þess klínískt mat og rannsóknir (röntgenrannsóknir á kyngingu eða kyngingarspeglun í samvinnu við háls-, nef- og eyrnalækni). Í kjölfar mats og rannsókna veita talmeinafræðingar ráðgjöf um leiðir til að gera kyngingu öruggari og skilvirkari, t.d. með uppbótaraðferðum eða breyttri mataráferð. Talmeinafræðingar í bráðaþjónustu hafa einnig aðkomu að bráðveikum einstaklingum sem geta ekki tjáð sig eftir hefðbundnum leiðum, t.d. ef þeir glíma við málstol, lömun í talfærum eða eru háðir öndunarvél, svo eitthvað sé nefnt. Hlutverk talmeinafræðinga er þá að útvega og útskýra ýmsar leiðir til óhefðbundinna tjáskipta svo einstaklingur geti tjáð sig og veitt mikilvægar upplýsingar þó svo viðkomandi geti ekki tjáð sig með tali eða skrift. Í allri bráðaþjónustu talmeinafræðinga er fræðsla og ráðgjöf til heilbrigðisstarfsfólks og aðstandenda stór þáttur. Augnstafaspjald sem gerir fólki kleift að tjá sig með augnhreyfingumAðsend Verkefni talmeinafræðinga í bráðaþjónustu eru bæði fjölbreytt og krefjandi og er upptalningin hér að framan engan veginn tæmandi. Hún er aðeins ætluð til að varpa örlitlu ljósi á störf þeirra talmeinafræðinga sem starfa í bráðaþjónustu á Íslandi í tilefni dagsins. Frekari upplýsingar um talmeinafræðinga og störf þeirra má finna heimasíðu Félags talmeinafræðinga á Íslandi www.talmein.is. Höfundur er talmeinafræðingur á Sjúkrahúsinu á Akureyri.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun