Sjálfvirknivæða vinnu heilbrigðisstarfsfólks með gervigreind Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. febrúar 2023 08:05 Jón Skírnir Ágústsson leiðir gervigreindar- og gagnavísindateymi Nox medical. egill aðalsteinsson Gervigreind sem þróuð er af íslensku fyrirtæki er nú notuð til að greina svefnraskanir og svefnsjúkdóma um allan heim. Fyrirtækinu var upphaflega ráðlagt frá því að segja að gervigreind væri notuð í vörum fyrirtækisins því þá myndi enginn læknir treysta þeim - en nú sér forsvarsmaður þess fram á að tæknin geti verið bylting í heilbrigðiskerfinu. Íslenska hátæknifyrirtækið Nox medical þróar og framleiðir mælitæki, hugbúnað og nú síðast gervigreind sem notuð eru af læknum og heilbrigðisstarfsmönnum til að mæla lífmerki í svefni og greina svefnraskanir og svefnsjúkdóma um allan heim. Fyrirtækið var stofnað árið 2006 en starfar nú á alþjóðamarkaði og er leiðandi á sviði lækningatækja í svefni. Svefnrannsóknir eru ýmist framkvæmdar á spítala eða heima hjá viðkomandi þar sem áhersla er lögð á greiningu ýmissa kvilla á borð við kæfisvefn sem er mjög algengur svefnsjúkdómur en þá hættir fólk að anda í svefni, insomniu þegar fólk einfaldlega sefur ekki - og fleiri röskunum. „Þegar maður fer í svefnmælingu, eins og við sjáum á gínunni, þá eru ýmsir nemar settir á fólk og það er mælt heilarit, rafvirkni í heilanum, við mælum öndun í nefni, öndunarhreyfingu, súrefnismettun í blóði og fleira,“ segir Jón Skírnir Ágústsson sem leiðir gervigreindar- og gagnavísindateymi Nox medical. Þurftu sjálf að finna upp hjólið Sérþjálfað fólk sér svo um að greina merkin og flokka þau t.d. í svefnstig en það getur gervigreindin einnig gert. „Og ástæðan fyrir því að við þurfum að þróa okkar eigin gervigreind en getum ekki nýtt lausnir frá öðrum er að svefnlæknisfræði er svo lítið svið að það er enginn annar að gera þetta og tólin eru ekki til þannig við þurfum að finna okkar eigin aðferðir, neyðin kennir naktri konu að spinna.“ „Svo það sem við notum gervigreindina líka í sem er miklu meira spennandi er að við getum fengið nýjar upplýsingar úr merkjunum sem fólk er yfirleitt ekki að greina sjálft og þá erum við ekki bara að sjálfvirknivæða vinnu hjá fólki heldur líka að fá fleiri upplýsingar úr mælingunni sem er framkvæmd yfir nóttina.“ Ráðlagt frá því að auglýsa gervigreindina Fyrirtækið byrjaði að notast við gervigreind árið 2016 og segir Jón Skírnir segir að því hafi verið ráðlagt gegn því að tala um að gervigreind væri í vörum þess ellegar myndi enginn læknir treysta þeim, svo byltingarkennt þótti að nýta gervigreind í læknisfræðinni. Hann segir að fordómar geti verið fyrir tækninni innan heilbrigðisgeirans. „Ímyndaðu þér að þú farir til læknis og það er tekin læknisfræðileg ákvörðun sem mun jafnvel hafa áhrif á restina af lífi þínu og þú spyrð lækninn: Hvernig komstu að þessari niðurstöðu? Og hann segir: Tölvan sagði mér það. Það er náttúrulega rosalega stórt skref þannig því fylgir mjög mikil ábyrgð að þróa gervigreind fyrir læknavísindi. Gervigreindin sem við þróum tekur ekki svona ákvarðanir, hún kemur bara með viðbót við þetta.“ Ókannað svið Með gervigreind sé því hægt að sjálfvirknivæða vinnu fólks í heilbrigðiskerfinu. „Þannig að í rauninni er ekki verið að finna upp nýja læknisfræði eða svoleiðis heldur er bara verið að hjálpa fólki að vinna vinnuna sína miklu hraðar og það gengur rosalega vel. Mjög mikið eftir þar. En svo er þetta svolítið ókannað, hvaða fleiri upplýsingar eru í merkjunum sem við erum að mæla og hversu langt getum við farið með þær.“ „Maður getur ímyndað sér að ef maður mælir heilarit, hjartarit og öndun hjá manneskju í átta klukkutíma yfir nóttina, þá eru miklu fleiri upplýsingar í þeim gögnum heldur en bara hvernig fólkið svaf af því að hjartað okkar slær og það hefur áhrif um allan líkama. Heilinn og ég tala nú ekki um ef við getum framkvæmd fleiri en eina mælingu og fylgst með þróuninni hjá fólki. Þá eru miklir möguleikar að nýta í rauninni þessi merki í eitthvað miklu meira en að mæla hvort fólk sé með kæfisvefn eða ekki.“ Svefn Nýsköpun Heilbrigðismál Gervigreind Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira
Íslenska hátæknifyrirtækið Nox medical þróar og framleiðir mælitæki, hugbúnað og nú síðast gervigreind sem notuð eru af læknum og heilbrigðisstarfsmönnum til að mæla lífmerki í svefni og greina svefnraskanir og svefnsjúkdóma um allan heim. Fyrirtækið var stofnað árið 2006 en starfar nú á alþjóðamarkaði og er leiðandi á sviði lækningatækja í svefni. Svefnrannsóknir eru ýmist framkvæmdar á spítala eða heima hjá viðkomandi þar sem áhersla er lögð á greiningu ýmissa kvilla á borð við kæfisvefn sem er mjög algengur svefnsjúkdómur en þá hættir fólk að anda í svefni, insomniu þegar fólk einfaldlega sefur ekki - og fleiri röskunum. „Þegar maður fer í svefnmælingu, eins og við sjáum á gínunni, þá eru ýmsir nemar settir á fólk og það er mælt heilarit, rafvirkni í heilanum, við mælum öndun í nefni, öndunarhreyfingu, súrefnismettun í blóði og fleira,“ segir Jón Skírnir Ágústsson sem leiðir gervigreindar- og gagnavísindateymi Nox medical. Þurftu sjálf að finna upp hjólið Sérþjálfað fólk sér svo um að greina merkin og flokka þau t.d. í svefnstig en það getur gervigreindin einnig gert. „Og ástæðan fyrir því að við þurfum að þróa okkar eigin gervigreind en getum ekki nýtt lausnir frá öðrum er að svefnlæknisfræði er svo lítið svið að það er enginn annar að gera þetta og tólin eru ekki til þannig við þurfum að finna okkar eigin aðferðir, neyðin kennir naktri konu að spinna.“ „Svo það sem við notum gervigreindina líka í sem er miklu meira spennandi er að við getum fengið nýjar upplýsingar úr merkjunum sem fólk er yfirleitt ekki að greina sjálft og þá erum við ekki bara að sjálfvirknivæða vinnu hjá fólki heldur líka að fá fleiri upplýsingar úr mælingunni sem er framkvæmd yfir nóttina.“ Ráðlagt frá því að auglýsa gervigreindina Fyrirtækið byrjaði að notast við gervigreind árið 2016 og segir Jón Skírnir segir að því hafi verið ráðlagt gegn því að tala um að gervigreind væri í vörum þess ellegar myndi enginn læknir treysta þeim, svo byltingarkennt þótti að nýta gervigreind í læknisfræðinni. Hann segir að fordómar geti verið fyrir tækninni innan heilbrigðisgeirans. „Ímyndaðu þér að þú farir til læknis og það er tekin læknisfræðileg ákvörðun sem mun jafnvel hafa áhrif á restina af lífi þínu og þú spyrð lækninn: Hvernig komstu að þessari niðurstöðu? Og hann segir: Tölvan sagði mér það. Það er náttúrulega rosalega stórt skref þannig því fylgir mjög mikil ábyrgð að þróa gervigreind fyrir læknavísindi. Gervigreindin sem við þróum tekur ekki svona ákvarðanir, hún kemur bara með viðbót við þetta.“ Ókannað svið Með gervigreind sé því hægt að sjálfvirknivæða vinnu fólks í heilbrigðiskerfinu. „Þannig að í rauninni er ekki verið að finna upp nýja læknisfræði eða svoleiðis heldur er bara verið að hjálpa fólki að vinna vinnuna sína miklu hraðar og það gengur rosalega vel. Mjög mikið eftir þar. En svo er þetta svolítið ókannað, hvaða fleiri upplýsingar eru í merkjunum sem við erum að mæla og hversu langt getum við farið með þær.“ „Maður getur ímyndað sér að ef maður mælir heilarit, hjartarit og öndun hjá manneskju í átta klukkutíma yfir nóttina, þá eru miklu fleiri upplýsingar í þeim gögnum heldur en bara hvernig fólkið svaf af því að hjartað okkar slær og það hefur áhrif um allan líkama. Heilinn og ég tala nú ekki um ef við getum framkvæmd fleiri en eina mælingu og fylgst með þróuninni hjá fólki. Þá eru miklir möguleikar að nýta í rauninni þessi merki í eitthvað miklu meira en að mæla hvort fólk sé með kæfisvefn eða ekki.“
Svefn Nýsköpun Heilbrigðismál Gervigreind Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira