Heilbrigðismál

Fréttamynd

„Virðingin sem hann fékk var núll“

Barnsfaðir Guðbjargar Hrafnhettu Ragnarsdóttur, Þorvaldur Þórarinsson, lést úr briskrabbameini í mars 2019. Átta mánuðum áður hafði hann leitað til heimilislæknis sem taldi ekkert ama að og ráðlagði Þorvaldi að slaka á og njóta. Aðstandendur Þorvaldar sendu inn kvörtun til Landlæknis árið 2021 en þau telja að krabbameinið hefði greinst mun fyrr ef ekki hefði verið fyrir vanrækslu umrædds heimilislæknis.

Innlent
Fréttamynd

Dómari aftur­kallar leyfi FDA fyrir þungunar­rofslyfi

Dómari í Texas í Bandaríkjunum hefur ógilt samþykki Matvæla- og lyfjastofnunar (FDA) Bandaríkjanna um markaðsleyfi fyrir þungunarrofslyfið mifepristone. Um er að ræða fyrsta skiptið sem dómstóll hlutast til um leyfisveitingu stofnunarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Bóluefni við krabbameini sögð klár innan nokkurra ára

Bóluefni við krabbameini, hjartveiki, lungnasjúkdómum og fjölda annarra sjúkdóma gætu verið tilbúin innan nokkurra ára, að sögn lyfjasérfræðinga. Framfarirnar sem náðust við þróun Covid-bóluefnisins hafa mikla þýðingu við þróun þessara bóluefna.

Erlent
Fréttamynd

Löng bið í lang­tíma­hús­­næði fyrir neyslu­­rými

Biðin eftir neyslurými í langtímahúsnæði verður líklegast talin í mánuðum en ekki vikum. Þetta segir formaður velferðarráðs. Neyslurýmið hafi sannað gildi sitt og heilbrigðisyfirvöld verði að sjá til þess að þessi mikilvæga þjónusta verði í boði

Innlent
Fréttamynd

Fjörutíu prósent karla 18 til 24 ára nota nikótínpúða daglega

Tæplega fjörutíu prósent karla á aldrinum 18 til 24 ára notuðu nikótínpúða daglega á síðasta ári og hefur þeim fjölgað mikið á milli ára. Tannlæknir hefur áhyggjur af hraðri þróun og segir að hægt sé að gera betur í forvörnum. Dæmi séu um að fólk sofi með nikótínpúða uppi í sér.

Innlent
Fréttamynd

Vilja að Ísland fari að fordæmi Bandaríkjamanna og heimili Naloxone í lausasölu

Matvæla-og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur heimilað nefúðann Narcan nalaxone í lausasölu til að mæta þeirri alvarlegu ógn sem ópíóðafaraldurinn er. Teymisstjóri skaðaminnkunar hjá Rauða krossinum bindur vonir við að Ísland feti sömu slóð. Rauði krossinn dreifði á síðasta ári hátt í sex hundruð stykkjum af nefúðanum hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

„Opin rými eru bara andstyggileg“

Leyfa þarf börnum sem bíða eftir einhverfugreiningu að njóta vafans og veita þeim þjónustu strax. Þetta segir framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna og bætir við að skólakerfið henti þessum hóp verr en áður þar sem stærri bekkir og opin rými reynast hópnum oft erfið.

Innlent
Fréttamynd

Lið fyrir lið

Í gær var skrifað undir samninga milli Sjúkratrygginga Íslands, Klíníkarinnar í Ármúla og Handlæknastöðvarinnar í Glæsibæ um framkvæmd 700 liðskiptaaðgerða á þessu ári.

Skoðun
Fréttamynd

Semja um sjö ­hundruð liða­skipta­að­gerðir

Samningar milli Sjúkratrygginga Íslands, Klíníkurinnar í Ármúla og Handlæknastöðvarinnar í Glæsibæ um framkvæmd á sjö hundruð liðskiptaaðgerðum á þessu ári. Samningarnir voru síðan staðfestir af heilbrigðisráðherra. 

Innlent
Fréttamynd

„Mér finnst þetta bara ó­á­byrgt“

Kona sem fyrir þremur árum fór í blóðmælingu hjá Greenfit segir óábyrgt að starfsmenn fyrirtækisins greini fólk með forstig sjúkdóma líkt og raunin var í hennar tilfelli. Hún segir að á engum tímapunkti hafi henni verið ráðlagt að leita til læknis.

Innlent
Fréttamynd

„Maður er ekki í pólitík fyrir sjálfa sig heldur fyrir aðra“

Formaður Samfylkingarinnar hefur síðustu daga fundað með fólki á Suðurnesjunum og rætt um heilbrigðismál. Um er að ræða fyrstu fundina í fundaröð fer út um allt land. Formaðurinn segir að mikilvægt sé að heyra hvað fólkinu í landinu finnst um stærstu málaflokkana í pólitíkinni.

Innlent
Fréttamynd

Stutt við þolendur heimilisofbeldis

Heimilisofbeldi er óásættanlegt samfélagslegt mein. Fólk af öllum kynjum verður fyrir heimilisofbeldi og því miður eru tilfellin allt of mörg. Mikilvægt er að þolendur heimilisofbeldis fái jafnt og greitt aðgengi að viðeigandi heilbrigðisþjónustu og stuðning eins fljótt og auðið er. Þjónustu sem er skipulögð með hagsmuni þolenda að leiðarljósi.

Skoðun
Fréttamynd

Lítur blóð­mælingar Green­fit al­var­legum augum

Formaður læknafélagsins segist lítað það alvarlegum augum að fyrirtæki sem sérhæfi sig í heilsufarsmælingum bjóði upp á blóðmælingar og segir nauðsynlegt að skýr skil séu á milli þess hvað telst heilbrigðisþjónusta og hvað ekki. Embætti landlæknis skoðar nú tilkynningar um fyrirtækið. 

Innlent
Fréttamynd

Sonurinn beðinn um að hætta í fót­boltanum

Sjö ára drengur þarf að bíða í allt að þrjú ár eftir komast að í einhverfugreiningu. Móðir hans hefur áhyggjur af því að hann fái greininguna of seint og segir að marga foreldrar í sömu sporum vera að bugast.

Innlent
Fréttamynd

Flestar greiningar in­flúensu frá ára­mótum

Vikuna 13. til 19. mars greindust fleiri inflúensutilfelli en nokkra aðra viku frá áramótum. Alls greindust 56 með inflúensu, þar af 47 með inflúensustofn B, fimm með inflúensustofn A(H3) og fjórir með stofn A(H1).

Innlent