Atvinnurekendur sligi kerfið með kröfum um vottorð Jakob Bjarnar skrifar 11. apríl 2024 12:49 Jóhann Páll segir atvinnurekendur noti kröfuna umveikindavottorð sem ögunartæki gagnvart starfsfólki. Og hann spurði Willum Þór hvað hann ætlaði að gera í því. vísir/vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir að í heilbrigðiskerfinu fari allt of mikill tími í skriffinnsku og alltof lítill tími í að sinna sjúklingum. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma í morgun en þar kvaddi Jóhann Páll sér hljóðs og vildi tala um heilbrigðiskerfið og þá heilsugæsluna sérstaklega en þar hefur staðan þyngst gríðarlega á undanförnum árum. Heilsugæslan fær stöðugt flóknari verkefni í fangið án þess að sú þjónusta sé fjármögnuð almennilega. „Bið eftir þjónustu lengist og mönnunarvandinn ágerist, þá er skriffinnska og vottorðagerð, og handtök fyrir framan tölvuskjá í handónýtu og úreltu sjúkraskrárkerfi, að aukast með hverju árinu,“ sagði Jóhann Páll og brýndi þá raustina: „504.670 vottorð á þriggja ára tímabili hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, og mikið til vottorð vegna skammtímaveikinda,“ sagði Jóhann Páll. Og greindi frá því að hann hefði rætt við heimilislækni á dögunum. Þessi mynd var tekin á gangi fyrir neðan Læknavaktina síðdegis í gær. Eins og hún sýnir glögglega er ástand þegar heilsugæslustöðvarnar loka. Þangað leitar fólk ef það fær ekki tíma á heilsugæslustöðvum.aðsend „Hann lýsti því þannig að hann væri aftur og aftur að finna sig, nauðugan viljugan, í einhvers konar varðhundshlutverki fyrir atvinnurekendur, sem væru að nota kröfuna um veikindavottorð sem ögunartæki gagnvart starfsfólki, og alltaf auðvitað lágtekjufólki og innflytjendum.“ Þetta sagði þingmaðurinn misnotkun á heilbrigðiskerfinu og hann spurði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hvað hann hyggðist gera í þessu? „Ætlar ráðherra ekkert að gera með tillögur frá starfshópi um vottorðagerð sem skilaði af sér fyrir hátt í tveimur árum, hvað er að frétta? Til hvaða aðgerða ætlar hæstvirtur heilbrigðisráðherra að grípa til að heilbrigðisstarfsfólk geti varið minni tíma í skriffinnsku og meiri tíma í að sinna sjúklingum?“ Alþingi Heilbrigðismál Heilsugæsla Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Þetta kom fram í fyrirspurnartíma í morgun en þar kvaddi Jóhann Páll sér hljóðs og vildi tala um heilbrigðiskerfið og þá heilsugæsluna sérstaklega en þar hefur staðan þyngst gríðarlega á undanförnum árum. Heilsugæslan fær stöðugt flóknari verkefni í fangið án þess að sú þjónusta sé fjármögnuð almennilega. „Bið eftir þjónustu lengist og mönnunarvandinn ágerist, þá er skriffinnska og vottorðagerð, og handtök fyrir framan tölvuskjá í handónýtu og úreltu sjúkraskrárkerfi, að aukast með hverju árinu,“ sagði Jóhann Páll og brýndi þá raustina: „504.670 vottorð á þriggja ára tímabili hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, og mikið til vottorð vegna skammtímaveikinda,“ sagði Jóhann Páll. Og greindi frá því að hann hefði rætt við heimilislækni á dögunum. Þessi mynd var tekin á gangi fyrir neðan Læknavaktina síðdegis í gær. Eins og hún sýnir glögglega er ástand þegar heilsugæslustöðvarnar loka. Þangað leitar fólk ef það fær ekki tíma á heilsugæslustöðvum.aðsend „Hann lýsti því þannig að hann væri aftur og aftur að finna sig, nauðugan viljugan, í einhvers konar varðhundshlutverki fyrir atvinnurekendur, sem væru að nota kröfuna um veikindavottorð sem ögunartæki gagnvart starfsfólki, og alltaf auðvitað lágtekjufólki og innflytjendum.“ Þetta sagði þingmaðurinn misnotkun á heilbrigðiskerfinu og hann spurði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hvað hann hyggðist gera í þessu? „Ætlar ráðherra ekkert að gera með tillögur frá starfshópi um vottorðagerð sem skilaði af sér fyrir hátt í tveimur árum, hvað er að frétta? Til hvaða aðgerða ætlar hæstvirtur heilbrigðisráðherra að grípa til að heilbrigðisstarfsfólk geti varið minni tíma í skriffinnsku og meiri tíma í að sinna sjúklingum?“
Alþingi Heilbrigðismál Heilsugæsla Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira