Geðhjálp kallar eftir vitundarvakningu: Algeng, alvarleg og langvarandi fráhvörf frá þunglyndislyfjum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. mars 2024 18:31 Svava Arnardóttir formaður Geðhjálpar kallar eftir vitundarvakningu um hver áhrif fráhvarfa frá þunglyndislyfjum geta verið. Vísir/Ívar Næstum allir sem hætta á þunglyndislyfjum upplifa mikil fráhvarfseinkenni samkvæmt nýrri breskri rannsókn. Þá var stór hluti þátttakenda enn með fráhvarfseinkenni eftir tvö ár. Vanlíðan var meiri en fyrir töku lyfjanna hjá mörgum þeirra sem tóku þátt. Geðhjálp kallar eftir vitundarvakningu um áhrif slíkra lyfja Rannsóknin birtist á vefnum Science Direct og tóku 1148 manns þátt í henni sem höfðu hætt á SSRI þunglyndislyfjum eða lyfjum í svipuðum flokki. Fram kemur að 98 prósent þátttakenda fundu fyrir fráhvörfum þegar þeir hættu á lyfjunum. Niðurstöður rannsóknarinnar voru að fráhvörfin geta verið alvarleg og haft áhrif á andlega og líkamlega líðan. Einkennin voru jafnframt alvarlegri en fólk hafði fyrir inntöku lyfjana. Fjórir af hverjum tíu voru enn með fráhvörf eftir tvö ár samkvæmt rannsókninni. Í áttatíu prósent tilvika voru áhrif þeirra nokkur eða mikil. Fjórðungur sagðist ekki hafa getað hætt á lyfjunum vegna fráhvarfa. Ríflega helmingur fann fyrir minni starfsgetu, fjórðungur missti starf. Sex af hverjum tíu þurftu að fara í veikindaleyfi og fjórðungur lýsti sambandsslitum í kjölfar þeirra. Fráhvörfin hafi áhrif á öll svið lífsins Svava Arnardóttir Formaður Geðhjálpar sem vakti athygli á rannsókninni segir niðurstöðurnar sláandi. „Það má sjá að það að hætta á þunglyndislyfjum og upplifa fráhvörfin hefur áhrif á þátttakendur á öllum sviðum lífsins. Hvort sem það var í samböndum, vinnu eða getu til að taka almennt þátt í lífinu. Viðmælendur töluðu um raunveruleg straumhvörf í lífi sínu vegna fráhvarfanna og einkennin voru alvarlegri en þeir höfðu áður en þeir byrjuðu á lyfjunum,“ segir Svava. Málið sé alvarlegt sérstaklega í ljósi þess að Íslendingar eigi met í inntöku þunglyndislyfja. Margir sem upplifa fráhvörf frá þunglyndislyfjum Svava segist sjálf þekkja til slíkra einkenna. „Við heyrum mikið af sögum af fólki sem er að glíma við fráhvörf frá þunglyndislyfjum. Ég þekki það líka á eigin skinni að þetta er mikil og erfið barátta þegar maður fer að trappa sig niður og hættir,“ segir Svava. Hún kallar eftir vitundarvakningu um málið. „Það sem vantar hér er vitundarvakning um áhrif þunglyndislyfja og hversu erfitt það getur reynst að hætta að taka þau.“ „Það þarf að upplýsa fólk áður en það byrjar að taka slík lyf þá hver áhrifin geta verið þegar og ef það ákveður að minnka þau eða hætta alfarið á þeim. Við þurfum fjölbreyttari valmöguleika þegar kemur að geðheilsu okkar. Það er ekki nóg að beina öllum eina leið í geðlyfin,“ segir Svava. Heilbrigðismál Lyf Geðheilbrigði Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Sjá meira
Rannsóknin birtist á vefnum Science Direct og tóku 1148 manns þátt í henni sem höfðu hætt á SSRI þunglyndislyfjum eða lyfjum í svipuðum flokki. Fram kemur að 98 prósent þátttakenda fundu fyrir fráhvörfum þegar þeir hættu á lyfjunum. Niðurstöður rannsóknarinnar voru að fráhvörfin geta verið alvarleg og haft áhrif á andlega og líkamlega líðan. Einkennin voru jafnframt alvarlegri en fólk hafði fyrir inntöku lyfjana. Fjórir af hverjum tíu voru enn með fráhvörf eftir tvö ár samkvæmt rannsókninni. Í áttatíu prósent tilvika voru áhrif þeirra nokkur eða mikil. Fjórðungur sagðist ekki hafa getað hætt á lyfjunum vegna fráhvarfa. Ríflega helmingur fann fyrir minni starfsgetu, fjórðungur missti starf. Sex af hverjum tíu þurftu að fara í veikindaleyfi og fjórðungur lýsti sambandsslitum í kjölfar þeirra. Fráhvörfin hafi áhrif á öll svið lífsins Svava Arnardóttir Formaður Geðhjálpar sem vakti athygli á rannsókninni segir niðurstöðurnar sláandi. „Það má sjá að það að hætta á þunglyndislyfjum og upplifa fráhvörfin hefur áhrif á þátttakendur á öllum sviðum lífsins. Hvort sem það var í samböndum, vinnu eða getu til að taka almennt þátt í lífinu. Viðmælendur töluðu um raunveruleg straumhvörf í lífi sínu vegna fráhvarfanna og einkennin voru alvarlegri en þeir höfðu áður en þeir byrjuðu á lyfjunum,“ segir Svava. Málið sé alvarlegt sérstaklega í ljósi þess að Íslendingar eigi met í inntöku þunglyndislyfja. Margir sem upplifa fráhvörf frá þunglyndislyfjum Svava segist sjálf þekkja til slíkra einkenna. „Við heyrum mikið af sögum af fólki sem er að glíma við fráhvörf frá þunglyndislyfjum. Ég þekki það líka á eigin skinni að þetta er mikil og erfið barátta þegar maður fer að trappa sig niður og hættir,“ segir Svava. Hún kallar eftir vitundarvakningu um málið. „Það sem vantar hér er vitundarvakning um áhrif þunglyndislyfja og hversu erfitt það getur reynst að hætta að taka þau.“ „Það þarf að upplýsa fólk áður en það byrjar að taka slík lyf þá hver áhrifin geta verið þegar og ef það ákveður að minnka þau eða hætta alfarið á þeim. Við þurfum fjölbreyttari valmöguleika þegar kemur að geðheilsu okkar. Það er ekki nóg að beina öllum eina leið í geðlyfin,“ segir Svava.
Niðurstöður rannsóknarinnar voru að fráhvörfin geta verið alvarleg og haft áhrif á andlega og líkamlega líðan. Einkennin voru jafnframt alvarlegri en fólk hafði fyrir inntöku lyfjana.
„Það sem vantar hér er vitundarvakning um áhrif þunglyndislyfja og hversu erfitt það getur reynst að hætta að taka þau.“
Heilbrigðismál Lyf Geðheilbrigði Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Sjá meira