Heilbrigðismál

Fréttamynd

Virkja krabbameinsáætlun í fyrsta sinn

Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, segir nýsamþykkta krabbameinsáætlun tímamótaplagg enda í fyrsta sinn sem slík áætlun er virkjuð hér á landi. Hún vonast til að stjórnvöld dragi ekki lappirnar í úrvinnslu hennar.

Innlent
Fréttamynd

Sjúkrahótelið afhent í dag

Framkvæmdum er lokið við sjúkrahótel Nýs Landspítala við Hringbraut og klukkan 14 í dag hófst athöfn við hótelið þar sem það er afhent með formlegum hætti.

Innlent
Fréttamynd

Þráir að komast heim á Hvolsvöll

Stuðningshópur Tryggva Ingólfssonar á Hvolsvelli hefur sett á laggirnar undirskriftalista þar sem skorað er á sveitarstjóra Rangárþings eystra og ráðherra heilbrigðisráðuneytis að finna lausn á búsetuúrræðum fyrir Tryggva.

Innlent
Fréttamynd

Stunguáverkar sjaldgæfari hér á landi en í löndunum í kring

Á tímabilinu 2000-2015 voru 73 einstaklingar lagðir inn á sjúkrahús með alvarlega stunguáverka. Ekki varð marktæk fjölgun á tímabilinu. Af þeim létu þrír lífið innan 30 daga. Fimmtán létust hins vegar á tímabilinu af völdum stunguáverka áður en þeir komust á sjúkrahús. Þetta kemur fram í nýrri íslenskri rannsókn.

Innlent
Fréttamynd

Verja hálfum milljarði í list á Landspítalanum

Áætlanir gera ráð fyrir að ríflega 544 milljónum verði varið í listaverk á Nýja Landspítalanum. Ber að setja minnst 1% af heildarbyggingarkostnaði nýbygginga ríkisins í listaverk. Veggklæðning nýja sjúkrahótelsins telst listaverk.

Innlent
Fréttamynd

20% háskólanema hafa neytt lyfja sem þeim var ekki ávísað

Um 20% háskólanema á Íslandi hafa neytt lyfja sem þeim er ekki sjálfum ávísað í von um að bæta námsárangur eða til að draga úr álagseinkennum. Þá bendir ný rannsókn til þess að færri háskólanemar við Háskólann í Reykjavík glími við einkenni þunglyndis og kvíða en fyrri rannsóknir hafa leitt í ljós. Þó sé full ástæða til að hafa áhyggjur af stöðunni.

Innlent
Fréttamynd

Sannarlega gráupplagt

Evrópsk tölfræði gefur til kynna að um helmingur þeirra sem glíma við sjúkdóma í allri álfunni glími við geðraskanir.

Skoðun
Fréttamynd

Krabbameinsáætlun til ársins 2030

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að vinna að framkvæmd verkefna í samræmi við tillögu ráðgjafarhóps sem vann að mótun íslenskrar krabbameinsáætlunar á árunum 2013–2016.

Innlent
Fréttamynd

Segir aukningu í smygli lyfseðilsskyldra lyfja

Fíkniefnasalar snúa sér í auknum mæli að smygli á lyfseðilsskyldum lyfjum þar sem gróðinn er meiri, áhættan minni og viðurlögin vægari. Eftirspurnin er einnig mikil enda kaupir þriðjungur þeirra sem kemur á Vog lyfseðilsskyld lyf á svörtum markaði.

Innlent
Fréttamynd

Slæm sár meðhöndluð með íslensku þorskroði

Íslenskt þorskroð er töfralausn við meðhöndlun sára, segir bandarískur fótalæknir. Þorskroðið endurgerir líkamsvefi og nýtist meðal annars til að græða sár vegna sykursýki, við endurgerð á brjóstum og til að meðhöndla sár eftir bit skordýra.

Innlent
Fréttamynd

Segir ávinning þess að Sjúkratryggingar niðurgreiði sálfræðikostnað vega upp á móti kostnaði ríkisins

Þingmenn úr öllum flokkum á Alþingi nema Framsókn eru flutningsmenn frumvarps um að ríkið greiði sálfræðikostnað. Formaður Viðreisnar og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er afar ánægð með samstöðuna á þinginu og er vongóð um að málið nái fram að ganga. Verði það að veruleika gæti kostnaðurinn numið hundruðum milljóna króna.

Innlent
Fréttamynd

Verða á bakvakt á vinnustöðinni

Byggðarráð Rangárþings ytra segir að breytt fyrirkomulag sjúkraflutninga í Rangárþing hafi skýrst að nokkru leyti á fundi með forstjóra og hluta framkvæmdastjórnar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands um miðjan mánuðinn.

Innlent