Stolt af stofnun geðheilsuteymis fanga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. desember 2019 10:59 Frá kynningarfundinum á Hólmsheiði í morgun. Vísir/Lillý Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur verið falið að sinna geðheilbrigðisþjónustu við fanga í öllum fangelsum landsins. Stofnað verður sérhæft, þverfaglegt geðheilsuteymi fanga í þessu skyni sem mun starfa með og styðja við starfsemi heilsugæslunnar í fangelsum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnarráðinu en breytingarnar voru kynntar í fangelsinu á Hólmsheiði í morgun. Teymið verður hreyfanlegt og mun einnig nýta tæknilausnir á sviði fjarheilbrigðisþjónustu til að sinna þjónustunni. Samningur þess efnis milli Sjúkratrygginga Íslands og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins var undirritaður í fangelsinu á Hólmsheiði í dag. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, og Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, kynntu við þetta tækifæri hvernig unnið hefur verið að því að móta nýtt skipulag þessarar þjónustu og hvað í því felst. „Með auknum fjármunum og því skipulagi sem hér hefur verið ákveðið munum við færa geðheilbrigðisþjónustu í íslenskum fangelsum til þess sem best þekkist. Þessi niðurstaða er afrakstur metnaðarfullrar samvinnu heilbrigðis- og dómsmálaráðuneyta undanfarna mánuði þar sem kapp hefur verið lagt á að koma þessari þjónustu í horf sem er ekki aðeins viðunandi, heldur þannig að við getum verið stolt af,“ segir Svandís. Framlög til heilbrigðisþjónustu við fanga voru aukin umtalsvert á þessu ári. Alls voru 55 milljónir króna sérstaklega áætlaðar í geðheilbrigðisþjónustu og nú hefur ráðherra ákveðið að auka fjárveitingu í 70 milljónir króna á næsta ári.Samræmist ábendingum „pyntingarnefndar“ Evrópuráðsins Síðastliðið vor gerði nefnd Evrópuráðsins (CPT-nefndin) úttekt í fangelsum hér á landi um varnir gegn pyntingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Bráðabirgðaniðurstöður nefndarinnar bárust ráðuneytum dóms- og heilbrigðismála í sumar og kom þar fram meðal annars athugasemdir varðandi fyrirkomulag geðheilbrigðisþjónustu við fanga. Meðal þess sem nefndin leggur áherslu á er að geðheilbrigðisþjónusta innan fangelsa eigi að vera sambærileg þeirri þjónustu sem aðrir landsmenn njóta eftir því sem mögulegt er, að teknu tilliti til sérþarfa fanga. Á grundvelli ábendinga CPT-nefndarinnar og að undangengnu samráði og samvinnu við dómsmálaráðuneytið ákvað heilbrigðisráðherra að falla frá fyrri áformum um samningsgerð af hálfu SÍ um geðheilbrigðisþjónustu við fanga. Fyrirliggjandi samningsmarkmið voru tekin til ítarlegrar endurskoðunar og ákveðið að byggja þjónustuna upp á sömu forsendum og gert hefur verið með stofnun geðheilsuteyma á vegum heilsugæslu og heilbrigðisstofnana um land allt. Ákvörðun um að byggja geðheilbrigðisþjónustuna upp í sérstöku geðheilsuteymi fanga (GHTF) sem hluta af opinbera heilbrigðiskerfinu og á vettvangi heilsugæslunnar samræmist ábendingum CPT-nefndarinnar. Ákvörðunin er jafnframt mikilvægur liður í því að tryggja föngum einstaklingsmiðaða, samfellda og samhæfða þjónustu með formlegum og skilvirkum boðleiðum milli þjónustustiga eftir því hvort um er að ræða fyrsta, annars eða þriðja stigs heilbrigðisþjónustu, líkt og nánar er skilgreint í heilbrigðisstefnu til ársins 2030.Áhersla á eftirfylgni og stuðning eftir að afplánun lýkur Geðheilsuteymi fanga verður mannað með geðlæknum, sálfræðingum og hjúkrunarfræðingum og öðrum fagstéttum á þessu sviði eftir því sem þörf krefur. Aðalbækistöð teymisins verður hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en það verður hreyfanlegt og mun einnig nýta tæknilausnir á sviði fjarheilbrigðisþjónustu til að veita föngum þjónustu í öllum fangelsum landsins. Áhersla verður lögð á samstarf við aðra þjónustuveitendur og að tryggja viðeigandi eftirfylgni og stuðning félags- og heilbrigðisþjónustu eftir að afplánun lýkur. Fangelsismál Heilbrigðismál Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur verið falið að sinna geðheilbrigðisþjónustu við fanga í öllum fangelsum landsins. Stofnað verður sérhæft, þverfaglegt geðheilsuteymi fanga í þessu skyni sem mun starfa með og styðja við starfsemi heilsugæslunnar í fangelsum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnarráðinu en breytingarnar voru kynntar í fangelsinu á Hólmsheiði í morgun. Teymið verður hreyfanlegt og mun einnig nýta tæknilausnir á sviði fjarheilbrigðisþjónustu til að sinna þjónustunni. Samningur þess efnis milli Sjúkratrygginga Íslands og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins var undirritaður í fangelsinu á Hólmsheiði í dag. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, og Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, kynntu við þetta tækifæri hvernig unnið hefur verið að því að móta nýtt skipulag þessarar þjónustu og hvað í því felst. „Með auknum fjármunum og því skipulagi sem hér hefur verið ákveðið munum við færa geðheilbrigðisþjónustu í íslenskum fangelsum til þess sem best þekkist. Þessi niðurstaða er afrakstur metnaðarfullrar samvinnu heilbrigðis- og dómsmálaráðuneyta undanfarna mánuði þar sem kapp hefur verið lagt á að koma þessari þjónustu í horf sem er ekki aðeins viðunandi, heldur þannig að við getum verið stolt af,“ segir Svandís. Framlög til heilbrigðisþjónustu við fanga voru aukin umtalsvert á þessu ári. Alls voru 55 milljónir króna sérstaklega áætlaðar í geðheilbrigðisþjónustu og nú hefur ráðherra ákveðið að auka fjárveitingu í 70 milljónir króna á næsta ári.Samræmist ábendingum „pyntingarnefndar“ Evrópuráðsins Síðastliðið vor gerði nefnd Evrópuráðsins (CPT-nefndin) úttekt í fangelsum hér á landi um varnir gegn pyntingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Bráðabirgðaniðurstöður nefndarinnar bárust ráðuneytum dóms- og heilbrigðismála í sumar og kom þar fram meðal annars athugasemdir varðandi fyrirkomulag geðheilbrigðisþjónustu við fanga. Meðal þess sem nefndin leggur áherslu á er að geðheilbrigðisþjónusta innan fangelsa eigi að vera sambærileg þeirri þjónustu sem aðrir landsmenn njóta eftir því sem mögulegt er, að teknu tilliti til sérþarfa fanga. Á grundvelli ábendinga CPT-nefndarinnar og að undangengnu samráði og samvinnu við dómsmálaráðuneytið ákvað heilbrigðisráðherra að falla frá fyrri áformum um samningsgerð af hálfu SÍ um geðheilbrigðisþjónustu við fanga. Fyrirliggjandi samningsmarkmið voru tekin til ítarlegrar endurskoðunar og ákveðið að byggja þjónustuna upp á sömu forsendum og gert hefur verið með stofnun geðheilsuteyma á vegum heilsugæslu og heilbrigðisstofnana um land allt. Ákvörðun um að byggja geðheilbrigðisþjónustuna upp í sérstöku geðheilsuteymi fanga (GHTF) sem hluta af opinbera heilbrigðiskerfinu og á vettvangi heilsugæslunnar samræmist ábendingum CPT-nefndarinnar. Ákvörðunin er jafnframt mikilvægur liður í því að tryggja föngum einstaklingsmiðaða, samfellda og samhæfða þjónustu með formlegum og skilvirkum boðleiðum milli þjónustustiga eftir því hvort um er að ræða fyrsta, annars eða þriðja stigs heilbrigðisþjónustu, líkt og nánar er skilgreint í heilbrigðisstefnu til ársins 2030.Áhersla á eftirfylgni og stuðning eftir að afplánun lýkur Geðheilsuteymi fanga verður mannað með geðlæknum, sálfræðingum og hjúkrunarfræðingum og öðrum fagstéttum á þessu sviði eftir því sem þörf krefur. Aðalbækistöð teymisins verður hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en það verður hreyfanlegt og mun einnig nýta tæknilausnir á sviði fjarheilbrigðisþjónustu til að veita föngum þjónustu í öllum fangelsum landsins. Áhersla verður lögð á samstarf við aðra þjónustuveitendur og að tryggja viðeigandi eftirfylgni og stuðning félags- og heilbrigðisþjónustu eftir að afplánun lýkur.
Fangelsismál Heilbrigðismál Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira