Aðstandendur geðveikra gleymast Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 1. desember 2019 21:00 Nýlega var stofnaður stuðningshópur fyrir aðstandendur hjá Geðhjálp eftir margra ára hlé. Sigríður Gísladóttir bauð sig fram í stjórn með það að markmiði að efla stuðning og fræðslu til barna sem eiga foreldra með geðsjúkdóm. Sjálf ólst hún upp hjá móður með geðsjúkdóm. „Ég fékk aldrei almennilega stuðning eða fræðslu þannig að ég var einhvern veginn ein í þessu. Ég bara studdi foreldri mitt, sá um það og skammaðist mín hrikalega fyrir það sem gerðist innan veggja heimilisins. Ég bara gerði það og kláraði það en það var alveg hræðilega erfitt,“ segir Sigríður. Í Kompás lýsir Margrét Lillý Einarsdóttir svipuðum aðstæðum. Að hún hafi verið ein í heiminum, vanrækt og beitt ofbeldi án þess að nokkur í nærumhverfinu á Seltjarnarnesi skipti sér af.Í Kompás segir Margrét Lillý sögu sína. Hún segir allt samfélagið á Seltjarnarnesi hafa vitað af aðstæðum hennar og "óskar sér að einhverjum hefði ekki verið drullusama.“Vísir/VilhelmÖll æskan fór í hræðslu og kvíða Sigríður segir aukna fræðslu fyrir börn minnka skömmina og auka líkur á að þau biðji um aðstoð og það sem er mikilvægara: Að á þau sé hlustað. Mikilvægt sé að fólk grípi inn í og sýni stuðning. Umræðan sé opin um geðsjúkdóma, en ekki um aðstandendur. „Við gleymumst bara. Starf okkar er ótrúlega erfitt, sárt og stórt verkefni. Við þurfum stuðning en við gleymumst og á sama tíma gleymum við sjálfum okkur og fórnum okkar eigin heilsu. Þá sé vitað að aðstandendur séu líklegri til að þróa með sér geðsjúkdóm. „Sum hver, sem börn, búum við mikla hræðslu og alltaf í kvíða. Öll æskan mín fór í kvíða og hræðslu og þá er taugakerfið ekki gott eftir æskuna.“ Sigríður hefur því lagt áherslu á það í starfi sínu hjá Geðhjálp að efla fræðslu til barna. Að búið verði til fræðsluefni sem börnin skilji. Ef börnin skilja geðsjúkdóminn, þetta „fullorðinsvandamál“ betur þá sé líklegra að þeim líði betur og viti hvert þau eigi að leita. Einnig hafi Geðhjálp farið af stað með stuðningshópa. „Þetta er góð byrjun. Ráðgjafatímar, stuðningshópar og fyrirlestrar. Ef við tölum meira um þetta og hvaða áhrif þetta hefur á okkur þá held ég að margt sé unnið.“ Klippa: Kompás - Lokuð á heimilinu með geðveikri móður Barnavernd Heilbrigðismál Kompás Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Nýlega var stofnaður stuðningshópur fyrir aðstandendur hjá Geðhjálp eftir margra ára hlé. Sigríður Gísladóttir bauð sig fram í stjórn með það að markmiði að efla stuðning og fræðslu til barna sem eiga foreldra með geðsjúkdóm. Sjálf ólst hún upp hjá móður með geðsjúkdóm. „Ég fékk aldrei almennilega stuðning eða fræðslu þannig að ég var einhvern veginn ein í þessu. Ég bara studdi foreldri mitt, sá um það og skammaðist mín hrikalega fyrir það sem gerðist innan veggja heimilisins. Ég bara gerði það og kláraði það en það var alveg hræðilega erfitt,“ segir Sigríður. Í Kompás lýsir Margrét Lillý Einarsdóttir svipuðum aðstæðum. Að hún hafi verið ein í heiminum, vanrækt og beitt ofbeldi án þess að nokkur í nærumhverfinu á Seltjarnarnesi skipti sér af.Í Kompás segir Margrét Lillý sögu sína. Hún segir allt samfélagið á Seltjarnarnesi hafa vitað af aðstæðum hennar og "óskar sér að einhverjum hefði ekki verið drullusama.“Vísir/VilhelmÖll æskan fór í hræðslu og kvíða Sigríður segir aukna fræðslu fyrir börn minnka skömmina og auka líkur á að þau biðji um aðstoð og það sem er mikilvægara: Að á þau sé hlustað. Mikilvægt sé að fólk grípi inn í og sýni stuðning. Umræðan sé opin um geðsjúkdóma, en ekki um aðstandendur. „Við gleymumst bara. Starf okkar er ótrúlega erfitt, sárt og stórt verkefni. Við þurfum stuðning en við gleymumst og á sama tíma gleymum við sjálfum okkur og fórnum okkar eigin heilsu. Þá sé vitað að aðstandendur séu líklegri til að þróa með sér geðsjúkdóm. „Sum hver, sem börn, búum við mikla hræðslu og alltaf í kvíða. Öll æskan mín fór í kvíða og hræðslu og þá er taugakerfið ekki gott eftir æskuna.“ Sigríður hefur því lagt áherslu á það í starfi sínu hjá Geðhjálp að efla fræðslu til barna. Að búið verði til fræðsluefni sem börnin skilji. Ef börnin skilja geðsjúkdóminn, þetta „fullorðinsvandamál“ betur þá sé líklegra að þeim líði betur og viti hvert þau eigi að leita. Einnig hafi Geðhjálp farið af stað með stuðningshópa. „Þetta er góð byrjun. Ráðgjafatímar, stuðningshópar og fyrirlestrar. Ef við tölum meira um þetta og hvaða áhrif þetta hefur á okkur þá held ég að margt sé unnið.“ Klippa: Kompás - Lokuð á heimilinu með geðveikri móður
Barnavernd Heilbrigðismál Kompás Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira