Heilbrigðismál

Fréttamynd

Tvö sam­bæri­leg mál fari á borð land­læknis­em­bættisins

Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélag Íslands vegna mistaka við sýnatöku mun eftir helgi senda gögn í tveimur málum sem hann telur sambærileg til landlæknisembættisins. Um er að ræða mál tveggja kvenna sem látist hafa af völdum leghálskrabbameins.

Innlent
Fréttamynd

Sprittbrúsum stolið af Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Sprittbrúsum hefur verið stolið af og til af Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi eftir að kórónaveiran kom upp. Forstjóri stofnunarinnar segir það mjög leitt en það sé fórnarkostnaðurinn, sem stofnunin taki á sig til að geta tryggt sóttvarnir.

Innlent
Fréttamynd

Krabba­meins­fé­lagið segir ó­vissunni eytt

María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, kveðst ekki hafa séð nein gögn sem bendi til þess að fullyrðing Tryggva Björns Stefánssonar í Kastljósi síðastliðinn fimmtudag um að gæðakerfi leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins standist ekki viðmið Evróputilskipana. Krabbameinsfélagið segir að með þessu hafi óvissu sem ummælin ollu verið eytt.

Innlent
Fréttamynd

Dansa fyrir lækningu á Duchenne

Ægir Þór, átta ára strákur, og mamma hans hafa dansað við borgarstjóra, forsætisráðherra og fólk um allan heim til að vekja athygli á Duchenne vöðvarýrnunarsjúkdómnum. Ægir Þór sem er haldinn sjúkdómnum vonast eftir lækningu og að hann komist í langþráða meðferð í útlöndum.

Innlent
Fréttamynd

„Ég spyr mig, hvar er auðmýktin í þessu máli?“

Sævar Þór Jónsson, lögmaður konu sem hyggur á málsókn gegn Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við greiningu, furðar sig á útspili Krabbameinsfélagsins. Í fyrstu hafi málflutningur félagsins einkennst af ákveðnu jafnvægi en það eigi ekki við um viðbrögð félagsins síðustu daga.

Innlent