Óhugnalegt fall Eriksen til jarðar kveikti strax grun um hjartastopp Birgir Olgeirsson skrifar 13. júní 2021 23:31 Liðsfélagar Christian Eriksen voru snöggir til þegar hann féll meðvitundarlaus til jarðar í leik Dana og Finna á Evrópumótinu í gær. Vísir/AP Kristján Guðmundsson, hjartalækni á Landspítalanum, grunaði strax sterklega hvað hafði komið fyrir danska landsliðsmanninn Christian Eriksen þegar hann féll meðvitundarlaus til jarðar án þess að bera hendur fyrir sig. „Þetta er hrikalegt að sjá þetta hvernig hann dettur þarna. Að horfa á þetta í beinni útsendingu og sjá hvernig hann dettur niður án þess að bera fyrir sig hendurnar, það vekur strax upp grun um að þetta hafi verið hjartastopp, ekki út af einhverjum öðrum orsökum,“ segir Kristján. Það sem kom í framhaldinu staðfesti gruninn enn frekar. „Maður sér það á honum augnaráðið og svipnum á andlitinu,“ segir Kristján. Hann segir fumlaus viðbrögð læknateymis liðsins og liðsfélaga Eriksen hafa bjargað lífi hans. Christian Eriksen komst til meðvitundar á vellinum áður en hann var fluttur á sjúkrahús.Vísir/AP „Þeir kveikja strax á því hvað gerðist þarna. Það er eðlilegt þegar fólk fer í hjartastopp, sem er yfirleitt vegna þess að sleglar hjartans fara í hraðtakt eða tif, þá er fólk með smá rænu fyrst og andar. Maður sér fyrst að hann andar og hreyfir augun, síðan virðist hann detta alveg út, þá hefja þeir hjartahnoð og gefa honum rafstuð, sem eru hárrétt viðbrögð. Maður hefur sirka þrjár mínútur eftir að fólk fer í hjartastopp til að hefja endurlífgun með hjartahnoði. Eftir þrjár mínútur er mikil hætta á að heilinn verði fyrir óafturkræfum skaða,“ segir Kristján. Ef endurlífgunin dregst á langinn er kælingu beitt á bráðadeild. „Þar sem fólk er kælt niður um nokkrar gráður. Það hefur sýnt sig að það verndar fólk eftir hjartastopp. En eftir svona stutt hjartastopp, þar sem hann virðist hafa vaknað strax, þá er kælingu ekki beitt því til að beita kælingu þarf að svæfa fólk í að minnsta kosti sólarhring,“ segir Kristján. Hann segir góðar líkur á því að Eriksen hafi ekki fundið fyrir neinu skömmu áður en hann féll til jarðar. „Þetta er það sem menn eru hræddir við að gerist hjá íþróttafólki,“ segir Kristján. Hann segir langalgengast að fólk fái hjartastopp af völdum hjartasjúkdóma en það sé afar óalgengt hjá fólki á þrítugsaldri. Íþróttamenn á borð við Eriksen séu hjarta- og ómskoðaðir til að reyna finna undirliggjandi galla í hartanu. Það geti oft fylgt erfðagöllum á borð við þykknun á hjarta. Hann telur ólíklegt að hjartastoppið hafi orðið vegna ofreynslu. „Mér finnst það ólíklegt hjá svona vel þjálfuðum íþróttamanni sem spilar í einni af bestu deildum heims. Þetta gerist þar að auki í fyrri hálfleik. Hins vegar er það til í dæminu að ef fólk er með meðfædda galla í hjartanu þá getur áreynsla ýtt undir sleglatif.“ Fótbolti EM 2020 í fótbolta Heilbrigðismál Hjartastopp hjá Christian Eriksen Tengdar fréttir Lækna-Tómas hrósar viðbragðsaðilum á Parken Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, segir að fagmannlega hafi verið staðið að fyrstu hjálp þegar Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, hné niður í miðjum leik Danmerkur og Finnlands á Parken í gær. 13. júní 2021 12:53 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Sjá meira
„Þetta er hrikalegt að sjá þetta hvernig hann dettur þarna. Að horfa á þetta í beinni útsendingu og sjá hvernig hann dettur niður án þess að bera fyrir sig hendurnar, það vekur strax upp grun um að þetta hafi verið hjartastopp, ekki út af einhverjum öðrum orsökum,“ segir Kristján. Það sem kom í framhaldinu staðfesti gruninn enn frekar. „Maður sér það á honum augnaráðið og svipnum á andlitinu,“ segir Kristján. Hann segir fumlaus viðbrögð læknateymis liðsins og liðsfélaga Eriksen hafa bjargað lífi hans. Christian Eriksen komst til meðvitundar á vellinum áður en hann var fluttur á sjúkrahús.Vísir/AP „Þeir kveikja strax á því hvað gerðist þarna. Það er eðlilegt þegar fólk fer í hjartastopp, sem er yfirleitt vegna þess að sleglar hjartans fara í hraðtakt eða tif, þá er fólk með smá rænu fyrst og andar. Maður sér fyrst að hann andar og hreyfir augun, síðan virðist hann detta alveg út, þá hefja þeir hjartahnoð og gefa honum rafstuð, sem eru hárrétt viðbrögð. Maður hefur sirka þrjár mínútur eftir að fólk fer í hjartastopp til að hefja endurlífgun með hjartahnoði. Eftir þrjár mínútur er mikil hætta á að heilinn verði fyrir óafturkræfum skaða,“ segir Kristján. Ef endurlífgunin dregst á langinn er kælingu beitt á bráðadeild. „Þar sem fólk er kælt niður um nokkrar gráður. Það hefur sýnt sig að það verndar fólk eftir hjartastopp. En eftir svona stutt hjartastopp, þar sem hann virðist hafa vaknað strax, þá er kælingu ekki beitt því til að beita kælingu þarf að svæfa fólk í að minnsta kosti sólarhring,“ segir Kristján. Hann segir góðar líkur á því að Eriksen hafi ekki fundið fyrir neinu skömmu áður en hann féll til jarðar. „Þetta er það sem menn eru hræddir við að gerist hjá íþróttafólki,“ segir Kristján. Hann segir langalgengast að fólk fái hjartastopp af völdum hjartasjúkdóma en það sé afar óalgengt hjá fólki á þrítugsaldri. Íþróttamenn á borð við Eriksen séu hjarta- og ómskoðaðir til að reyna finna undirliggjandi galla í hartanu. Það geti oft fylgt erfðagöllum á borð við þykknun á hjarta. Hann telur ólíklegt að hjartastoppið hafi orðið vegna ofreynslu. „Mér finnst það ólíklegt hjá svona vel þjálfuðum íþróttamanni sem spilar í einni af bestu deildum heims. Þetta gerist þar að auki í fyrri hálfleik. Hins vegar er það til í dæminu að ef fólk er með meðfædda galla í hjartanu þá getur áreynsla ýtt undir sleglatif.“
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Heilbrigðismál Hjartastopp hjá Christian Eriksen Tengdar fréttir Lækna-Tómas hrósar viðbragðsaðilum á Parken Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, segir að fagmannlega hafi verið staðið að fyrstu hjálp þegar Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, hné niður í miðjum leik Danmerkur og Finnlands á Parken í gær. 13. júní 2021 12:53 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Sjá meira
Lækna-Tómas hrósar viðbragðsaðilum á Parken Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, segir að fagmannlega hafi verið staðið að fyrstu hjálp þegar Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, hné niður í miðjum leik Danmerkur og Finnlands á Parken í gær. 13. júní 2021 12:53