Kvensjúkdómalæknar gagnrýna skýrslu um skimanir Árni Sæberg og Elma Rut Valtýsdóttir skrifa 19. júní 2021 17:48 Haraldur Breim vann skýrslu um leghálsskimanir sem send var til heilbrigðisráðherra þann 16. júní. Vísir/Egill Stjórn Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna hefur gefið úr tilkynningu þar sem hún gagnrýnir skýrslu sem Haraldur Breim vann fyrir heilbrigðisráðherra um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir leghálskrabbameini. FÍFK gagnrýnir efnistök skýrslunnar og segir heimildaskrá hennar einungis innihalda heimildir frá aðilum sem bera ábyrgð á núverandi starfsemi. Skýrslan beri þess merki að ekki hafi farið fram skoðun á hvort upplýsingar væru réttar og að ekki hafi verið rætt við notendur ferilsins. FÍFK segir skýrsluna ekki taka afstöðu til bréfa frá fagfélögum rannsóknarlækna og kvensjúkdómalækna til heilbrigðisráðherra, heilsugæslunnar og landlæknis þar sem bent er á ógnir og annmarka á ferlinum. Ekki var haft samband við fagfélögin við vinnslu skýrslunnar. Efast um fullyrðingar í skýrslunni. Í skýrslunni er fullyrt að biðtími eftir niðurstöðum rannsókna sé tveir til þrír mánuðir. FÍFK segir það ekki rétt. Í sumum tilfellum hafi svör ekki enn borist þremur og hálfum mánuði eftir skimun. Félagið gerir einnig athugasemd við það að ekki sé tekið fram í skýrslunni að það hafi ekki verið gert áhættu- og öryggismat á þeim viðamiklu breytingum sem átti að innleiða. Þá telur FÍFK það vera mikla öryggisógn að breyta íslenskri kennitölu handvirkt yfir í danska og aftur til baka þegar svar er fært inn í íslenskt kerfi. Í skýrslunni segir jafnframt að núverandi kerfi hafi ekki áhrif á aðgengi sérfræðinga að niðurstöðum rannsóknaraðila. FÍK segist ekki vita til þess að skýrsluhöfundur hafi haft samband við neinn utan kerfisins þegar það var metið. Þá gagnrýnir félagið að skýrsluhöfundur hafi ekki minnst á stopult upplýsingaflæði frá framkvæmdaraðilum til bæði sjúklinga og lækna. „Það eru vonbrigði að sjá að skýrslan hefur nær eingöngu tekið mið af frásögn framkvæmdaraðilans og skoðar ekki viðhorf notenda, hvorki skjólstæðinga né heilbrigðisstarfsfólks,“ segir í gagnrýni félagsins. Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
FÍFK gagnrýnir efnistök skýrslunnar og segir heimildaskrá hennar einungis innihalda heimildir frá aðilum sem bera ábyrgð á núverandi starfsemi. Skýrslan beri þess merki að ekki hafi farið fram skoðun á hvort upplýsingar væru réttar og að ekki hafi verið rætt við notendur ferilsins. FÍFK segir skýrsluna ekki taka afstöðu til bréfa frá fagfélögum rannsóknarlækna og kvensjúkdómalækna til heilbrigðisráðherra, heilsugæslunnar og landlæknis þar sem bent er á ógnir og annmarka á ferlinum. Ekki var haft samband við fagfélögin við vinnslu skýrslunnar. Efast um fullyrðingar í skýrslunni. Í skýrslunni er fullyrt að biðtími eftir niðurstöðum rannsókna sé tveir til þrír mánuðir. FÍFK segir það ekki rétt. Í sumum tilfellum hafi svör ekki enn borist þremur og hálfum mánuði eftir skimun. Félagið gerir einnig athugasemd við það að ekki sé tekið fram í skýrslunni að það hafi ekki verið gert áhættu- og öryggismat á þeim viðamiklu breytingum sem átti að innleiða. Þá telur FÍFK það vera mikla öryggisógn að breyta íslenskri kennitölu handvirkt yfir í danska og aftur til baka þegar svar er fært inn í íslenskt kerfi. Í skýrslunni segir jafnframt að núverandi kerfi hafi ekki áhrif á aðgengi sérfræðinga að niðurstöðum rannsóknaraðila. FÍK segist ekki vita til þess að skýrsluhöfundur hafi haft samband við neinn utan kerfisins þegar það var metið. Þá gagnrýnir félagið að skýrsluhöfundur hafi ekki minnst á stopult upplýsingaflæði frá framkvæmdaraðilum til bæði sjúklinga og lækna. „Það eru vonbrigði að sjá að skýrslan hefur nær eingöngu tekið mið af frásögn framkvæmdaraðilans og skoðar ekki viðhorf notenda, hvorki skjólstæðinga né heilbrigðisstarfsfólks,“ segir í gagnrýni félagsins.
Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira