Heilbrigðismál Von á niðurstöðu um eittleytið Lyfjastofnun Evrópu fundar nú um bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni og mögulegt orsakasamhengi við blóðtappa. Niðurstöðu er að vænta um klukkan eitt. Innlent 18.3.2021 12:01 Vanþekking á málefninu eða einbeittur brotavilji Börn sem fæðast með skarð í vör, tanngarði og/eða gómi eiga að njóta sömu réttinda hvernig sem þeirra galli birtist í fæðingu. Skoðun 18.3.2021 08:02 Börnin verða flutt úr Fossvogsskóla Stefnt er að því að finna nýtt húsnæði undir kennslu fyrir nemendur í Fossvogsskóla frá og með mánudegi. Börnin munu ekki þurfa að mæta aftur í húsnæði skólans og er nú unnið að skipulagi. Innlent 17.3.2021 22:36 Foreldrar vilja framkvæmdir í Fossvogsskóla: „Börnin verða að fá að njóta vafans þegar kemur að heilsufari“ Ósáttir foreldrar barna í Fossvogsskóla funduðu í dag með fulltrúum Reykjavíkurborgar vegna myglu í skólanum. Þykir mörgum sinnuleysi einkenna viðbrögð þeirra sem ráða og hafa 250 foreldrar skrifað undir áskorun um að skólanum verði lokað og framkvæmdir til þess að uppræta mygluna hefjist þegar í stað. Innlent 17.3.2021 21:00 Ráðuneytið óskar eftir frekari upplýsingum frá Landspítala og afhendir ekki svörin þangað til „Ráðuneytið er að yfirfara bréf Landspítalans og telur ljóst að óska þurfi eftir frekari upplýsingar frá spítalanum varðandi málið. Ráðuneytið mun á næstu dögum óska eftir viðbótarupplýsingum frá Landspítala um þessi efni og mun ekki afhenda umrætt bréf fyrr en nánari upplýsingar liggja fyrir.“ Innlent 17.3.2021 20:04 Landspítalinn var búinn að gefa jákvætt svar við að taka við leghálssýnarannsóknum Ákvörðun um að leita til erlendra aðila til að taka við rannsóknum á leghálssýnum var ekki tekinn fyrr en eftir miðjan nóvember síðastliðinn. Þá lá fyrir að Landspítalinn taldi sig geta tekið við rannsóknunum en heilbrigðisráðuneytið mat kostnaðinn of mikinn. Innlent 17.3.2021 11:20 „Flest erum við meðalmanneskjur og jafnvel aðeins fyrir neðan, og það má“ Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Píeta samtakanna, hefur áhyggjur af vanlíðan barna en einnig fullorðinna sem eiga að vera bestir í öllu, alltaf. Sindri Sindrason ræddi við Kristínu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Lífið 17.3.2021 10:32 Stöðva tímabundið innlagnir nýrra sjúklinga í endurhæfingu Reykjalundur hefur stöðvað tímabundið innlagnir nýrra sjúklinga í endurhæfingu vegna eftirkasta Covid-19. Innlent 17.3.2021 08:01 Byggjum nýtt geðsjúkrahús Það kemur eflaust mörgum á óvart að ekki er gert ráð fyrir nýrri geðdeild í nýjum Landspítala. Hafist var handa við núverandi geðdeildarbyggingu árið 1974 og starfsemi hófst fimm árum seinna. Tíminn hefur ekki farið ljúfum höndum um geðdeildina við Hringbraut, það þekkja allir sem þangað hafa komið og þeir sem þar vinna. Skoðun 17.3.2021 07:30 Töldu svigrúm til að hinkra með AstraZeneca-bóluefni í ljósi fárra smita Fá ný innanlandssmit voru talin gefa íslenskum sóttvarnayfirvöldum svigrúm til að bíða með bólusetningar með bóluefni AstraZeneca þar til tilkynningar um fólk sem hefur fengið blóðtappa hafa verið rannsakaðar, að sögn forstjóra Lyfjastofnunar. Innlent 16.3.2021 16:43 Tveir með berkla á hjúkrunarheimili en hvorugur smitandi Tveir starfsmenn Hrafnistu Nesvöllum í Reykjanesbæ greindust með berkla í hefðbundinni heilbrigðisskoðun á dögunum. Hvorugur er smitandi. Til stendur að senda alla íbúa heimilisins í berklaprufu. Innlent 16.3.2021 15:01 Svæsin útbrot eftir að hafa verið sprautuð með AstraZeneca Stella Jórunn A. Levy sjúkraliði fékk vel upphleypt útbrot um bringu og háls með tilheyrandi verk, kláða og sviða eftir bólusetningu. Hún telur víst að bóluefnið hafi vakið vírusinn. Innlent 16.3.2021 15:00 Karl og Dóra og lífsgæði lesblindra Mikilvægur þáttur í starfsemi Félags lesblindra er sértæk ráðgjöf um hjálpartæki lesblindra. Í viðamiklu fræðslustarfi félagsins í skólum og vinnustöðum hefur meðal annars verið fjallað um notkun lesblindra á tölvum og snjalltækjum. Skoðun 16.3.2021 14:32 Brugðist fólkinu sem hafi byggt upp íslenskt samfélag Dóttir aldraðs manns með heilabilun segir kerfið hafa brugðist honum og gagnrýnir það fyrir taka ekki betur mið af þörfum sjúklinga. 79 ára faðir hennar hefur glímt við mikil veikindi frá haustinu 2019 og hefur hún beðið í eitt og hálft ár eftir því að hann fái hvíldarinnlögn eða pláss á hjúkrunarheimili. Innlent 16.3.2021 00:07 Kallar eftir aðgerðum vegna aukinnar offitu barna: „Hægt að snúa þróuninni við“ Barnalæknir, sem hefur sérhæft sig í offitu barna, segir nauðsynlegt að við förum að setjast niður og skoða það hvernig hægt sé að breyta lífsvenjum og lífsstíl til þess að snúa þeirri þróun við að sífellt fleiri börn séu með ofþyngd. Hann segir að málið sé flókið og tengist aukin ofþyngd barna ekki aðeins mataræði og hreyfingu. Innlent 15.3.2021 17:51 Samningar um læknisþjónustu Því miður virðist markmið yfirstjórnar heilbrigðismála nú um stundir vera að skera niður þjónustu sjálfstætt starfandi lækna, draga úr fjármagni og þar með framboði á sérhæfðri læknisþjónustu. Skoðun 15.3.2021 13:01 Hinn atvinnulausi Einstein eða hvað hefði gerst ef Einstein hefði fengið einhverfugreiningu sem barn? Samkvæmt tölum frá National Autistic Society í Bretlandi eru um 700.000 með einhverfugreiningu á Bretlandseyjum. Einungis 16% fullorðinna á einhverfurófi eru hins vegar í fullu starfi. Skoðun 14.3.2021 09:37 Heilbrigðiskerfið: rekstur og gildismat Sjónvarpsþátturinn Kveikur sem sýndur var á Rúv þann 4. mars sl. fjallaði um rammasamninga Sjúkratrygginga Íslands við sérfræðilækna. Þar var hulunni, að hálfu, svipt af einni stórri blæðingu í heilbrigðiskerfinu. Skoðun 14.3.2021 08:53 Segir lækna beita sjúklingum fyrir sig hætti þeir að hafa milligöngu um greiðslur Formaður Læknafélags Reykjavíkur segir að verið sé að kanna hvort stofulæknar hætti að hafa milligöngu um greiðslur frá Sjúkratryggingum Íslands fyrir hönd skjólstæðinga sinna. Heilbrigðisráðherra segist vera hissa á að læknar ætli að beita sjúklingum fyrir sig. Innlent 13.3.2021 19:44 Vonbrigði Það eru gríðarleg vonbrigði í hvaða farveg málefni hjúkrunarheimilanna eru komin af hálfu heilbrigðisyfirvalda. Í september 2020 ákvað Fjarðabyggð að segja upp samningum við Sjúkratryggingar Íslands, samkvæmt uppsagnarákvæðum samninganna og skila þannig rekstri hjúkrunarheimilanna Hulduhlíðar og Uppsala aftur til ríkisins. Skoðun 13.3.2021 13:01 „Málefnið skiptir meira máli og ég er ekki yfir gagnrýni hafin“ „Helsti misskilningurinn er þó sá að margir halda að með jákvæðri líkamsímynd leiti fólk í óheilbrigði. Það er ekki rétt en gott er að muna að heilbrigði annara kemur okkur almennt ekkert við,“ segir Erna Kristín Stefánsdóttir rithöfundur, fyrirlesari og aðgerðarsinni í viðtali við Vísi. Lífið 13.3.2021 07:00 „Bara ef það hentar mér“ Að undanförnu hefur talsvert verið fjallað um málefni hjúkrunarheimila á landsbyggðinni. Víða um land hafa sveitarfélög haft umsjón með rekstri þeirra með samningi við Sjúkratryggingar Íslands. Lengi hefur legið fyrir að rekstur heimilanna væri þungur, og að framlög ríkisins til rekstur þeirra dygðu engan veginn til. Skoðun 12.3.2021 19:29 WHO: Ekki ástæða til að hætta að nota bóluefni AstraZeneca Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) telur ekki ástæðu fyrir lönd að hætta að nota bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni. Ekkert bendi til þess að bóluefnið geti valdið blóðtappa. Ísland er á meðal þeirra ríkja sem hafa stöðvað bólusetningar með efninu tímabundið í öryggisskyni. Erlent 12.3.2021 16:48 „Margt verið fullyrt í þessari umræðu sem er meira og minna rangfærslur“ Heilbrigðisráðherra segir margt hafa verið fullyrt um yfirtöku ríkisins á hjúkrunarheimilum sem standist ekki skoðun. Hún segir að ríkið verði að tryggja þjónustu nú þegar sveitarfélög hafi hafnað því að reka hjúkrunarheimili. Innlent 12.3.2021 12:18 Þrjár tilkynningar um blóðtappa í kjölfar bólusetningar hér á landi Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar Íslands, segir að þrír hafi tilkynnt um að hafa fengið blóðtappa í kjölfar bólusetningar. Einstaklingarnir höfðu verið bólusettir með sínu hvoru bóluefninu, bóluefni AstraZeneca, Moderna og Pfizer. Innlent 11.3.2021 18:46 Segja yfirvöld þvinga fram uppsagnir á annað hundrað manns Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum og Fjarðabyggð segja heilbrigðisráðuneytið ætla að þvinga bæjarfélögin til að segja upp á annað hundrað starfsmönnum hjúkrunarheimila frá næstu mánaðmótum. Yfirvöld hafi sýnt stöðu hjúkrunarheimilanna algert tómlæti. Innlent 11.3.2021 17:44 Hundruð bólusettra barna í Ísrael upplifðu engar alvarlegar aukaverkanir Um 600 ísraelsk börn á aldrinum 12 til 16 ára sem voru bólusett gegn Covid-19 með bóluefni Pfizer upplifðu engar alvarlegar aukaverkanir. Ungmenni eru almennt ekki bólusett en yfirvöld í landinu hafa mælt með bólusetningu einstaklinga í áhættuhópum. Erlent 10.3.2021 21:08 Margir leita til heilsugæslunnar vegna riðutilfinningar Margir hafa leitað til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna riðutilfinningar sem fylgir skjálftahrinunni á Reykjanesskaga. Forstjóri heilsugæslunnar segir þetta algengt í náttúruhamförum þar sem vöðvaspenna og svefntruflanir geti valdið ójafnvægi í líkamanum. Innlent 10.3.2021 19:17 Þjónusta á forsendum þess sem nýtir hana Þjónusta við eldra fólk er ekki einfalt mál. Mest er það vegna þess að fólk er misjafnt með misjafnar þarfir. Fólk hefur líka mismunandi aðstæður og getu til að sækja sér þjónustu eða óska eftir henni. Þá hefur fólk og þeir sem standa því næst misjafnan áhuga og vilja til að fá þjónustu. Skoðun 10.3.2021 11:30 Nær tvöfalt fleiri munu eiga rétt á skimun fyrir lungnakrabba Skimunarráð Bandaríkjanna hefur uppfært tillögur sínar varðandi skimun fyrir lungnakrabbameinum, sem mun gera það að verkum að nær tvöfalt fleirum er ráðlagt að gangast undir árlega tölvusneiðmyndarannsókn en áður var. Erlent 9.3.2021 21:25 « ‹ 100 101 102 103 104 105 106 107 108 … 216 ›
Von á niðurstöðu um eittleytið Lyfjastofnun Evrópu fundar nú um bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni og mögulegt orsakasamhengi við blóðtappa. Niðurstöðu er að vænta um klukkan eitt. Innlent 18.3.2021 12:01
Vanþekking á málefninu eða einbeittur brotavilji Börn sem fæðast með skarð í vör, tanngarði og/eða gómi eiga að njóta sömu réttinda hvernig sem þeirra galli birtist í fæðingu. Skoðun 18.3.2021 08:02
Börnin verða flutt úr Fossvogsskóla Stefnt er að því að finna nýtt húsnæði undir kennslu fyrir nemendur í Fossvogsskóla frá og með mánudegi. Börnin munu ekki þurfa að mæta aftur í húsnæði skólans og er nú unnið að skipulagi. Innlent 17.3.2021 22:36
Foreldrar vilja framkvæmdir í Fossvogsskóla: „Börnin verða að fá að njóta vafans þegar kemur að heilsufari“ Ósáttir foreldrar barna í Fossvogsskóla funduðu í dag með fulltrúum Reykjavíkurborgar vegna myglu í skólanum. Þykir mörgum sinnuleysi einkenna viðbrögð þeirra sem ráða og hafa 250 foreldrar skrifað undir áskorun um að skólanum verði lokað og framkvæmdir til þess að uppræta mygluna hefjist þegar í stað. Innlent 17.3.2021 21:00
Ráðuneytið óskar eftir frekari upplýsingum frá Landspítala og afhendir ekki svörin þangað til „Ráðuneytið er að yfirfara bréf Landspítalans og telur ljóst að óska þurfi eftir frekari upplýsingar frá spítalanum varðandi málið. Ráðuneytið mun á næstu dögum óska eftir viðbótarupplýsingum frá Landspítala um þessi efni og mun ekki afhenda umrætt bréf fyrr en nánari upplýsingar liggja fyrir.“ Innlent 17.3.2021 20:04
Landspítalinn var búinn að gefa jákvætt svar við að taka við leghálssýnarannsóknum Ákvörðun um að leita til erlendra aðila til að taka við rannsóknum á leghálssýnum var ekki tekinn fyrr en eftir miðjan nóvember síðastliðinn. Þá lá fyrir að Landspítalinn taldi sig geta tekið við rannsóknunum en heilbrigðisráðuneytið mat kostnaðinn of mikinn. Innlent 17.3.2021 11:20
„Flest erum við meðalmanneskjur og jafnvel aðeins fyrir neðan, og það má“ Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Píeta samtakanna, hefur áhyggjur af vanlíðan barna en einnig fullorðinna sem eiga að vera bestir í öllu, alltaf. Sindri Sindrason ræddi við Kristínu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Lífið 17.3.2021 10:32
Stöðva tímabundið innlagnir nýrra sjúklinga í endurhæfingu Reykjalundur hefur stöðvað tímabundið innlagnir nýrra sjúklinga í endurhæfingu vegna eftirkasta Covid-19. Innlent 17.3.2021 08:01
Byggjum nýtt geðsjúkrahús Það kemur eflaust mörgum á óvart að ekki er gert ráð fyrir nýrri geðdeild í nýjum Landspítala. Hafist var handa við núverandi geðdeildarbyggingu árið 1974 og starfsemi hófst fimm árum seinna. Tíminn hefur ekki farið ljúfum höndum um geðdeildina við Hringbraut, það þekkja allir sem þangað hafa komið og þeir sem þar vinna. Skoðun 17.3.2021 07:30
Töldu svigrúm til að hinkra með AstraZeneca-bóluefni í ljósi fárra smita Fá ný innanlandssmit voru talin gefa íslenskum sóttvarnayfirvöldum svigrúm til að bíða með bólusetningar með bóluefni AstraZeneca þar til tilkynningar um fólk sem hefur fengið blóðtappa hafa verið rannsakaðar, að sögn forstjóra Lyfjastofnunar. Innlent 16.3.2021 16:43
Tveir með berkla á hjúkrunarheimili en hvorugur smitandi Tveir starfsmenn Hrafnistu Nesvöllum í Reykjanesbæ greindust með berkla í hefðbundinni heilbrigðisskoðun á dögunum. Hvorugur er smitandi. Til stendur að senda alla íbúa heimilisins í berklaprufu. Innlent 16.3.2021 15:01
Svæsin útbrot eftir að hafa verið sprautuð með AstraZeneca Stella Jórunn A. Levy sjúkraliði fékk vel upphleypt útbrot um bringu og háls með tilheyrandi verk, kláða og sviða eftir bólusetningu. Hún telur víst að bóluefnið hafi vakið vírusinn. Innlent 16.3.2021 15:00
Karl og Dóra og lífsgæði lesblindra Mikilvægur þáttur í starfsemi Félags lesblindra er sértæk ráðgjöf um hjálpartæki lesblindra. Í viðamiklu fræðslustarfi félagsins í skólum og vinnustöðum hefur meðal annars verið fjallað um notkun lesblindra á tölvum og snjalltækjum. Skoðun 16.3.2021 14:32
Brugðist fólkinu sem hafi byggt upp íslenskt samfélag Dóttir aldraðs manns með heilabilun segir kerfið hafa brugðist honum og gagnrýnir það fyrir taka ekki betur mið af þörfum sjúklinga. 79 ára faðir hennar hefur glímt við mikil veikindi frá haustinu 2019 og hefur hún beðið í eitt og hálft ár eftir því að hann fái hvíldarinnlögn eða pláss á hjúkrunarheimili. Innlent 16.3.2021 00:07
Kallar eftir aðgerðum vegna aukinnar offitu barna: „Hægt að snúa þróuninni við“ Barnalæknir, sem hefur sérhæft sig í offitu barna, segir nauðsynlegt að við förum að setjast niður og skoða það hvernig hægt sé að breyta lífsvenjum og lífsstíl til þess að snúa þeirri þróun við að sífellt fleiri börn séu með ofþyngd. Hann segir að málið sé flókið og tengist aukin ofþyngd barna ekki aðeins mataræði og hreyfingu. Innlent 15.3.2021 17:51
Samningar um læknisþjónustu Því miður virðist markmið yfirstjórnar heilbrigðismála nú um stundir vera að skera niður þjónustu sjálfstætt starfandi lækna, draga úr fjármagni og þar með framboði á sérhæfðri læknisþjónustu. Skoðun 15.3.2021 13:01
Hinn atvinnulausi Einstein eða hvað hefði gerst ef Einstein hefði fengið einhverfugreiningu sem barn? Samkvæmt tölum frá National Autistic Society í Bretlandi eru um 700.000 með einhverfugreiningu á Bretlandseyjum. Einungis 16% fullorðinna á einhverfurófi eru hins vegar í fullu starfi. Skoðun 14.3.2021 09:37
Heilbrigðiskerfið: rekstur og gildismat Sjónvarpsþátturinn Kveikur sem sýndur var á Rúv þann 4. mars sl. fjallaði um rammasamninga Sjúkratrygginga Íslands við sérfræðilækna. Þar var hulunni, að hálfu, svipt af einni stórri blæðingu í heilbrigðiskerfinu. Skoðun 14.3.2021 08:53
Segir lækna beita sjúklingum fyrir sig hætti þeir að hafa milligöngu um greiðslur Formaður Læknafélags Reykjavíkur segir að verið sé að kanna hvort stofulæknar hætti að hafa milligöngu um greiðslur frá Sjúkratryggingum Íslands fyrir hönd skjólstæðinga sinna. Heilbrigðisráðherra segist vera hissa á að læknar ætli að beita sjúklingum fyrir sig. Innlent 13.3.2021 19:44
Vonbrigði Það eru gríðarleg vonbrigði í hvaða farveg málefni hjúkrunarheimilanna eru komin af hálfu heilbrigðisyfirvalda. Í september 2020 ákvað Fjarðabyggð að segja upp samningum við Sjúkratryggingar Íslands, samkvæmt uppsagnarákvæðum samninganna og skila þannig rekstri hjúkrunarheimilanna Hulduhlíðar og Uppsala aftur til ríkisins. Skoðun 13.3.2021 13:01
„Málefnið skiptir meira máli og ég er ekki yfir gagnrýni hafin“ „Helsti misskilningurinn er þó sá að margir halda að með jákvæðri líkamsímynd leiti fólk í óheilbrigði. Það er ekki rétt en gott er að muna að heilbrigði annara kemur okkur almennt ekkert við,“ segir Erna Kristín Stefánsdóttir rithöfundur, fyrirlesari og aðgerðarsinni í viðtali við Vísi. Lífið 13.3.2021 07:00
„Bara ef það hentar mér“ Að undanförnu hefur talsvert verið fjallað um málefni hjúkrunarheimila á landsbyggðinni. Víða um land hafa sveitarfélög haft umsjón með rekstri þeirra með samningi við Sjúkratryggingar Íslands. Lengi hefur legið fyrir að rekstur heimilanna væri þungur, og að framlög ríkisins til rekstur þeirra dygðu engan veginn til. Skoðun 12.3.2021 19:29
WHO: Ekki ástæða til að hætta að nota bóluefni AstraZeneca Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) telur ekki ástæðu fyrir lönd að hætta að nota bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni. Ekkert bendi til þess að bóluefnið geti valdið blóðtappa. Ísland er á meðal þeirra ríkja sem hafa stöðvað bólusetningar með efninu tímabundið í öryggisskyni. Erlent 12.3.2021 16:48
„Margt verið fullyrt í þessari umræðu sem er meira og minna rangfærslur“ Heilbrigðisráðherra segir margt hafa verið fullyrt um yfirtöku ríkisins á hjúkrunarheimilum sem standist ekki skoðun. Hún segir að ríkið verði að tryggja þjónustu nú þegar sveitarfélög hafi hafnað því að reka hjúkrunarheimili. Innlent 12.3.2021 12:18
Þrjár tilkynningar um blóðtappa í kjölfar bólusetningar hér á landi Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar Íslands, segir að þrír hafi tilkynnt um að hafa fengið blóðtappa í kjölfar bólusetningar. Einstaklingarnir höfðu verið bólusettir með sínu hvoru bóluefninu, bóluefni AstraZeneca, Moderna og Pfizer. Innlent 11.3.2021 18:46
Segja yfirvöld þvinga fram uppsagnir á annað hundrað manns Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum og Fjarðabyggð segja heilbrigðisráðuneytið ætla að þvinga bæjarfélögin til að segja upp á annað hundrað starfsmönnum hjúkrunarheimila frá næstu mánaðmótum. Yfirvöld hafi sýnt stöðu hjúkrunarheimilanna algert tómlæti. Innlent 11.3.2021 17:44
Hundruð bólusettra barna í Ísrael upplifðu engar alvarlegar aukaverkanir Um 600 ísraelsk börn á aldrinum 12 til 16 ára sem voru bólusett gegn Covid-19 með bóluefni Pfizer upplifðu engar alvarlegar aukaverkanir. Ungmenni eru almennt ekki bólusett en yfirvöld í landinu hafa mælt með bólusetningu einstaklinga í áhættuhópum. Erlent 10.3.2021 21:08
Margir leita til heilsugæslunnar vegna riðutilfinningar Margir hafa leitað til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna riðutilfinningar sem fylgir skjálftahrinunni á Reykjanesskaga. Forstjóri heilsugæslunnar segir þetta algengt í náttúruhamförum þar sem vöðvaspenna og svefntruflanir geti valdið ójafnvægi í líkamanum. Innlent 10.3.2021 19:17
Þjónusta á forsendum þess sem nýtir hana Þjónusta við eldra fólk er ekki einfalt mál. Mest er það vegna þess að fólk er misjafnt með misjafnar þarfir. Fólk hefur líka mismunandi aðstæður og getu til að sækja sér þjónustu eða óska eftir henni. Þá hefur fólk og þeir sem standa því næst misjafnan áhuga og vilja til að fá þjónustu. Skoðun 10.3.2021 11:30
Nær tvöfalt fleiri munu eiga rétt á skimun fyrir lungnakrabba Skimunarráð Bandaríkjanna hefur uppfært tillögur sínar varðandi skimun fyrir lungnakrabbameinum, sem mun gera það að verkum að nær tvöfalt fleirum er ráðlagt að gangast undir árlega tölvusneiðmyndarannsókn en áður var. Erlent 9.3.2021 21:25