Lýsa yfir neyðarstigi almannavarna vegna stöðu faraldursins Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. janúar 2022 18:26 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Samsett Ríkislögreglustjóri hyggst á þriðjudag lýsa yfir neyðarstigi almannavarna vegna sívaxandi álags á heilbrigðiskerfið. Þetta er í annað sinn í faraldrinum sem hæsta viðbúnaðarstigi er lýst yfir vegna faraldurs kórónuveirunnar. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir að breytingin hafi ekki bein áhrif á almenning heldur snúi fyrst og fremst að þeim aðilum sem hafi hlutverki að gegna í viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs. „Þetta setur allar stofnanir og þá sem gegna skilgreindu hlutverki aðeins ofar í viðbúnaðnum. Menn virkja sínar áætlanir á hæsta stigi og grípa til ráðstafana til að koma enn frekar í veg fyrir hugsanleg hópsmit hjá sér og annað slíkt.“ Þurfi að grípa til frekari aðgerða Þegar síðast var lýst yfir neyðarstigi í mars árið 2020 var því aflétt í maí sama ár. Viðbragð við faraldrinum miðast við stigin óvissustig, hættustig og neyðarstig en hættustig hefur verið í gildi vegna faraldursins um nokkurn tíma. Almannavarnir meta stöðu faraldursins nú það alvarlega að það þurfi að grípa til frekari aðgerða. „Við sjáum bara hvernig staðan er að þyngjast víða um land og nú er búið að grípa til þessara aðgerða að stytta einangrun og auka sveigjanleika með sóttkvínni, og vonandi hefur það einhver áhrif á mikilvæga starfsemi að halda henni betur úti, en það fjölgar stöðugt þeim sem eru í einangrun og meðan smitin eru þetta mörg þá hefur það augljóslega mikil áhrif og við þurfum að vera tilbúin að bregðast við því,“ segir Víðir. Óraunhæfur samanburður Þær raddir hafa heyrst í samfélaginu að minni ástæða sé til að herða aðgerðir nú en í fyrri bylgjum þar sem fólk sé síður að veikjast illa af ómíkron afbrigðinu. Víðir segir stöðuna samt sem áður alvarlega. „Það eru 38 á spítalanum, átta á gjörgæslu og tveir létust síðasta sólarhring. Ég veit ekki hvað þarf mikið til þess að fólk telji það alvarlegt eða ekki. Auðvitað er hlutfall þeirra sem er að veikjast alvarlega lægra en af delta afbrigðinu en þetta eru svona 0,5 prósent sem veikjast mjög illa og það er bara að valda gríðarlegu álagi á allt heilbrigðiskerfið. Sá fjöldi sem er að smitast og er það veikur og fer ekki í vinnu hann er bara að verða mjög mikill þannig að allur samanburður við eitthvað er alveg óraunhæfur í þessu,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Heilbrigðismál Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir að breytingin hafi ekki bein áhrif á almenning heldur snúi fyrst og fremst að þeim aðilum sem hafi hlutverki að gegna í viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs. „Þetta setur allar stofnanir og þá sem gegna skilgreindu hlutverki aðeins ofar í viðbúnaðnum. Menn virkja sínar áætlanir á hæsta stigi og grípa til ráðstafana til að koma enn frekar í veg fyrir hugsanleg hópsmit hjá sér og annað slíkt.“ Þurfi að grípa til frekari aðgerða Þegar síðast var lýst yfir neyðarstigi í mars árið 2020 var því aflétt í maí sama ár. Viðbragð við faraldrinum miðast við stigin óvissustig, hættustig og neyðarstig en hættustig hefur verið í gildi vegna faraldursins um nokkurn tíma. Almannavarnir meta stöðu faraldursins nú það alvarlega að það þurfi að grípa til frekari aðgerða. „Við sjáum bara hvernig staðan er að þyngjast víða um land og nú er búið að grípa til þessara aðgerða að stytta einangrun og auka sveigjanleika með sóttkvínni, og vonandi hefur það einhver áhrif á mikilvæga starfsemi að halda henni betur úti, en það fjölgar stöðugt þeim sem eru í einangrun og meðan smitin eru þetta mörg þá hefur það augljóslega mikil áhrif og við þurfum að vera tilbúin að bregðast við því,“ segir Víðir. Óraunhæfur samanburður Þær raddir hafa heyrst í samfélaginu að minni ástæða sé til að herða aðgerðir nú en í fyrri bylgjum þar sem fólk sé síður að veikjast illa af ómíkron afbrigðinu. Víðir segir stöðuna samt sem áður alvarlega. „Það eru 38 á spítalanum, átta á gjörgæslu og tveir létust síðasta sólarhring. Ég veit ekki hvað þarf mikið til þess að fólk telji það alvarlegt eða ekki. Auðvitað er hlutfall þeirra sem er að veikjast alvarlega lægra en af delta afbrigðinu en þetta eru svona 0,5 prósent sem veikjast mjög illa og það er bara að valda gríðarlegu álagi á allt heilbrigðiskerfið. Sá fjöldi sem er að smitast og er það veikur og fer ekki í vinnu hann er bara að verða mjög mikill þannig að allur samanburður við eitthvað er alveg óraunhæfur í þessu,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Heilbrigðismál Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira