Aðstoðar fólk að nálgast ormalyf ólöglega Óttar Kolbeinsson Proppé og Árni Sæberg skrifa 10. janúar 2022 20:41 Margrét Friðriksdóttir er mikill talsmaður lyfsins Ivermektín. Getty Images/Stöð 2 Einn helsti andstæðingur sóttvarnaaðgerða á Íslandi hefur aðstoðað fólk við að nálgast lyfið Ivermektín til meðferðar við Covid-19. Lyfið er lyfseðilskylt og ekki ætlað til meðferðar við Covid-19. Það vakti athygli í dag þegar Margrét Friðriksdóttir tilkynnti það í pistli sínum að hún hefði undanfarið aðstoðað fólk í kring um sig við að næla sér í lyfið Ivermektín. Lyfið hefur markaðsleyfi og var markaðssett á töfluformi í október á síðasta ári. Einnig er það fáanlegt sem krem sem er einungis ætlað til notkunar útvortis á húð til meðferðar við bólum og þrymlum sem fylgja húðsjúkdómnum rósroða. Ávísun kremsins er bundin við sérfræðinga í húðsjúkdómum. Fréttastofa ræddi lyfið við Margréti og Rúnu Hauksdóttur Hvannberg, forstjóra Lyfjastofnunar í kvöldfréttum Stöðvar 2: Margrét segir það ekki þannig að hún sjálf sé að selja lyfið innanlands. „Þú getur beðið vissa lækna um þetta og fengið uppáskrift. En eins og ég segi það er svolítið dýrt. En þú getur fengið þetta bara í gegn um apótek. En það er eins og ég segi... þú verður að tala við réttu læknana því það eru margir ennþá eitthvað skeptískir og eru að reyna að loka á þetta,“ segir hún. Lyfjastofnun kærði heimilislækni til lögreglu vegna dreifingar á lyfinu í byrjun síðasta árs. Þá áréttuðu Lyfjastofnun og embætti landlæknis, í ágúst síðastliðnum, að lyfið Soolantra (ivermektín) væri einungis notað til útvortis notkunar á húð, en ekki til inntöku. Stofnanirnar höfðu fengið áreiðanlegar upplýsingar um að sjúklingar með COVID-19 hafi tekið lyfið um munn og rökstuddan grun um að það hafi haft alvarlegar aukaverkanir í för með sér. Gengur kaupum og sölum á svörtum markaði Margrét segir einnig að svartur markaður á lyfinu sé til staðar á landinu. „Já, já. Það eru líka einhverjir sem hafa bara náð að koma með þetta með sér erlendis frá og panta þetta í sumum tilvikum. Það sleppur svona stundum í gegn um tollinn,“ segir hún. Engar rannsóknir sem bendi til að lyfið virki Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, bendir á að Lyfjastofnun Evrópu, Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segi öll að engar niðurstöður rannsókna bendi til þess að Ivermektín gagnist á fyrirbyggjandi hátt við Covid-19. Þá segir hún eitt lyf hafa markaðsleyfi hér á landi sem innihaldi Ivermektín. Það sé notað við ormum og kláðamaur. „Læknum er að sjálfsögðu heimilt að ávísa utan ábendinga, og gera það þá á sína ábyrgð. Fólk verður bara að vita það að lyfið er ekki ætlað til meðhöndlunar á Covid eða fyrirbyggingjandi,“ segir hún. Þá segir hún að einungis megi afhenda umrætt lyf gegn lyfseðli og að fólk megi flytja það inn hafi það lyfseðil sem gildir innan EES-svæðisins. Aðrar leiðir til að útvega lyfið séu ólöglegar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Erlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Sjá meira
Það vakti athygli í dag þegar Margrét Friðriksdóttir tilkynnti það í pistli sínum að hún hefði undanfarið aðstoðað fólk í kring um sig við að næla sér í lyfið Ivermektín. Lyfið hefur markaðsleyfi og var markaðssett á töfluformi í október á síðasta ári. Einnig er það fáanlegt sem krem sem er einungis ætlað til notkunar útvortis á húð til meðferðar við bólum og þrymlum sem fylgja húðsjúkdómnum rósroða. Ávísun kremsins er bundin við sérfræðinga í húðsjúkdómum. Fréttastofa ræddi lyfið við Margréti og Rúnu Hauksdóttur Hvannberg, forstjóra Lyfjastofnunar í kvöldfréttum Stöðvar 2: Margrét segir það ekki þannig að hún sjálf sé að selja lyfið innanlands. „Þú getur beðið vissa lækna um þetta og fengið uppáskrift. En eins og ég segi það er svolítið dýrt. En þú getur fengið þetta bara í gegn um apótek. En það er eins og ég segi... þú verður að tala við réttu læknana því það eru margir ennþá eitthvað skeptískir og eru að reyna að loka á þetta,“ segir hún. Lyfjastofnun kærði heimilislækni til lögreglu vegna dreifingar á lyfinu í byrjun síðasta árs. Þá áréttuðu Lyfjastofnun og embætti landlæknis, í ágúst síðastliðnum, að lyfið Soolantra (ivermektín) væri einungis notað til útvortis notkunar á húð, en ekki til inntöku. Stofnanirnar höfðu fengið áreiðanlegar upplýsingar um að sjúklingar með COVID-19 hafi tekið lyfið um munn og rökstuddan grun um að það hafi haft alvarlegar aukaverkanir í för með sér. Gengur kaupum og sölum á svörtum markaði Margrét segir einnig að svartur markaður á lyfinu sé til staðar á landinu. „Já, já. Það eru líka einhverjir sem hafa bara náð að koma með þetta með sér erlendis frá og panta þetta í sumum tilvikum. Það sleppur svona stundum í gegn um tollinn,“ segir hún. Engar rannsóknir sem bendi til að lyfið virki Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, bendir á að Lyfjastofnun Evrópu, Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segi öll að engar niðurstöður rannsókna bendi til þess að Ivermektín gagnist á fyrirbyggjandi hátt við Covid-19. Þá segir hún eitt lyf hafa markaðsleyfi hér á landi sem innihaldi Ivermektín. Það sé notað við ormum og kláðamaur. „Læknum er að sjálfsögðu heimilt að ávísa utan ábendinga, og gera það þá á sína ábyrgð. Fólk verður bara að vita það að lyfið er ekki ætlað til meðhöndlunar á Covid eða fyrirbyggingjandi,“ segir hún. Þá segir hún að einungis megi afhenda umrætt lyf gegn lyfseðli og að fólk megi flytja það inn hafi það lyfseðil sem gildir innan EES-svæðisins. Aðrar leiðir til að útvega lyfið séu ólöglegar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Erlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Sjá meira