Andlát

Fréttamynd

Law & Order stjarna fallin frá

Leikarinn og grínistinn Richard Belzer er látinn. Belzer, sem var 78 ára gamall var þekktastur fyrir að leika rannsóknarlögreglumanninn John Munch í Homicide: Life on the Street og Law & Order: SVU þáttunum um árabil. Hann lést á heimili sínu í Frakklandi í morgun.

Lífið
Fréttamynd

Atsu fannst látinn í rústum

Ganverski knattspyrnumaðurinn Christian Atsu hefur fundist látinn í rústum heimilis síns í Tyrklandi. Hans hafði verið saknað frá því að jarðskjálfti skók stóran hluta Tyrklands og Sýrlands þann 6. febrúar síðastliðinn. 

Fótbolti
Fréttamynd

Jón Hjartar­son er látinn

Jón Hjartarson, fyrrverandi skólastjóri á Kirkjubæjarklaustri, fræðslustjóri Suðurlands, forstöðumaður skólaskrifstofu Suðurlands og framkvæmdastjóri Fræðslunets Suðurlands er látinn. Hann lést síðastliðinn sunnudag, 78 ára að aldri.

Innlent
Fréttamynd

NYPD Blue barnastjarna látin

Fyrrverandi barnastjarnan Austin Majors er látinn, 27 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Theo Sipowicz í ABC þáttunum NYPD Blue sem voru sýndir á Stöð 2 í nokkur ár. 

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Liðsmaður De La Soul látinn

Bandaríski tónlistarmaðurinn David Jolicoeur, einnig þekktur sem Trugoy the Dove, er látinn, 54 ára að aldri. Hann var liðsmaður hiphop-sveitarinnar De La Soul.

Lífið
Fréttamynd

Arne Treholt látinn

Norski njósnarinn Arne Treholt er látinn, áttatíu ára gamall. Hann lést á heimili sínu á Moskvu þar sem hann hefur verið búsettur síðustu ár. Hann lætur eftir sig son og tvö barnabörn.

Erlent
Fréttamynd

Burt Bacharach látinn

Bandaríski tónlistarmaðurinn og Óskarsverðlaunahafinn Burt Freeman Bacharach er látinn, 94 ára að aldri. 

Lífið
Fréttamynd

Pervez Musharraf er látinn

Pervez Musharraf, fyrrverandi forseti Pakistan, er látinn, 79 ára að aldri. Hann hafði verið að glíma við veikindi í nokkur ár og bjó síðustu ár lífs síns í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem hann sótti læknisþjónustu. 

Erlent
Fréttamynd

Paco Rabanne er látinn

Hönnuðurinn og ilmvatnsframleiðandinn Paco Rabanne er látinn, 88 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir „1 Million“ rakspírann.

Lífið
Fréttamynd

Hertha Wendel fallin frá

Hertha Wendel Jónsdóttir, fyrr­verandi framkvæmdastjóri Barnaspítala Hringsins, lést 26. janúar síðastliðinn á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut, 86 ára að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum.

Innlent
Fréttamynd

Guðni A. Jóhannes­son er látinn

Dr. Guðni A. Jó­hann­es­son, fyrrverandi orkumálastjóri, lést á Landskotsspítala í gær, 71 árs að aldri. Banamein hans var krabbamein. Hann gegndi embætti orkumálastjóra á árunum 2008 til 2021.

Innlent
Fréttamynd

Fyrr­verandi heims­meistari annar þeirra látnu

Kyle Smaine, fyrrverandi heimsmeistari í skíðum í hálfpípu (e. half-pipe), er annar þeirra sem létust í snjóflóði í Nagano-héraði í Japan í gær. Smaine var 31 árs gamall og hafði ekki keppt í skíðaíþróttum í fimm ár. 

Erlent
Fréttamynd

Ritt Bjer­rega­ard er látin

Danska stjórnmálakonan Ritt Bjerregaard, sem meðal annars gegndi embætti ráðherra, yfirborgarstjóra í Kaupmannahöfn og framkvæmdastjóra í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, er látin, 81 árs að aldri.

Erlent
Fréttamynd

Elsta manneskja heims er látin

Systir Andre, frönsk nunna sem tók á síðasta ári við titlinum „elsta manneskja heims“, er látin. Hún var 118 ára gömul og hefði orðið 119 í næsta mánuði.

Erlent