Landbúnaður

Fréttamynd

Eru ungir bændur í SÉR-flokki?

Uppáhalds amma mín og ein merkilegasta og kærleiksríkasta kona sem ég hef umgengist um ævina var mikill Framsóknarmaður. Hún var fædd á Sléttu í Fljótum í Skagafirði, dóttir hreppstjórans í sveitinni og amma Óla Jó kenndi henni að lesa.

Skoðun
Fréttamynd

Getur einka­aðili samið við ríkið um að hækka skatta á keppi­nautum sínum?

Félag atvinnurekenda hefur sent Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra erindi og krafizt aðildar að endurskoðun búvörusamninga hvað tollamál varðar. FA bendir á að láti ráðherra undan kröfum Bændasamtaka Íslands um að hækka tolla á innfluttum búvörum sé ráðherra að taka stjórnvaldsákvörðun sem væri íþyngjandi fyrir matvöruinnflytjendur, félagsmenn FA.

Skoðun
Fréttamynd

Á­fram verði „stórt gat“ í rekstri fjöl­margra bænda

Samtök ungra bænda segja aðgerðir ráðherra til að mæta efnahagsvanda bænda ekki nægjanlegar. Í yfirlýsingu fagna samtökin aðgerðunum en segja að þótt þeim væri öllum hrint í framkvæmd sé ljóst að „áfram verði stórt gat í rekstri fjölmargra bænda“. Bændasamtökin taka undir þetta.

Innlent
Fréttamynd

Á­fengi úr ís­lenskri mjólk á Sauð­ár­króki

Íslenskri mjólk er nú breytt að hluta til í áfengi hjá Íslensku mysuafurðum á Sauðárkróki, sem er að framleiða etanól úr mjólkursykrinum. Ekki stendur þó til að fara að framleiða áfengi til sölu að svo stöddu en sá tímapunktur gæti þó komið fyrr en varir.

Innlent
Fréttamynd

Forystuærin Flug­freyja í upp­á­haldi hjá Guðna

Forystuærin Flugfreyja er í miklu uppáhaldi hjá Guðna Ágústssyni, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, sem á hana. Flugfreyja á þrjú lömb, sem bera öll nöfn bresku konungsfjölskyldunnar eða Karl, Camilla og Díana. Fréttamaður hitti Guðna og forystuféð hans í fjárhúsi í Flóanum.

Innlent
Fréttamynd

Hrútaskráin lesin í eld­húsinu, rúminu og á salerninu

Bændur landsins, ekki síst sauðfjárbændur brosa breitt þessa dagana því uppáhalds ritið þeirra, Hrútaskráin er komin út en þar er yfirlit yfir bestu hrúta landsins, sem verða á sauðfjársæðingarstöðvum nú þegar fengitíminn fer að byrja. Hrúturinn Hreinn verður eflaust vinsælastur en hann er fyrsti arfhreini hrúturinn gegn riðu á sæðingarstöð.

Lífið
Fréttamynd

Ljósin eru að slökkna

Ég er nú vanur að berja mér á brjóst og sigra heiminn sama hvað á gengur. En nú er fokið í flest skjól. Konungur fuglanna, örninn hefur verið mitt tákn og drifkraftur í gegnum lífið sem bóndi og hefur það dugað þar til núna, því búið er að klippa af mér flugfjaðrirnar og klærnar.

Skoðun
Fréttamynd

„Í orðsins fyllstu merkingu dýraníð“

Þýsk og svissnesk dýraverndarsamtök segja fylfullar hryssur undir miklu álagi og enn sæta ofbeldi þegar tekið er úr þeim blóð. Inga Sæland hefur lagt fram bann við blómerahaldi í fjórða sinn, en segist vonast til þess að ný reglugerð ESB verði til þess að það verði í síðasta sinn. 

Innlent
Fréttamynd

Gamla fjárréttin í Ólafs­vík hefur verið endurhlaðin

Guðrún Tryggvadóttir í Ólafsvík lætur ekki deigan síga þegar kemur að endurhleðslu fjárréttanna á staðnum því hún hefur stýrt þar átaksverkefni við að gera réttina upp með því að endurhlaða hana úr grjóti. Guðrún hvetur bæjarbúa að taka að sér einn og einn dilk í réttinni til að sjá um þannig að sómi verði af.

Innlent
Fréttamynd

Það er raun­hæft að út­rýma riðu á Ís­landi

Yfirdýralæknir segir það vel raunhæfan möguleika að Ísland verði riðulaust land, ekki síst vegna ræktunar á verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé. Lagt er til í nýrri skýrslu til matvælaráðherra að gefin verði út sameiginleg landsáætlun stjórnvalda, Matvælastofnunar og bænda um riðuveikilaust Ísland.

Innlent
Fréttamynd

12 milljarðar = fæðu­öryggi tryggt

Undirritaður sat afar kröftugan og upplýsandi baráttufund Samtaka ungra bænda sem haldinn var í Salnum í Kópavogi þann 26. október sl. Ég vil byrja á að hrósa ungum bændum fyrir framkvæmd fundarins á allan hátt og hve framsögur þeirra sem fram komu voru vandaðar og málefnalega sett fram. Framtíðin er björt með þetta frambærilega fólk í stafni íslensk landbúnaðar og íslensk samfélags.

Skoðun
Fréttamynd

Í sveita síns and­lits

Bændur og samtök þeirra hafa að undanförnu dregið upp skýra mynd af óviðunandi afkomu stéttarinnar og erfiðleikum sem að steðja. Ástæðurnar eru nokkrar en einna helst er vikið að háu vaxtastigi og verðhækkunum á aðföngum.

Skoðun
Fréttamynd

Riða greindist í kind í Húna­þingi vestra

Kind frá bænum Stórhóli í Húnaþingi vestra greindist með riðu í nýlegri sýnatöku. Matvælastofnun er byrjuð að undirbúa aðgerðir þar sem faraldsfræðilegum upplýsingum verður safnað og áhersla lögð á að rekja hvert kindur af bænum hafa verið fluttar.

Innlent
Fréttamynd

Líf eða dauði ungra bænda

Í gær var haldinn baráttufundur Samtaka ungra bænda í Salnum í Kópavogi. Því miður var tilefnið ærið og erindið var við ráðamenn þjóðarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

„Það er engin fram­tíð í þessu“

Það stefnir í fjöldagjaldþrot hjá bændum ef starfsumhverfi þeirra verður ekki bætt. Þetta segir ungur bóndi sem er á barmi þess að hætta búskap þar sem launagreiðslur séu nánast engar vegna hækkandi vaxta og álagna. 

Innlent
Fréttamynd

Leiður, von­lítill og þreyttur bóndi

Þórólfur Ómar Óskarsson, ungur kúabóndi í Grænuhlíð í Eyjafirði, fór ófögrum orðum um núverandi rekstrarumhverfi bændastéttarinnar í ræðu sem hann flutti á baráttufundi Samtaka ungra bænda í Kópavogi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Baráttufundur ungra bænda

Samtök ungra bænda efna til baráttufundar í Salnum í Kópavogi í dag. Þar munu átta ungir bændur taka til máls og þrír gestafyrirlesarar auk þess sem málin verða rædd í pallborði með þáttöku gesta í sal. Von er á ráðherrum og þingmönnum.

Innlent
Fréttamynd

Við þurfum öfluga bændur!

Eftir á annan tug stýrivaxtahækkana er farið að reyna verulega á fjárhaginn hjá mörgum íbúum og rekstraraðilum á Íslandi. Bændur landsins virðast vera „Kanarífuglinn í kolanámunni“ og eru margir þeirra orðnir algjörlega uppgefnir á stöðunni og farnir að tala um að hætta rekstri. 

Skoðun
Fréttamynd

Fæðuöryggi á krossgötum

Íslenskur landbúnaður, matarkista þjóðarinnar stendur um margt á krossgötum. Hann hefur gengið í gegnum miklar breytingar á undanförnum áratugum. Tæknibylting hefur gjörbreytt framleiðslu aðstæðum, ekki síst vegna aukinna krafna um aðbúnað dýra og eins kröfu markaðarins um lægra verð á matvælum.

Skoðun