Hefur áhyggjur af nýfæddum lömbum á Höfða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. maí 2024 13:49 Sigríður Inga Sigurjónsdóttir starfar bæði sem dýralæknir á Ísafirði og í Hafnarfirði. Dýralæknir sem kannaði aðstæður á sauðfjárbúi í Borgarfirði sem MAST fylgist sérstaklega með segir aðbúnað nokkurra dýra þar óviðunandi. Hún gagnrýnir að slíkt eigi sér stað á sama tíma og stofnunin segist vera að sinna skyldum sínum í málinu. Fréttastofa hefur undanfarið fylgst með aðbúnaði sauðfjár á bænum Höfða í Borgarfirði en mikið hefur verið fjallað um að ekki sé gætt að velferð dýranna á bænum. Settur yfirdýralæknir sagði í fréttum Bylgjunnar í gær að stofnunin hefði farið fram á úrbætur á búinu og fylgst væri með ástandi skepnanna þar. Hins vegar hefði það verið ýkt að nokkru í opinberri umræðu. Sigríður Inga Sigurjónsdóttir dýralæknir segist hafa í gær keyrt meðfram hólfum sem kindurnar á bænum eru í. Sér hafi ekki litist á ástandið á nokkrum þeirra þar. „Það eru þarna kindur út um allt á svolítið stóru svæði og það eru lömb þarna sem eru að fæðast úti, og það er ekki hlýtt. Tveggja stiga hiti. Annað lamb sem var greinilega viðskila við móður sína sem jarmaði bara eitt í girðingu. Það var enginn að passa upp á það að finna hvar mamman væri. Svo eru líka á þriðja tug hrafna að fljúga þarna og þú getur ímyndað þér hvað þau þurfa að hafa lítið fyrir fæðunni. Mér fannst þetta bara ömurlegt.“ Hún telur MAST ekki taka nógu ákveðið á málinu. „Ég er ekki sammála kollega mínum honum Þorvaldi um að þetta væri ekki svo slæmt. Ég er ekki sammála því. Auðvitað er fullt af kindum þarna sem er allt í lagi með og eru komnar með lömb á legg. En hvernig var þetta þegar þau voru að fæðast úti fyrir tveimur til þremur vikum? Þetta hafa ekki verið hlýjustu apríl og maímánuðir.“ Borgarbyggð Dýraheilbrigði Landbúnaður Tengdar fréttir Sauð upp úr milli bónda og dýraverndunarsinna Lögreglan var kölluð til þegar upp úr sauð milli dýraverndunarsinna og ábúenda á sveitabæ í Borgarfirði í gær. Dýraverndarsinnar fóru með hey til til kindanna og ábúandi kom og ógnaði þeim með spjóti. Mikið hefur verið fjallað um slæman aðbúnað sauðfjár á bænum síðustu daga. 11. maí 2024 15:33 Fylgjast grannt með gangi mála Matvælastofnun hefur á undanförnum mánuðum haft afskipti af sauðfjárbúskap á bæ í Borgarfirði, sem gera má ráð fyrir að sé Höfði í Þverárhlíð. Mikil umræða hefur verið um slæman aðbúnað sauðfjár á bænum Höfða í Þverárhlíð á samfélagsmiðlum og í fréttum síðustu vikur. 8. maí 2024 21:48 „Ég hafna því að við séum ekki að sinna velferð dýra á þessum bæ” Forstjóri Matvælastofnunar segir stofnunina ekki sofandi á verðinum og að þau séu að sinna velferð dýra á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarbyggð. Stofnunin sé með stöðugt eftirlit á bænum og aðstæður dýranna ekki þannig að þau séu í lífshættu. Von er á yfirlýsingu frá MAST um málið í dag. 8. maí 2024 16:07 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Fréttastofa hefur undanfarið fylgst með aðbúnaði sauðfjár á bænum Höfða í Borgarfirði en mikið hefur verið fjallað um að ekki sé gætt að velferð dýranna á bænum. Settur yfirdýralæknir sagði í fréttum Bylgjunnar í gær að stofnunin hefði farið fram á úrbætur á búinu og fylgst væri með ástandi skepnanna þar. Hins vegar hefði það verið ýkt að nokkru í opinberri umræðu. Sigríður Inga Sigurjónsdóttir dýralæknir segist hafa í gær keyrt meðfram hólfum sem kindurnar á bænum eru í. Sér hafi ekki litist á ástandið á nokkrum þeirra þar. „Það eru þarna kindur út um allt á svolítið stóru svæði og það eru lömb þarna sem eru að fæðast úti, og það er ekki hlýtt. Tveggja stiga hiti. Annað lamb sem var greinilega viðskila við móður sína sem jarmaði bara eitt í girðingu. Það var enginn að passa upp á það að finna hvar mamman væri. Svo eru líka á þriðja tug hrafna að fljúga þarna og þú getur ímyndað þér hvað þau þurfa að hafa lítið fyrir fæðunni. Mér fannst þetta bara ömurlegt.“ Hún telur MAST ekki taka nógu ákveðið á málinu. „Ég er ekki sammála kollega mínum honum Þorvaldi um að þetta væri ekki svo slæmt. Ég er ekki sammála því. Auðvitað er fullt af kindum þarna sem er allt í lagi með og eru komnar með lömb á legg. En hvernig var þetta þegar þau voru að fæðast úti fyrir tveimur til þremur vikum? Þetta hafa ekki verið hlýjustu apríl og maímánuðir.“
Borgarbyggð Dýraheilbrigði Landbúnaður Tengdar fréttir Sauð upp úr milli bónda og dýraverndunarsinna Lögreglan var kölluð til þegar upp úr sauð milli dýraverndunarsinna og ábúenda á sveitabæ í Borgarfirði í gær. Dýraverndarsinnar fóru með hey til til kindanna og ábúandi kom og ógnaði þeim með spjóti. Mikið hefur verið fjallað um slæman aðbúnað sauðfjár á bænum síðustu daga. 11. maí 2024 15:33 Fylgjast grannt með gangi mála Matvælastofnun hefur á undanförnum mánuðum haft afskipti af sauðfjárbúskap á bæ í Borgarfirði, sem gera má ráð fyrir að sé Höfði í Þverárhlíð. Mikil umræða hefur verið um slæman aðbúnað sauðfjár á bænum Höfða í Þverárhlíð á samfélagsmiðlum og í fréttum síðustu vikur. 8. maí 2024 21:48 „Ég hafna því að við séum ekki að sinna velferð dýra á þessum bæ” Forstjóri Matvælastofnunar segir stofnunina ekki sofandi á verðinum og að þau séu að sinna velferð dýra á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarbyggð. Stofnunin sé með stöðugt eftirlit á bænum og aðstæður dýranna ekki þannig að þau séu í lífshættu. Von er á yfirlýsingu frá MAST um málið í dag. 8. maí 2024 16:07 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Sauð upp úr milli bónda og dýraverndunarsinna Lögreglan var kölluð til þegar upp úr sauð milli dýraverndunarsinna og ábúenda á sveitabæ í Borgarfirði í gær. Dýraverndarsinnar fóru með hey til til kindanna og ábúandi kom og ógnaði þeim með spjóti. Mikið hefur verið fjallað um slæman aðbúnað sauðfjár á bænum síðustu daga. 11. maí 2024 15:33
Fylgjast grannt með gangi mála Matvælastofnun hefur á undanförnum mánuðum haft afskipti af sauðfjárbúskap á bæ í Borgarfirði, sem gera má ráð fyrir að sé Höfði í Þverárhlíð. Mikil umræða hefur verið um slæman aðbúnað sauðfjár á bænum Höfða í Þverárhlíð á samfélagsmiðlum og í fréttum síðustu vikur. 8. maí 2024 21:48
„Ég hafna því að við séum ekki að sinna velferð dýra á þessum bæ” Forstjóri Matvælastofnunar segir stofnunina ekki sofandi á verðinum og að þau séu að sinna velferð dýra á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarbyggð. Stofnunin sé með stöðugt eftirlit á bænum og aðstæður dýranna ekki þannig að þau séu í lífshættu. Von er á yfirlýsingu frá MAST um málið í dag. 8. maí 2024 16:07