Augljóslega þurfi að aðstoða bændur Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. júní 2024 12:01 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók við sem matvælaráðherra í apríl í ráðherrakapal vegna brotthvarfs Katrínar Jakobsdóttur úr stóli forsætisráðherra. Vísir/vilhelm Matvælaráðherra segir augljóst að stjórnvöld þurfi að grípa inn í aðstæður bænda sem nú berjast margir í bökkum vegna kuldatíðar. Veita þurfi þeim stuðning með einhverjum hætti í gegnum bjargráðasjóð. Óvenjuleg kuldatíð hefur verið á Norðurlandi þar sem ýmist gular eða appelsínugular viðvaranir hafa verið í gildi og snjóþungi víða. Bændur þreyttir Veðurfarið hefur víðtæk áhrif á bændur að sögn formanns bændasamtakanna sem segir ræktarlönd í ákveðinni hættu auk þess sem búpeningur hefur það skítt í óveðrinu. „Það eru allir að gera allt sem þeir geta til að lágmarka tjón og skaða sem verður af þessu en þetta er bara svo fordæmalaust veður sem er að ganga yfir að aðstæður eru orðnar mjög erfiðar og krefjandi, langvinnar og bændur eru einfaldlega orðnir mjög þreyttir,“ segir Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtakanna. Trausti Hjálmarsson hefur áhyggjur af bændum, ræktarlandi og gripum í kuldanum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hann segir ómögulegt að segja til um umfang tjónsins og áhrif ótíðarinnar sem verði ekki ljós fyrr en síðar í sumar. Matvælaráðherra tók aðstæður bænda fyrir á ríkisstjórnarfundi í morgun. „Bæði vegna kaltjónsins sem orðið er og verið er að reyna að ná utan um þar sem augljóslega þarf að grípa inn í í gegnum bjargráðasjóð, það held ég að liggi alveg fyrir,“ segir Bjarkey Olsen. Matvælaráðuneytið, Bændasamtökin, Almannavarnir og Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins settu í gær á fót starfshóp sem ætlað er að meta tjón bænda og taka utan um aðstæður þeirra. „Þannig að við reynum að grípa utan um fólkið sem á mjög erfiðan tíma núna ekki síst vegna vetrarhörkunnar. Nýkomið úr sauðburði og annað slíkt þannig fólk er dálítið uppgefið og mér finnst tilhlýðilegt að við reynum að grípa utan um þau. Vinnuhópurinn er að funda akkúrat núna á meðan við erum að tala saman.“ Trausti hvetur bændur til að leita sér aðstoðar þurfi þeir á henni að halda eða viti um einhvern í vanda. „Það er 112 og viðbragð fer í gang hjá Almannavörnum.“ Landbúnaður Matvælaframleiðsla Veður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Vonda veðrið kemur á versta tíma fyrir hryssur Matvælastofnun segir að hrossabændur verði að fylgjast vel með hestunum sínum í vetrarverðinu sem skollið er á í sumarmánuðinum júní. Veðrið komi á versta tíma þar sem hryssur séu að fara að fæða. 5. júní 2024 14:25 Hvetur bændur til að forða fé frá aftakaveðri Karólína Elísabetardóttir, bóndi í Hvammshlíð í Skagabyggð, hvetur bændur í Skagabyggð til að sækja fé til fjalla, áður en væntanlegt aftakaveður brestur á. 3. júní 2024 22:33 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Óvenjuleg kuldatíð hefur verið á Norðurlandi þar sem ýmist gular eða appelsínugular viðvaranir hafa verið í gildi og snjóþungi víða. Bændur þreyttir Veðurfarið hefur víðtæk áhrif á bændur að sögn formanns bændasamtakanna sem segir ræktarlönd í ákveðinni hættu auk þess sem búpeningur hefur það skítt í óveðrinu. „Það eru allir að gera allt sem þeir geta til að lágmarka tjón og skaða sem verður af þessu en þetta er bara svo fordæmalaust veður sem er að ganga yfir að aðstæður eru orðnar mjög erfiðar og krefjandi, langvinnar og bændur eru einfaldlega orðnir mjög þreyttir,“ segir Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtakanna. Trausti Hjálmarsson hefur áhyggjur af bændum, ræktarlandi og gripum í kuldanum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hann segir ómögulegt að segja til um umfang tjónsins og áhrif ótíðarinnar sem verði ekki ljós fyrr en síðar í sumar. Matvælaráðherra tók aðstæður bænda fyrir á ríkisstjórnarfundi í morgun. „Bæði vegna kaltjónsins sem orðið er og verið er að reyna að ná utan um þar sem augljóslega þarf að grípa inn í í gegnum bjargráðasjóð, það held ég að liggi alveg fyrir,“ segir Bjarkey Olsen. Matvælaráðuneytið, Bændasamtökin, Almannavarnir og Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins settu í gær á fót starfshóp sem ætlað er að meta tjón bænda og taka utan um aðstæður þeirra. „Þannig að við reynum að grípa utan um fólkið sem á mjög erfiðan tíma núna ekki síst vegna vetrarhörkunnar. Nýkomið úr sauðburði og annað slíkt þannig fólk er dálítið uppgefið og mér finnst tilhlýðilegt að við reynum að grípa utan um þau. Vinnuhópurinn er að funda akkúrat núna á meðan við erum að tala saman.“ Trausti hvetur bændur til að leita sér aðstoðar þurfi þeir á henni að halda eða viti um einhvern í vanda. „Það er 112 og viðbragð fer í gang hjá Almannavörnum.“
Landbúnaður Matvælaframleiðsla Veður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Vonda veðrið kemur á versta tíma fyrir hryssur Matvælastofnun segir að hrossabændur verði að fylgjast vel með hestunum sínum í vetrarverðinu sem skollið er á í sumarmánuðinum júní. Veðrið komi á versta tíma þar sem hryssur séu að fara að fæða. 5. júní 2024 14:25 Hvetur bændur til að forða fé frá aftakaveðri Karólína Elísabetardóttir, bóndi í Hvammshlíð í Skagabyggð, hvetur bændur í Skagabyggð til að sækja fé til fjalla, áður en væntanlegt aftakaveður brestur á. 3. júní 2024 22:33 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Vonda veðrið kemur á versta tíma fyrir hryssur Matvælastofnun segir að hrossabændur verði að fylgjast vel með hestunum sínum í vetrarverðinu sem skollið er á í sumarmánuðinum júní. Veðrið komi á versta tíma þar sem hryssur séu að fara að fæða. 5. júní 2024 14:25
Hvetur bændur til að forða fé frá aftakaveðri Karólína Elísabetardóttir, bóndi í Hvammshlíð í Skagabyggð, hvetur bændur í Skagabyggð til að sækja fé til fjalla, áður en væntanlegt aftakaveður brestur á. 3. júní 2024 22:33
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent