Icelandair

Fréttamynd

Hluta­bréfa­verð Icelandair hækkar með viðsnúningi í farþega­fluginu til Ís­lands

Eftir stöðugan samdrátt í ferðum til Íslands undanfarna mánuði varð viðsnúningur í október þegar markaðurinn tók við sér og Icelandair flutti fleiri farþega til landsins en á sama tíma fyrir ári. Hlutabréfaverð Icelandair hefur hækkað skarpt eftir birtingu á nýjum farþegatölum í morgun en samdráttur í farþegaflugi til Íslands á árinu hefur haft neikvæð áhrif á einingatekjur félagsins.

Innherji
Fréttamynd

Aukning í ferða­lögum til landsins

Icelandair flutti 409 þúsund farþega í október, 12 prósent fleiri en á sama tíma í fyrra. Þar af voru 35 prósent á leið til Íslands, 17 prósent frá Íslandi, 42 prósent ferðuðust um Ísland og 6 prósent innan Íslands. Eftirspurn eftir ferðum til Íslands hefur aukist á nýjan leik eftir minni eftirspurn mánuðina á undan.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Telur að aukið vægi tengi­flugs muni setja þrýsting á EBIT-hlut­fall Icelandair

Þótt sumt vinni með flugfélögunum til skamms tíma, eins og meðal annars lækkandi þotueldsneytisverð, er meiri óvissa um langtímahorfurnar vegna launahækkana og lakari samkeppnisstöðu Íslands, að mati greinanda, sem tekur nokkuð niður verðmat sitt á Icelandair. Útlit er fyrir bætta afkomu á komandi árum, einkum með nýjum og sparneytnari þotum, en aukið vægi tengiflugs þýðir að langtímamarkmið flugfélagsins um átta prósenta EBIT-hlutfall er ekki innan seilingar.

Innherji
Fréttamynd

Sam­keppni eykst í Græn­lands­flugi

Skandinavíska flugfélagið SAS hefur tilkynnt um að það hefji áætlunarflug milli Danmerkur og Grænlands á ný eftir tveggja áratuga hlé. SAS hyggst fljúga þrisvar í viku yfir sumartímann milli Kaupmannahafnar og Nuuk og verður fyrsta flugið þann 27. júní næstkomandi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Play – hags­muna­mál heimilanna?

Ráðgjafanum brá í brún þegar bóka átti skíðafrí fjölskyldunnar þetta árið. Sama flug og í fyrra, bókað á sama árstíma en ríflega tvöfalt dýrara. Ástæðan er einföld – breytingar á leiðarkerfi Play sem valda því að Icelandair situr eitt að mörgum af helstu skíðaleggjum Evrópu.

Innherji
Fréttamynd

Dagurinn þegar fyrsta þotan lenti í Reykja­vík

Það var ekki Boeing 727-þotan Gullfaxi sem varð fyrsta þotan til að lenda á Reykjavíkurflugvelli sumarið 1967. Sex árum áður hafði nefnilega önnur farþegaþota orðið fyrri til að lenda á flugvelli höfuðborgarinnar. Sú var ekki bandarísk heldur frönsk.

Innlent
Fréttamynd

Af­koma Icelandair var vel undir spám grein­enda og gengið lækkaði skarpt

Minni eftirspurn á markaðnum til Íslands og lægri meðalfargjöld á flugi yfir Atlantshafið veldur því að rekstrarhagnaður Icelandair af farþegafluginu hefur skroppið saman um tæplega níutíu prósent á fyrstu níu mánuðum ársins. Uppgjör Icelandair fyrir þriðja fjórðung var nokkuð undir væntingum greinenda og fjárfesta en félagið sér fram á verulega bætta afkomu á næsta fjórðungi miðað við sama tíma í fyrra og horfurnar fyrir 2025 séu góðar samhliða því að sumir keppinautar eru að draga saman seglin.

Innherji
Fréttamynd

Semja við flug­fé­lög í Fær­eyjum og á Græn­landi

Icelandair skrifaði undir tvo samstarfssamninga um sammerkt flug á Hringborði Norðurslóða í dag, við Air Greenland og færeyska flugfélagið Atlantic Airways. Með þessum samningum geta félögin boðið öflugar tengingar milli Grænlands og Færeyja annars vegar og Norður-Ameríku og Evrópu hins vegar, í einum flugmiða í gegnum Ísland.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þú finnur Ís­lendinga út um allan heim í fluginu

„Þetta er dálítið magnað hvað þú rekst á Íslendinga víða í þessum alþjóðlega flugrekstri. Þeir eru eiginlega út um allt. Þú rekst á Íslendinga ótrúlega víða,“ segir Baldvin Már Hermannsson, forstjóri Air Atlanta.

Innlent
Fréttamynd

Flug­freyjurnar segjast eiga sinn þátt í flugævintýrinu

Fyrrverandi flugfreyjur, sem voru fyrsta kynslóðin sem gerðu starfið að ævistarfi, segjast ekki síður en karlarnir hafa átt þátt í að skapa íslenska flugævintýrið. Í þættinum Flugþjóðin er rætt við fjölda núverandi og fyrrverandi starfsmanna úr fluggeiranum.

Innlent
Fréttamynd

Icelandair fyrsta samstarfsflugfélag banda­rísks risa

Icelandair og bandaríska flugfélagið Southwest hafa undirritað viljayfirlýsingu um að hefja samstarf á árinu 2025. Samstarfið mun gefa viðskiptavinum tækifæri á þægilegum tengingum á milli leiðakerfa flugfélaganna tveggja. Icelandair verður þar með fyrsta samstarfsflugfélag Southwest.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segir á­kvörðun um kæru fyrir nauðgun tekna fyrir and­lát flug­manns

Lögmaður sem gætir hagsmuna fimm kvenna segir hafa legið fyrir að kæra ætti fyrir nauðgun áður en flugmaður og meintur gerandi svipti sig lífi. Kæran hafi verið formlega lögð fram eftir andlát mannsins. Maðurinn lést 25. ágúst en kæra var formlega lögð fram 28. ágúst. Í millitíðinni leituðu foreldrar flugmannsins á náðir Vilhjálms og báðu hann um að gæta hagsmuna sonar síns. Vilhjálmur gætti þá þegar hagsmuna konunnar sem sakar hinn látna um nauðgun.

Innlent
Fréttamynd

Skyldur vinnu­veit­enda gífur­legar í erfiðum málum

„Varðandi MeToo-umræðuna. Að mörgu leyti hefur regluverkið ekki mikið breyst í gegnum tíðina. Kannski hefur verið skerpt aðeins á því hvað telst einelti og hvað er ofbeldi og slíkt en fyrirtækin eru að taka þetta miklu miklu fastari tökum og miklu meira formfast og rannsaka þetta með skipulögðum hætti. Málin eru bara svo flókin, það er engin ein leið rétt.“

Innlent
Fréttamynd

Icelandair þurfi að kannast við reglur réttar­ríkisins

Hæstaréttarlögmaður segir samfélagið þurfa að spyrja sig áleitinna spurninga þegar kemur að kynferðisbrotamálum, og hvort líta eigi svo á að menn teljist sekir þar til annað kemur í ljós. Þar séu stórfyrirtæki á borð við Icelandair ekki undanskilin. Hann rifjar upp mál manns sem hann aðstoðaði, sem var vikið úr starfi hjá fyrirtækinu vegna ásakana, en mál hans síðan fellt niður. 

Innlent
Fréttamynd

Hver er á­byrgð Icelandair?

Kynferðislegt ofbeldi er alvarleg meinsemd sem á ekki að viðgangast. Hins vegar þarf að fara varlega þegar ásakanir eru bornar á einstaklinga sama hvers eðlis þær eru. Kynferðisbrot geta ekki verið þar undanskilin, slík mál þurfa faglega og vandaða úrvinnslu.

Skoðun
Fréttamynd

Gengi Icelandair flaug upp á við

Gengi hlutabréfa Icelandair rauk upp um 6,45 prósent í dag í 612 milljóna króna viðskiptum. Gengið hefur ekki verið hærra frá 9. júní. Þá hækkaði gengi Play næstmest allra félaga í Kauphöllinni, um 3,03 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verið að fara fram á rann­sókn, ekki þöggun

„Þau vilja fá að vita hvað sonur þeirra á að hafa gert,“ segir Hödd Vilhjálmsdóttir, talsmaður fjölskyldu Sólons Guðmundssonar flugmanns. Fjölskyldan sem hefur óskað eftir lögreglurannsókn á því hvernig andlát Sólons bar að.

Innlent