HM 2018 í Rússlandi

Þjálfari Nígeríu: Ísland er ekki með mestu tæknina en það spilar eins og lið
Ísland og Nígería mætast í öðrum leik D-riðils á HM í Rússlandi.

Myndbandsdómarar fá sæti í Rússlandi
Dómarar á leikjum Heimsmeistaramótsins í Rússlandi í sumar munu geta notið aðstoðar myndbandsdómara, en Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, staðfesti í dag að myndbandsdómgæsla mun verða notuð á mótinu.

Kolbeinn mættur aftur á æfingu hjá Nantes og HM vonir vakna
Kolbeinn Sigþórsson er allur að braggast eftir sautján mánaða fjarveru vegna meiðsla. Kolbeinn sagði frá því á Instagram síðu sinni í dag að hann væri farinn að æfa fótbolta á ný.

Íslenska karlalandsliðið spilar á heimavelli San Francisco 49ers
Knattspyrnusamband Íslands hefur nú staðfest að íslenska karlalandsliðið munu mæta Mexíkó í vináttulandsleik 23. mars næstkomandi. Fjórum dögum síðar mætir íslenska liðið síðan landsliði Perú.

Ísland er ein af tíu einstökum knattspyrnuþjóðum heims
Það er mikið afrek fyrir litla Ísland að vera með eitt landslið inn á topp tuttugu á FIFA-listanum og hvað þá tvö.

Lars bað Guðna að skila sérstakri HM kveðju til íslensku þjóðarinnar
Forseti Íslands segir eðlilegt að maður í hans stöðu mæli á norrænni tungu þegar tækifæri gefist. Bara ráðist á þetta.

Mótherjar Íslands í sumar mega fá eiginkonurnar og kærusturnar í heimsókn á HM
Nígería er í riðli með Íslandi á HM í fótbolta í Rússlandi í sumar og verður annar mótherji íslenska liðsins á mótinu á eftir Argentínu.

Ísland í hópi tuttugu bestu knattspyrnulandsliða heims
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hækkar sig um tvö sæti á nýjum styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins en janúarlistinn var gefinn út í morgun.

Gummi Steinars: Var Albert Guð sem sagt að kveikja í öllum íslensku framherjunum með þrennunni?
Albert Guðmundsson sýndi það í landsleikjunum á móti Indónesíu að hann ætlar sér að komast í heimsmeistaramótshóp íslenska landsliðsins í Rússlandi í sumar.

Simeone segir að Ísland muni tapa öllum leikjum sínum
Hinn argentínski Diego Simeone, knattspyrnustjóri spænska liðsins Atletico Madrid, telur að Íslendingar muni tapa öllum leikjum sínum á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi.

Sex leikmenn fengu nýliðamerki KSÍ út í Indónesíu
Íslenska fótboltalandsliðið skoraði tíu mörk og vann tvö öruggan sigra í leikjunum tveimur gegn Indónesíu á síðustu dögum.

Albert sló metið sem Ríkharður var búinn að eiga í 66 ár
66 ár, 6 mánuðir og 16 dagar. Það var tíminn sem Ríkharður Jónsson átti metið yfir að vera yngsti íslenski fótboltamaðurinn til að skora þrennu í A-landsleik.

Ryan Giggs tilkynntur sem nýr þjálfari velska landsliðsins í dag
Ryan Giggs verður næsti þjálfari velska landsliðsins í fótbolta en enskir fjölmiðlar segja að hann verði tilkynntur á blaðamannafundi sem velska knattspyrnusambandið hefur boðað til seinna í dag.

Umfjöllun: Indónesía - Ísland 1-4 | Albert lét vita af sér með þrennu
Albert Guðmundsson skoraði þrennu fyrir Ísland þegar liðið bar sigurorð af Indónesíu í seinni vináttulandsleik liðanna.

Landsliðsþjálfarinn yfirgefur danska landsliðið í miðri æfingaferð í Abú Dabí
Skíðaferð danska landsliðsþjálfarans í fótbolta hefur áhrif á undirbúning danska landsliðsins fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi í sumar.

76 þúsund manns búnir að kaupa miða á leik Íslands og Indónesíu
Íslenska karlalandsliðið í fóbolta er komið til Jakarta þar sem síðari leikur liðsins gegn Indónesíu fer fram á sunnudaginn á Gelora Bung Karno vellinum í borginni.

Viðurkenndi rangan dóm sem sendi Sviss á HM
Dómarinn sem sendi Sviss í lokakeppni HM á Rússlandi hefur viðurkennt mistök sín í röngum dómi sem réði úrslitum umspilsleik Sviss og Norður-Írlands.

Heimir: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þennan leik
Heimir Hallgrímsson, þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta, segir að leikurinn á móti Indónesíu í dag hafi verið með þeim skrýtnari enda aðstæður sérstakar og mótherjinn landslið sem var valið á netinu.

Stærsti sigur Íslands í 33 ár
Ísland hjó nærri meti sínu með 6-0 sigri á Indónesíu í dag.

Umfjöllun: Indónesía - Ísland 0-6: Sex ungir opnuðu markareikninga sína með landsliðinu í stórsigri
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta byrjar HM-árið mjög vel en liðið vann 6-0 stórsigur á Indónesíu í vináttulandsleik á Maguwoharjo vellinum í Yogyakarta. Hellidempa og skelfilega vallaraðstæður settu mikinn svip á seinni hálfleikinn og þurfi meðal annars að gera hlé á leiknum um tíma vegna þrumuveðurs.

Nígeríumenn undirbúa sig fyrir Ísland með því að mæta Englandi á Wembley
Nígería verður með Íslandi í riðli á heimsmeistaramótinu í fótbolta í sumar og þjóðirnar mætast í öðrum leik sínum í Rússlandi.

Skilaboð KSÍ til þeirra sem eru að kaupa HM-miða: Farið varlega, gott fólk
Knattspyrnusamband Íslands hefur greinilega áhyggjur af kappi stuðningsmanna íslenska landsliðsins við það að reyna að útvega sér miða á leiki á heimsmeistaramótið í Rússlandi næsta sumar.

Hver er íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Neville Anderson?
Mikael Neville Anderson spilar í dag sinn fyrsta A-landsleik fyrir Ísland þegar liðið mætir Indónesíu í vináttulandsleik á Mandala Krida vellinum í Yogyakarta.

Albert Guðmunds og 19 marka maðurinn Andri Rúnar byrja frammi á móti Indónesíu
Heimir Hallgrímsson hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt á móti Indónesíu en leikurinn fer fram á Mandala Krida vellinum í Yogyakarta.

Forsetinn verður ekki á leik Íslands og Argentínu
Guðni Th. Jóhannesson forseti kemst því miður ekki til Rússlands á fyrsta leik Íslands á HM.

KSÍ og Tólfan funda um Rússlandsferðina
Stjórn KSÍ samþykkti einróma á stjórnarfundi sínum á þriðjudag að sambandið myndi borga fyrir tíu úr stuðningsmannahópi Tólfunnar til að styðja við íslenska landsliðið í knattspyrnu á meðan Heimsmeistaramótið í Rússlandi fer fram.

Heimir Hallgríms: Þetta janúarverkefni hefur alltaf gefið okkur 1-2 leikmenn
Íslensku landsliðsmennirnir sem eru staddir í Indónesíu en hafa ekki verið í hóp Íslands í keppnisleikjunum fá frábært tækifæri til að sýna sig og sanna fyrir landsliðsþjálfaranum.

Klara um stuðninginn við Tólfuna: Vinnuferð ekki skemmtiferð
Stjórn KSÍ ákvað í gær að veita Tólfunni fjárstuðning til þess að halda stemningunni uppi í stúkunni í Rússlandi næsta sumar þar sem Ísland verður meðal liða á HM í fyrsta sinn.

Sjáið myndbönd af þvi hvernig íslensku strákarnir eyða tímanum sínum í Indónesíu
Strákarnir njóta lífsins í Indónesíu.

Íslenski hópurinn afþakkaði kvöldverðinn í Sultan-höllinni
Íslenska fótboltalandsliðið fær höfðinglegar móttökur í Asíu en stundum passa ekki plön heimamanna því íslenska liðið er mætt til Indónesíu til að spila fótbolta.