HM 2018 í Rússlandi

Alfreð: Enginn annar staður betri til þess að undirbúa sig
Alfreð Finnbogason er klár í slaginn fyrir HM. Alfreð missti af ellefu leikjum í síðari hluta þýsku úrvalsdeildarinnar þar sem kappinn spilar fyrir Augnsburg en spilaði síðustu fjóra leikina og segist klár í slaginn.

Jón Daði áritar á Selfossi á morgun
Landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson gleymir ekki sínu heimafólki og hann verður að árita á Selfossi á morgun.

Jói Berg: Ég reyndi að vera rómantískur
Árið hefur verið magnað hjá Jóhanni Berg Guðmundssyni sem var í lykilhlutverki hjá spútnikliði Burnley í ensku úrvalsdeildinni. Hann fékk svo nýjan samning og er nýbúinn að trúlofa sig. Svo er HM fram undan. Þvílíkt ár.

Alfreð: Þarf að skoða hvað ég get gert betur
Markahrókurinn Alfreð Finnbogason missti af ellefu leikjum á seinni hluta tímabilsins.

20 dagar í HM: Arabíski Maradona skoraði flottasta mark HM sem aldrei er talað um
Saeed Al-Owairan réð ekki við frægðina og endaði í fangelsi en mætti samt á næsta HM.

Maradona: Verður ekki auðvelt á móti Íslandi
Diego Maradona hefur áhyggjur af sínum mönnum í dauðariðlinum á HM.

Hermann þóttist vera frá Suður-Afríku til að geta tekið þátt í gleðinni
Um 95 prósent tekna FIFA á árunum 2014 til 2018 verða vegna heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu sem fram fer í Rússlandi í sumar.

Björn Bergmann: Held að enginn hafi búist við að ég myndi fara á HM
Skagamaðurinn kom óvænt aftur í landsliðið fyrir hálfu öðru ári og hefur ekki litið um öxl.

Raggi Sig: Það elska allir Íslendinga í Rússlandi
Ragnar Sigurðsson ræðir væntanlega stuðning sem íslenska liðið má eiga von á er þeir spila á HM í Rússlandi og einnig framhaldið hjá sér í boltanum.

Emil: Fyndin en sönn tölfræði hjá frænda mínum
Emil Hallfreðsson er einbeittur á að standa sig vel fyrir Ísland eftir litríkt tímabil á Ítalíu.

„Látum drauminn verða að veruleika“
FIFA hefur opinberað slagorðið sem verður á liðsrútu íslenska landsliðsins á HM í Rússlandi; "Látum drauminn verða að veruleika.“

Neymar byrjaður að æfa með landsliðinu: „Endurhæfingin framar vonum“
Endurhæfing Neymar hefur gengið betur en óskast gat samkvæmt læknateymi brasilíska landsliðsins.

Gylfi æfir með liðinu eftir örfáa daga: "Er á mjög fínum stað“
Ástandið á Gylfa Þór Sigurðssyni er "bara fínt,“ og mun hann byrja að æfa með íslenska landsliðinu innan tveggja, þriggja daga.

21 dagur í HM: Kraftaverkið í Bern
Merkilegt nokk þá er ofurþrenna Jóa Berg gegn Sviss ekki það merkilegasta sem hefur gerst á fótboltavelli í Bern. Í borginni fór nefnilega fram ótrúlegur úrslitaleikur á HM árið 1954.

Lineker: Skiptir ekki máli hver er fyrirliði
Tilkynnt var í gær að Harry Kane myndi verða fyrirliði enska landsliðsins á HM í Rússlandi. Gary Lineker, knattspyrnusérfræðingur og fyrrum markahrókur enska liðsins, segir of mikið vera gert úr fyrirliðastöðunni.

22 dagar í HM: Þegar Platini hélt að liðsfélagi sinn væri dáinn
Einn besti leikur í sögu HM fór fram á HM árið 1982 en hans er samt einna helst minnst fyrir líklega ljótasta brot í sögu keppninnar.

Kane segir Englendinga hafa lært af tapinu gegn Íslandi
Harry Kane, fyrirliði Englands, segir að Englendingar hafi engu að tapa á HM. Hann segir enga pressu sé á liðinu, England hafi ekki unnið stórmót í lengri tíma og segir leikmenn liðsins ætli að njóta þess að spila.

1.100 milljarðar skipta máli
Eftir þrjár vikur verður ákveðið hvar heimsmeistaramótið í knattspyrnu 2026 verður haldið.

Markvörður Argentínu meiddist á æfingu og spilar ekki á HM
Sergio Romero, varamarkvörður Manchester United og argentínska landsliðsins, er frá vegna meiðsla og mun ekki spila með Argentínu á HM.

Brasilía lang fjölmennasta þjóðin en Ísland rúmlega sex hundruð sinnum minna
Nick Harris, íþróttaáhugamaður mikill, birti skemmtilega færslu á Twitter-síðu sinni í kvöld en hann er mikill áhugamaður um tölfræði og íþróttir.

Þjálfari Spánverja framlengir fyrir HM
Spánverjar óttast ekki að landslið þeirra verði í ruglinu á HM í sumar undir stjórn Julen Lopetegui því þeir hafa framlengt við þjálfarann fyrir mótið.

Messi mættur til æfinga hjá Argentínu | Myndband
Þrátt fyrir langt og strangt tímabil ætlar Lionel Messi ekki að taka sér neitt frí áður en hann fer að æfa með argentínska landsliðinu fyrir HM.

The Sun um Ísland: Flottur búningur en erfiðasti þjóðsöngurinn
Breska götublaðið The Sun er hrifið af strákunum okkar.

Andstæðingarnir vilja lyfjabanni fyrirliða Perú lyft
Fyrirliðar ástralska, danska og franska landsliðsins hafa biðlað til FIFA að lyfta banni Paolo Guerrero, fyrirliða Perú, svo hann komist á HM í Rússlandi. Guerrero er að taka út 14 mánaða bann vegna falls á lyfjaprófi.

23 dagar í HM: Þegar Rijkaard hrækti í permóið á Völler
Það hefur alltaf andað köldu á milli Hollendinga og Þjóðverja en það sauð eftirminnilega upp úr á fótboltavellinum er liðin mættust á HM árið 1990.

Harry Kane fyrirliði Englands á HM
Framherjinn Harry Kane mun bera fyrirliðabandið í leikjum Englands á HM í sumar. Landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate tilkynnti þetta í dag.

Icardi ekki í lokahóp Argentínu á HM
Argentína, fyrsta liðið sem Ísland mætir á HM í sumar, hefur kynnt 23 manna lokahóp sinn fyrir mótið.

Hannes: Ég hef litlar áhyggjur af þessu
Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður Íslands, segir þátttöku sína á HM ekki vera í hættu.

Króatía velur hópinn sem mætir Íslandi á HM
Í hópnum er stjörnur á borð við Luka Modric, Ivan Rakitic og Mario Mandzukic.

Nainggolan hættir með landsliði Belga eftir að vera utan HM-hóps
„Það er með miklum trega sem ég ákveð að ferill minn með landsliðinu hefur tekið enda,“