Birtist í Fréttablaðinu

Fréttamynd

Mestu brottvísanir í áratugi

Deila Rússa og Breta vegna Skripal-málsins harðnar. Tugum erindreka vísað á brott. Rússar ósáttir og hóta gagnaðgerðum. Formaður Verkamannaflokksins hneykslar Theresu May.

Erlent
Fréttamynd

Tókst aftur að flytja særða

Á þriðja tug almennra borgara, sem þurftu nauðsynlega að komast undir læknishendur, tókst í gær að flýja Austur-Ghouta í Sýrlandi.

Erlent
Fréttamynd

Endurtekning er þemað í níundu útgáfu af Mænu

Mæna er tímarit um hönnun sem kemur nú út í níunda sinn. Tímaritið er gefið út af hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands og hannað af þriðja árs nemum í grafískri hönnun. Í dag verður haldið upp á útgáfuna í Hafnarhúsinu í Reykjavík.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Merki Icelandic gefið til ríkisins

Framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands segir sjóðinn ekki aðeins hafa skilað góðri ávöxtun, heldur einnig stöndugum félögum. Eiginlegri starfsemi er lokið. Ávöxtun sjóðsins nemur um 110 prósentum. Lagt verður til að ríkinu verði afhent vörumerkið Icelandic.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Samkeppniseftirlitið haldi vöku sinni

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir verslanir verða að bregðast við gjörbreyttu samkeppnisumhverfi ef ekki á illa að fara. Við slíkar aðstæður sé ábyrgð samkeppnisyfirvalda mikil. Þau verði að taka tillit til aukinnar netverslunar og samkeppni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tilnefnir Ara og Elínu í stjórn Borgunar

Íslandsbanki skiptir út tveimur af þremur óháðum stjórnarmönnum sínum og tilnefnir Ara Daníelsson og Elínu Jónsdóttur í stjórn Borgunar. Deilur innan hluthafahóps hafa sett mark sitt á starfsemina en aðalfundur fer fram á morgun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segir Garðabæ láta hús grotna viljandi niður

Íbúi í Hraunhólum í Garðabæ gagnrýnir viðhaldsleysi á samliggjandi húsi í eigu bæjarsins. Húsið er eitt þeirra sem Stjarnan hefur ókeypis afnot af. Íbúinn, Hilde Hundstuen, veltir fyrir sér hvort verið sé að keyra verðgildi hennar húss niður

Innlent
Fréttamynd

Kennarar skrifa undir samning

Félag grunnskólakennara skrifaði undir kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga í gær. Samningurinn gildir frá 1. apríl til 31. mars á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Skatta­mál Karls ekki tekið upp

Yfirskattanefnd hefur hafnað kröfu Karls Wernerssonar um að mál hans fyrir tekjuárin 2005-2008 verði endurupptekin. Fyrri niðurstaða nefndarinnar stendur því óröskuð.

Innlent
Fréttamynd

Umboðsmaður hefur áhyggjur af aðgengi fólks að dómstólum

Umboðsmaður Alþingis hefur áhyggjur af aðgengi venjulegs fólks að dómstólum vegna mikils kostnaðar. Hann segir mikilvægt að tilmælum sínum til stjórnvalda sé hlýtt. Hann hvetur frjáls félagasamtök til að láta meira í sér heyra og boðar skýrslu um upplýsingagjöf stjórnvalda sem bregðist illa og seint við óskum.

Innlent
Fréttamynd

Þeir viðkvæmustu séu ekki fangar svifryksins

Það þarf að takmarka umferð þegar svifryksmengun er mikil, segir umhverfisráðherra. Líka þurfi að rykbinda og hreinsa götur betur. Frumvarp samgönguráðherra gerir ráð fyrir að leggja megi gjald á nagladekk og að götum sé lokað.

Innlent
Fréttamynd

Gylfi hringdi í Sólveigu en framtíð hans óráðin

Forseti ASÍ, Gylfi Arnbjörnsson, ræddi við nýjan formann Eflingar í gær eftir utanferð. Tekur ekki ábyrgð á túlkun á þögn hans eftir kjörið. Niðurstaðan sé flott fyrir Sólveigu Önnu. Enn sé óákveðið hvort hann sækist eftir endurkjöri.

Innlent
Fréttamynd

Fimm dagar á bráðamóttöku

Dæmi eru um að sjúklingar hafi þurft að bíða í allt að fimm sólarhringa á bráðamóttöku eftir viðeigandi legurými á almennri deild.

Innlent