Vill að öflug kona taki við sem forseti ASÍ Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 15. mars 2018 06:00 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, er orðinn efins um úrsögn úr ASÍ eftir nýlegar breytingar á stjórn Eflingar stéttarfélags. Vísir/Stefán „Stjórn VR hefur unnið mjög þétt saman frá því ég tók við formennsku og stjórnin samanstendur ekki af minnihluta eða meiri hluta,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um áhrif stjórnarkjörs á mögulega úrsögn félagsins úr Alþýðusambandi Íslands. Kosið var um sjö fulltrúa í stjórn VR í vikunni og aðeins tveir nýir fulltrúar komu inn í stjórn, Arnþór Sigurðsson og Friðrik Boði Ólafsson, sem báðir styðja formann félagsins. Ragnar segir úrsagnarferli farið af stað innan VR en ekki er þó ljóst hvort af úrsögn verður, ferlið sjálft muni leiða það í ljós en lögð er áhersla á að hafa það lýðræðislegt með þátttöku félagsmanna. „Við settum þessa endurskoðun á félagsaðild að landssambandinu og ASÍ í ákveðið ferli hjá okkur,“ segir Ragnar en haldnir verða kynningarfundir þar sem farið verður yfir kosti og galla úrsagnar og þar verður fulltrúum bæði landssambandsins og Alþýðusambandsins gefinn kostur á að koma með sín sjónarmið. „Við ákváðum að farið yrði með ályktun stjórnar um úrsögn yfir í baklandið og svo í allsherjaratkvæðagreiðslu.“ Ragnar er hins vegar tvístígandi eftir þær breytingarnar í Eflingu. „En þessar breytingar sem hafa orðið í Eflingu hafa breytt mínu við- horfi til Alþýðusambandsins,“ segir Ragnar og vísar til hallarbyltingar í stjórn Eflingar og formannskjörs Sólveigar Önnu Jónsdóttur, „Slagkraftur þessarar nýliðunar sem er að verða innan verkalýðshreyfingarinnar og í raun byltingar ákveðins stjórnkerfis og vinnubragða sem verið hafa við lýði, gæti orðið til þess að sameina félögin frekar en að sundra þeim,“ segir Ragnar og bætir við:„Ef breytingar yrðu í æðstu stjórn Alþýðusambandsins sem leitt geta til þess að það fari að sinna sínu raunverulega hlutverki, þá er ég að sjálfsögðu tilbúinn að endurskoða afstöðu mína til sambandsins enda gæti þetta verið tækifæri til að sameina hreyfinguna í kringum þessar breytingar.“ Aðspurður segir Ragnar alveg liggja fyrir að það verði ekki sátt um Gylfa Arnbjörnsson sem forseta ASÍ en kjósa á forseta í haust. Aðspurður um mögulegan arftaka segir Ragnar: „Ég hef engan sérstakan í huga en ég myndi vilja að það yrði einhver sem getur sameinað hreyfinguna og það væri hreyfingunni til mikilla bóta ef það væri öflug kona.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Ragnar Þór um ASÍ: Hallarbyltingin hefur þegar átt sér stað Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ekki sé þörf á hallarbyltingu innan ASÍ, hún hafi nú þegar átt sér stað. 10. mars 2018 14:27 Sigríður Lovísa efst í stjórnarkjöri VR Kosningaþátttaka í allsherjaratkvæðagreiðslu tæp tíu prósent. 13. mars 2018 14:27 Nýkjörinn formaður boðar breytta tíma Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, hefur ekki kynnt sér eigin launakjör sem forystumaður í verkalýðshreyfingunni. Hún boðar breytingar í verkalýðsbaráttunni. Segir yfirburði framboðs síns hafa komið á óvart. 8. mars 2018 06:00 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Sjá meira
„Stjórn VR hefur unnið mjög þétt saman frá því ég tók við formennsku og stjórnin samanstendur ekki af minnihluta eða meiri hluta,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um áhrif stjórnarkjörs á mögulega úrsögn félagsins úr Alþýðusambandi Íslands. Kosið var um sjö fulltrúa í stjórn VR í vikunni og aðeins tveir nýir fulltrúar komu inn í stjórn, Arnþór Sigurðsson og Friðrik Boði Ólafsson, sem báðir styðja formann félagsins. Ragnar segir úrsagnarferli farið af stað innan VR en ekki er þó ljóst hvort af úrsögn verður, ferlið sjálft muni leiða það í ljós en lögð er áhersla á að hafa það lýðræðislegt með þátttöku félagsmanna. „Við settum þessa endurskoðun á félagsaðild að landssambandinu og ASÍ í ákveðið ferli hjá okkur,“ segir Ragnar en haldnir verða kynningarfundir þar sem farið verður yfir kosti og galla úrsagnar og þar verður fulltrúum bæði landssambandsins og Alþýðusambandsins gefinn kostur á að koma með sín sjónarmið. „Við ákváðum að farið yrði með ályktun stjórnar um úrsögn yfir í baklandið og svo í allsherjaratkvæðagreiðslu.“ Ragnar er hins vegar tvístígandi eftir þær breytingarnar í Eflingu. „En þessar breytingar sem hafa orðið í Eflingu hafa breytt mínu við- horfi til Alþýðusambandsins,“ segir Ragnar og vísar til hallarbyltingar í stjórn Eflingar og formannskjörs Sólveigar Önnu Jónsdóttur, „Slagkraftur þessarar nýliðunar sem er að verða innan verkalýðshreyfingarinnar og í raun byltingar ákveðins stjórnkerfis og vinnubragða sem verið hafa við lýði, gæti orðið til þess að sameina félögin frekar en að sundra þeim,“ segir Ragnar og bætir við:„Ef breytingar yrðu í æðstu stjórn Alþýðusambandsins sem leitt geta til þess að það fari að sinna sínu raunverulega hlutverki, þá er ég að sjálfsögðu tilbúinn að endurskoða afstöðu mína til sambandsins enda gæti þetta verið tækifæri til að sameina hreyfinguna í kringum þessar breytingar.“ Aðspurður segir Ragnar alveg liggja fyrir að það verði ekki sátt um Gylfa Arnbjörnsson sem forseta ASÍ en kjósa á forseta í haust. Aðspurður um mögulegan arftaka segir Ragnar: „Ég hef engan sérstakan í huga en ég myndi vilja að það yrði einhver sem getur sameinað hreyfinguna og það væri hreyfingunni til mikilla bóta ef það væri öflug kona.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Ragnar Þór um ASÍ: Hallarbyltingin hefur þegar átt sér stað Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ekki sé þörf á hallarbyltingu innan ASÍ, hún hafi nú þegar átt sér stað. 10. mars 2018 14:27 Sigríður Lovísa efst í stjórnarkjöri VR Kosningaþátttaka í allsherjaratkvæðagreiðslu tæp tíu prósent. 13. mars 2018 14:27 Nýkjörinn formaður boðar breytta tíma Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, hefur ekki kynnt sér eigin launakjör sem forystumaður í verkalýðshreyfingunni. Hún boðar breytingar í verkalýðsbaráttunni. Segir yfirburði framboðs síns hafa komið á óvart. 8. mars 2018 06:00 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Sjá meira
Ragnar Þór um ASÍ: Hallarbyltingin hefur þegar átt sér stað Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ekki sé þörf á hallarbyltingu innan ASÍ, hún hafi nú þegar átt sér stað. 10. mars 2018 14:27
Sigríður Lovísa efst í stjórnarkjöri VR Kosningaþátttaka í allsherjaratkvæðagreiðslu tæp tíu prósent. 13. mars 2018 14:27
Nýkjörinn formaður boðar breytta tíma Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, hefur ekki kynnt sér eigin launakjör sem forystumaður í verkalýðshreyfingunni. Hún boðar breytingar í verkalýðsbaráttunni. Segir yfirburði framboðs síns hafa komið á óvart. 8. mars 2018 06:00