Stefnt að opnun tveggja Domino's-staða Kristinn Ingi Jónsson skrifar 14. mars 2018 08:00 Fjölga má Domino's stöðum á Íslandi um 30 prósent. Vísir/eyþór Stefnt er að því að opna tvo Domino’s-pitsustaði hér á landi í ár, að sögn Davids Wild, forstjóra Domino’s í Bretlandi (Domino’s Pizza Group, DPG), sem á 95 prósenta hlut í Domino’s á Íslandi. Stjórnendur keðjunnar telja að fjölga megi pitsustöðum hér um 30 prósent eða sjö staði. Wild sagði á fundi með fjárfestum í síðustu viku, þegar kynntar voru bráðabirgðatölur vegna reksturs pitsukeðjunnar í fyrra, að mikil tækifæri væru fyrir hendi til þess að gera reksturinn hér á landi skilvirkari og afkastameiri og nýta þannig „einstaka“ markaðsstöðu íslensku keðjunnar. Salan jókst um 10,8 prósent á síðasta ári, borið saman við 16 prósent árið 2016, en fram kemur í fjárfestakynningunni að vikuleg meðaltalssala íslensku Domino’s-staðanna sé sú mesta á heimsvísu sé miðað við höfðatölu. „Þrátt fyrir afar háa meðaltalssölu erum við enn að auka vöxtinn meira og meira,“ sagði Wild. „Þetta er frábær rekstur og við erum mjög ánægð með að hafa ekki aðeins tekist að eignast ráðandi hlut heldur 95 prósent rekstrarins.“ DPG, sem er skráð í kauphöllinni í Lundúnum, keypti í desember á síðasta ári 44,3 prósenta hlut í íslenska einkahlutafélaginu Pizza Pizza, eiganda og sérleyfishafa Domino’s á Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Eftir kaupin á breska keðjan 95,3 prósenta hlut í Pizza Pizza. Um leið hurfu fjárfestingarfélagið Eyja, í eigu hjónanna Birgis Þórs Bieltvedt og Eyglóar Bjarkar Kristjánsdóttur, félagið Edda, í eigu lífeyrissjóða, og Högni Sigurðsson út úr hluthafahópnum. Auk Pizza Pizza á breska félagið einnig rekstur Domino’s í Bretlandi, 17 pitsustaði í Sviss og þriðjungshlut í þýskum sérleyfishafa Domino’s. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Fleiri fréttir Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Sjá meira
Stefnt er að því að opna tvo Domino’s-pitsustaði hér á landi í ár, að sögn Davids Wild, forstjóra Domino’s í Bretlandi (Domino’s Pizza Group, DPG), sem á 95 prósenta hlut í Domino’s á Íslandi. Stjórnendur keðjunnar telja að fjölga megi pitsustöðum hér um 30 prósent eða sjö staði. Wild sagði á fundi með fjárfestum í síðustu viku, þegar kynntar voru bráðabirgðatölur vegna reksturs pitsukeðjunnar í fyrra, að mikil tækifæri væru fyrir hendi til þess að gera reksturinn hér á landi skilvirkari og afkastameiri og nýta þannig „einstaka“ markaðsstöðu íslensku keðjunnar. Salan jókst um 10,8 prósent á síðasta ári, borið saman við 16 prósent árið 2016, en fram kemur í fjárfestakynningunni að vikuleg meðaltalssala íslensku Domino’s-staðanna sé sú mesta á heimsvísu sé miðað við höfðatölu. „Þrátt fyrir afar háa meðaltalssölu erum við enn að auka vöxtinn meira og meira,“ sagði Wild. „Þetta er frábær rekstur og við erum mjög ánægð með að hafa ekki aðeins tekist að eignast ráðandi hlut heldur 95 prósent rekstrarins.“ DPG, sem er skráð í kauphöllinni í Lundúnum, keypti í desember á síðasta ári 44,3 prósenta hlut í íslenska einkahlutafélaginu Pizza Pizza, eiganda og sérleyfishafa Domino’s á Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Eftir kaupin á breska keðjan 95,3 prósenta hlut í Pizza Pizza. Um leið hurfu fjárfestingarfélagið Eyja, í eigu hjónanna Birgis Þórs Bieltvedt og Eyglóar Bjarkar Kristjánsdóttur, félagið Edda, í eigu lífeyrissjóða, og Högni Sigurðsson út úr hluthafahópnum. Auk Pizza Pizza á breska félagið einnig rekstur Domino’s í Bretlandi, 17 pitsustaði í Sviss og þriðjungshlut í þýskum sérleyfishafa Domino’s.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Fleiri fréttir Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Sjá meira