Aðeins ein kona á sæti í fimm manna stjórn Bændasamtakanna Sveinn Arnarsson skrifar 15. mars 2018 06:00 Ásmundur Einar Daðason, ráðherra jafnréttismála. VÍSIR/PJETUR Í fimm manna stjórn Bændasamtaka Íslands er aðeins ein kona, Guðrún Tryggvadóttir, bóndi í Svartárkoti í Bárðardal. Hinir stjórnarmennirnir eru allir karlar. Jafnréttisstýra segir þetta ekki vera í takt við nútímann. Bændasamtökin eru helstu hagsmunasamtök bænda en stétt bænda fær fé árlega frá hinu opinbera, rúmlega fjórtán milljörðum krónum á ári er varið til íslenskra bænda af ríkisfé árlega. Búvörusamningar, sem undirritaðir voru árið 2016, gilda til ársins 2026. Samkvæmt 15. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla skal við skipun í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga gæta þess að hlutfall kynjanna sé sem jafnast. Hins vegar er ekkert sem segir að frjáls félagasamtök þurfi að undirgangast þessi lög þótt ríkulega sé veitt af opinberu fé til málaflokksins á ári hverju. Ásmundur Einar Daðason, ráðherra jafnréttismála og fyrrverandi bóndi, segir mikilvægt að jafnrétti kynjanna sé viðhaft á öllum stigum þjóðfélagsins. „Það skiptir miklu máli að bæði kynin komi að ákvarðanatöku og jöfn staða kynjanna skiptir máli. Bændasamtökin, eins og aðrir, ættu auðvitað að gaumgæfa það,“ segir Ásmundur Einar. Katrín Björg Ríkharðsdóttir jafnréttisstýra segir hægt að gera kröfur til félagasamtaka sem fá fjárframlög frá hinu opinbera um að jafna stöðu kynjanna. „Það er í raun ekkert í lögum sem skyldar félagasamtök til að hafa jafnt kynjahlutfall í stjórnum. Stjórnvöld geta hins vegar ákveðið að skilyrða fjárveitingar sínar til félagasamtaka og við þekkjum dæmi um að sveitarfélög geri til dæmis kröfur til íþróttafélaga um jöfn kynjahlutföll í stjórnum enda er það ekki óeðlileg krafa í nútímasamfélagi,“ segir Katrín Björg. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira
Í fimm manna stjórn Bændasamtaka Íslands er aðeins ein kona, Guðrún Tryggvadóttir, bóndi í Svartárkoti í Bárðardal. Hinir stjórnarmennirnir eru allir karlar. Jafnréttisstýra segir þetta ekki vera í takt við nútímann. Bændasamtökin eru helstu hagsmunasamtök bænda en stétt bænda fær fé árlega frá hinu opinbera, rúmlega fjórtán milljörðum krónum á ári er varið til íslenskra bænda af ríkisfé árlega. Búvörusamningar, sem undirritaðir voru árið 2016, gilda til ársins 2026. Samkvæmt 15. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla skal við skipun í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga gæta þess að hlutfall kynjanna sé sem jafnast. Hins vegar er ekkert sem segir að frjáls félagasamtök þurfi að undirgangast þessi lög þótt ríkulega sé veitt af opinberu fé til málaflokksins á ári hverju. Ásmundur Einar Daðason, ráðherra jafnréttismála og fyrrverandi bóndi, segir mikilvægt að jafnrétti kynjanna sé viðhaft á öllum stigum þjóðfélagsins. „Það skiptir miklu máli að bæði kynin komi að ákvarðanatöku og jöfn staða kynjanna skiptir máli. Bændasamtökin, eins og aðrir, ættu auðvitað að gaumgæfa það,“ segir Ásmundur Einar. Katrín Björg Ríkharðsdóttir jafnréttisstýra segir hægt að gera kröfur til félagasamtaka sem fá fjárframlög frá hinu opinbera um að jafna stöðu kynjanna. „Það er í raun ekkert í lögum sem skyldar félagasamtök til að hafa jafnt kynjahlutfall í stjórnum. Stjórnvöld geta hins vegar ákveðið að skilyrða fjárveitingar sínar til félagasamtaka og við þekkjum dæmi um að sveitarfélög geri til dæmis kröfur til íþróttafélaga um jöfn kynjahlutföll í stjórnum enda er það ekki óeðlileg krafa í nútímasamfélagi,“ segir Katrín Björg.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira