Fréttir

Fréttamynd

Fékk ofgreiddar húsaleigubætur

Lögregluyfirvöld í Svíþjóð rannsaka nú meint fjársvik Håkans Juholt, leiðtoga Jafnaðarmannaflokksins í Svíþjóð. Hann hefur í mörg ár fengið fulla greiðslu fyrir búsetu í Stokkhólmi þótt sambýliskona hans hafi búið þar með honum.

Erlent
Fréttamynd

Ekkert bólar á Gaddafí ennþá

Byltingarmenn í Líbíu hafa fagnað falli Sirte, fæðingarborgar Múammars Gaddfí, þótt hann sjálfur sé enn ekki fundinn. Bardagar geisuðu áfram í borginni, þótt miðbærinn sé fallinn í hendur byltingarmanna.

Erlent
Fréttamynd

Frambjóðendur á Guðs vegum

Þrátt fyrir að kannanir meðal almennings í Bandaríkjunum sýni að flestir séu þeirrar skoðunar að brýnustu verkefni í bandarískum stjórnmálum lúti að efnahagsmálum og atvinnulífi hefur engu að síður lengi verið sterk skírskotun til trúarmála í málflutningi þarlendra stjórnmálamanna.

Erlent
Fréttamynd

Tvöföld plata frá Bítlunum

Tvöföld plata með tónlist Bítlanna og enska söngvarans Tony Sheridan verður gefin út í nóvember. Útgáfan nefnist The Beatles with Tony Sheridan: First Recordings.

Lífið
Fréttamynd

Mjúki maðurinn er ekki til

Einu sinni las ég viðtal við Mads Mikkelsen, þú veist, danska leikarann. Þegar blaðamaðurinn ætlaði að fara að spyrja hann einhverra persónulegra spurninga svaraði hann: Ég held alltaf fjölskyldunni utan við vinnuna. Ég er ekki Mads Mikkelsen en er samt að spá í að taka hann mér til fyrirmyndar. Mér finnst mjög óþægilegt að tala um sjálfan mig og mér finnst mitt persónulega líf ekki koma neinum við. Aumingja konan mín er gift mér og greyið dóttir mín á mig fyrir pabba. Það er ekki þeim að kenna að ég er í þessari vinnu.“

Innlent
Fréttamynd

Viðkvæm á meðgöngunni

Poppdívan Beyoncé Knowles hefur sett eiginmanninum Jay-Z skýrar reglur nú þegar hún gengur með fyrsta barn þeirra. Söngkonan segist vera ótrúlega næm á lykt og það þýðir að bóndinn verður að gæta að hreinlæti sínu.

Lífið
Fréttamynd

Þjóðin kjósi um stjórnarskrá

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra vill að þjóðin greiði atkvæði um frumvarp stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá samhliða forsetakosningunum á næsta ári. Niðurstaðan verði ráðgefandi fyrir Alþingi er það fjallar um málið.

Innlent
Fréttamynd

Frumvarpi um fjárlög dreift

Alþingi verður sett með athöfn sem hefst klukkan 10.30 í dag. Að athöfninni lokinni verður fjárlagafrumvarpi næsta árs dreift á Alþingi.

Innlent
Fréttamynd

Þrjátíu milljón töflur á markað

Verksmiðja Actavis á Möltu hefur sett rúmlega þrjátíu milljón töflur af samheitalyfinu Olanzapine á markað í Evrópu. Einkaleyfi lyfsins Zyprexa frá Eli Lylly við geðklofa og geðhvarfasýki féllu úr gildi í vikunni.

Innlent
Fréttamynd

Vilja fjölga aukakrónum fjölskyldna

Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, harmar að bændum finnist samtökin ráðast að sér þegar þau hvetji til þess að innflutningur verði leyfður á svína- og kjúklingakjöti.

Innlent
Fréttamynd

Umhverfissóðar vilja Icelandic

Bandaríska fiskvinnslufyrirtækið Trident Seafoods hefur samþykkt upphæð sem jafngildir um 300 milljónum íslenskra króna í sekt vegna umhverfisspjalla við fjórtán fiskvinnslustöðvar fyrirtækisins í Alaska.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tólf tilboð í Húsasmiðjuna

Tólf tilboð hafa borist í Húsasmiðjuna og einstakar rekstrareiningar til Framtakssjóðs Íslands. Frestur til að skila inn óskuldbindandi tilboðum rann út gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Framtakssjóði.

Innlent
Fréttamynd

Kolmunnastofn stækkað mikið

Alþjóðahafrannsóknaráðið, ICES, leggur til að veiði á kolmunna verði stóraukin á árinu 2012. Ráðið leggur hins vegar til 15 prósenta minni veiði úr norsk-íslenska síldarstofninum. Þá leggur ráðið til nær óbreyttar veiðar á makríl. Þetta kemur fram í skýrslu ráðsins um ástand nytjastofna í Norðaustur-Atlantshafi sem birt var í gær.

Innlent
Fréttamynd

Norðurslóðir verða í kastljósi heimsins

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir það táknrænt að prófessorsstaðan, sem helguð verður norðurslóðarannsóknum, verði í Háskólanum á Akureyri, því þar er helsta miðstöð norðurslóðarannsókna hér á landi.

Erlent
Fréttamynd

Segir Pútín mesta stjórnmálaskörung landsins

„Pútín er tvímælalaust mesti stjórnmálaskörungur landsins og vinsældir hans mælast meiri,“ sagði Dmitrí Medvedev Rússlandsforseti í sjónvarpsviðtali, þar sem hann útskýrði þá ákvörðun sína að bjóða sig ekki fram til forseta næsta kjörtímabil.

Erlent
Fréttamynd

Norðmenn verða lengi að ná sér

Utanríkisráðherra Noregs segir að umræða um viðkvæm málefni tengd hryðjuverkunum í sumar sé varla byrjuð enn í Noregi. Áleitnar spurningar, eins og til dæmis um muninn á orðum og athöfnum, verði þó að draga fram í dagsljósið og ræða í anda lýðræðisins. Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, segir að Norðmenn verði lengi að ná sér eftir harmleikinn í sumar þegar hryðjuverk einstaklings kostuðu nærri 70 manns lífið, flest ungmenni úr ungliðahreyfingu Verkamannaflokksins.

Erlent
Fréttamynd

Hvatti múslima til árása

Tveir bandarískir ríkisborgarar og meðlimir í al-Kaída hryðjuverkasamtökunum voru í gær vegnir í Jemen. Bandarískar orrustuþotur gerðu árásir á bílalest mannanna.

Erlent
Fréttamynd

Perry og Romney leiða hópinn

Eftir að hafa komið inn með miklum látum og tekið forystuna í skoðanakönnunum umsvifalaust hefur Rick Perry tapað fylgi eftir slælega frammistöðu í kappræðum undanfarið. Hann og Mitt Romney skiptast nú á að leiða milli kannana en allt púður virðist úr Michelle Bachmann í bili og fylgið hrynur af henni.

Erlent
Fréttamynd

Óásættanlegt að bregðast ekki við

Lögmaður foreldra sem tekið hafa unga dóttur sína úr skóla á Akranesi segir óásættanlegt ef yfirvöld í bænum ætla ekki að taka á málinu. Í skólanum hefur telpan reglulega hitt unglingspilt sem nýlega kom í ljós að hefur brotið gegn henni kynferðislega.

Innlent
Fréttamynd

Hafnfirsku veiðifélagi helst illa á sófasettum

„Koníaksbrúnu, vönduðu leðursófasetti var stolið frá okkur,“ segir Hans Unnþór Ólason, formaður Stangveiðifélags Hafnarfjarðar (SVH), sem um helgina varð fyrir barðinu á þjófum sem heimsóttu veiðihús félagsins við Djúpavatn.

Innlent
Fréttamynd

Útlit fyrir skort

Útlit er fyrir skort á litlum og ódýrum íbúðum eftir tvö ár, að mati Davíðs Stefánssonar, sérfræðings hjá greiningardeild Arion banka.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Græna hagkerfið verður eflt

Íslenskt atvinnulíf hefur fjölmörg sóknarfæri á sviði grænnar atvinnusköpunar. Þetta er niðurstaða nefndar Alþingis um eflingu græna hagkerfisins sem skilaði af sér skýrslu um málið í gær.

Innlent
Fréttamynd

FÍ kaupir 39% hlutafjár í N1

Framtakssjóður Íslands (FÍ) hefur keypt um 39 prósent hlutafjár í þjónustufyrirtækinu N1 af Arion banka. Þar af er 10 prósenta hlutur sem fyrrverandi skuldabréfaeigendur N1 eiga kauprétt á síðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FÍ.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Haraldur kallar málflutning Gylfa „kjaftæði“

Bændasamtök Íslands gera alvarlegar athugasemdir við málflutning Gylfa Arnbjörnssonar, forseta Alþýðusambands Íslands, um matvælaverð og verðbólgu. Haraldur Benediktsson, formaður samtakanna, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í gær að málflutningur Gylfa væri „kjaftæði“.

Innlent
Fréttamynd

Gagnaverið tekur til starfa fyrir áramót

Fyrstu einingunni í gagnaver Verne Holding á Ásbrú í Reykjanesbæ verður skipað upp í Keflavík innan tveggja vikna. Gert er ráð fyrir því að starfsemi hefjist suður með sjó á næstu mánuðum.

Innlent