Óásættanlegt að bregðast ekki við 30. september 2011 07:00 Viðkvæmt Mál stúlkunnar hefur velkst í kerfinu mánuðum saman. Nú er svo komið að foreldrar hennar vilja ekki lengur senda hana í skólann.Fréttablaðið/gva Lögmaður foreldra sem tekið hafa unga dóttur sína úr skóla á Akranesi segir óásættanlegt ef yfirvöld í bænum ætla ekki að taka á málinu. Í skólanum hefur telpan reglulega hitt unglingspilt sem nýlega kom í ljós að hefur brotið gegn henni kynferðislega. „Nú veit ég ekki nákvæmlega með hvaða hætti skóla- og bæjaryfirvöld ætla að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin,“ segir Halldóra Þorsteinsdóttir, lögmaður hjónanna. „Aðgerðaleysi hlýtur hins vegar að vera óásættanlegt í svona málum. Það blasir við.“ Foreldrarnir eru afar ósáttir við viðbrögð skólans og bæjaryfirvalda, sem hafa hafnað ósk þeirra um að drengurinn verði færður í annan skóla með þeim rökum að það sé ekki heimilt þar sem drengurinn hafi ekki brotið agareglur skólans. Hann verði því ekki færður nema með samþykki foreldra sinna. Foreldrar drengsins vísa hins vegar í mat sálfræðings sonar síns, sem ekki hafi mælt með flutningi hans á milli skóla. Þess vegna leggist þau gegn því. „Þetta er auðvitað mjög erfitt og viðkvæmt mál. En það er brýnt að félagsmálayfirvöld í samráði við skólann komist að viðunandi niðurstöðu þannig að tryggt sé að stúlkan geti stundað skólann með sama hætti og áður,“ segir Halldóra. Hún segir jafnframt að skólayfirvöld verði að hlutast til um að telpan fái nauðsynlega aðstoð og að fylgst verði með líðan hennar í skólanum á komandi mánuðum. „Það er mjög óheppilegt að foreldrar stúlkunnar þurfi að grípa til örþrifaráða á borð við það að taka hana úr skólanum. Skóla- og félagsmálayfirvöld hljóta að vilja koma í veg fyrir slíkar málalyktir.“ Foreldrar telpunnar fullyrða að skólastjórinn hafi lofað þeim því að tryggt yrði að dóttir þeirra mundi ekki hitta drenginn í mötuneytinu eða í frímínútum. Þá hafi telpunni verið lofað stuðningsfulltrúa til að fylgja henni á milli staða í skólanum. Við þetta hafi hins vegar ekki verið staðið. Að sögn föðurins hefur dóttir hans jafnvel setið á næsta borði við drenginn í nokkur skipti á matmálstíma. Málið hefur velkst í kerfinu síðan í fyrravetur og meðal annars komið inn á borð menntamálaráðuneytisins, sem hefur ekki séð ástæðu til að grípa inn í. Í tölvubréfi sem Árni Múli Jónsson, bæjarstjóri á Akranesi, sendi foreldrum telpunnar í júlí segir hann bæjaryfirvöld vilja fá að útbúa skriflega greinargerð um málið áður en foreldrarnir grípi til frekari aðgerða. „Þið getið þá metið stöðuna með hliðsjón af því sem þar kemur fram og ef ykkur sýnist rétt getið þið skotið málinu til umfjöllunar hjá fjölskylduráði […] og/eða leitað með málið til annarra málskotsaðila ef ekki fæst niðurstaða hjá Akraneskaupstað sem þið getið sætt ykkur við.“ Foreldrarnir fullyrða hins vegar að greinargerðin sem Árni Múli vísar til í bréfi sínu hafi aldrei skilað sér. Árni Múli vildi ekki tjá sig um málið í gær. Það vildi skólastjóri skólans ekki heldur og bar við trúnaði um málefni nemenda. stigur@frettabladid.is thorunn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Lögmaður foreldra sem tekið hafa unga dóttur sína úr skóla á Akranesi segir óásættanlegt ef yfirvöld í bænum ætla ekki að taka á málinu. Í skólanum hefur telpan reglulega hitt unglingspilt sem nýlega kom í ljós að hefur brotið gegn henni kynferðislega. „Nú veit ég ekki nákvæmlega með hvaða hætti skóla- og bæjaryfirvöld ætla að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin,“ segir Halldóra Þorsteinsdóttir, lögmaður hjónanna. „Aðgerðaleysi hlýtur hins vegar að vera óásættanlegt í svona málum. Það blasir við.“ Foreldrarnir eru afar ósáttir við viðbrögð skólans og bæjaryfirvalda, sem hafa hafnað ósk þeirra um að drengurinn verði færður í annan skóla með þeim rökum að það sé ekki heimilt þar sem drengurinn hafi ekki brotið agareglur skólans. Hann verði því ekki færður nema með samþykki foreldra sinna. Foreldrar drengsins vísa hins vegar í mat sálfræðings sonar síns, sem ekki hafi mælt með flutningi hans á milli skóla. Þess vegna leggist þau gegn því. „Þetta er auðvitað mjög erfitt og viðkvæmt mál. En það er brýnt að félagsmálayfirvöld í samráði við skólann komist að viðunandi niðurstöðu þannig að tryggt sé að stúlkan geti stundað skólann með sama hætti og áður,“ segir Halldóra. Hún segir jafnframt að skólayfirvöld verði að hlutast til um að telpan fái nauðsynlega aðstoð og að fylgst verði með líðan hennar í skólanum á komandi mánuðum. „Það er mjög óheppilegt að foreldrar stúlkunnar þurfi að grípa til örþrifaráða á borð við það að taka hana úr skólanum. Skóla- og félagsmálayfirvöld hljóta að vilja koma í veg fyrir slíkar málalyktir.“ Foreldrar telpunnar fullyrða að skólastjórinn hafi lofað þeim því að tryggt yrði að dóttir þeirra mundi ekki hitta drenginn í mötuneytinu eða í frímínútum. Þá hafi telpunni verið lofað stuðningsfulltrúa til að fylgja henni á milli staða í skólanum. Við þetta hafi hins vegar ekki verið staðið. Að sögn föðurins hefur dóttir hans jafnvel setið á næsta borði við drenginn í nokkur skipti á matmálstíma. Málið hefur velkst í kerfinu síðan í fyrravetur og meðal annars komið inn á borð menntamálaráðuneytisins, sem hefur ekki séð ástæðu til að grípa inn í. Í tölvubréfi sem Árni Múli Jónsson, bæjarstjóri á Akranesi, sendi foreldrum telpunnar í júlí segir hann bæjaryfirvöld vilja fá að útbúa skriflega greinargerð um málið áður en foreldrarnir grípi til frekari aðgerða. „Þið getið þá metið stöðuna með hliðsjón af því sem þar kemur fram og ef ykkur sýnist rétt getið þið skotið málinu til umfjöllunar hjá fjölskylduráði […] og/eða leitað með málið til annarra málskotsaðila ef ekki fæst niðurstaða hjá Akraneskaupstað sem þið getið sætt ykkur við.“ Foreldrarnir fullyrða hins vegar að greinargerðin sem Árni Múli vísar til í bréfi sínu hafi aldrei skilað sér. Árni Múli vildi ekki tjá sig um málið í gær. Það vildi skólastjóri skólans ekki heldur og bar við trúnaði um málefni nemenda. stigur@frettabladid.is thorunn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira