Óásættanlegt að bregðast ekki við 30. september 2011 07:00 Viðkvæmt Mál stúlkunnar hefur velkst í kerfinu mánuðum saman. Nú er svo komið að foreldrar hennar vilja ekki lengur senda hana í skólann.Fréttablaðið/gva Lögmaður foreldra sem tekið hafa unga dóttur sína úr skóla á Akranesi segir óásættanlegt ef yfirvöld í bænum ætla ekki að taka á málinu. Í skólanum hefur telpan reglulega hitt unglingspilt sem nýlega kom í ljós að hefur brotið gegn henni kynferðislega. „Nú veit ég ekki nákvæmlega með hvaða hætti skóla- og bæjaryfirvöld ætla að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin,“ segir Halldóra Þorsteinsdóttir, lögmaður hjónanna. „Aðgerðaleysi hlýtur hins vegar að vera óásættanlegt í svona málum. Það blasir við.“ Foreldrarnir eru afar ósáttir við viðbrögð skólans og bæjaryfirvalda, sem hafa hafnað ósk þeirra um að drengurinn verði færður í annan skóla með þeim rökum að það sé ekki heimilt þar sem drengurinn hafi ekki brotið agareglur skólans. Hann verði því ekki færður nema með samþykki foreldra sinna. Foreldrar drengsins vísa hins vegar í mat sálfræðings sonar síns, sem ekki hafi mælt með flutningi hans á milli skóla. Þess vegna leggist þau gegn því. „Þetta er auðvitað mjög erfitt og viðkvæmt mál. En það er brýnt að félagsmálayfirvöld í samráði við skólann komist að viðunandi niðurstöðu þannig að tryggt sé að stúlkan geti stundað skólann með sama hætti og áður,“ segir Halldóra. Hún segir jafnframt að skólayfirvöld verði að hlutast til um að telpan fái nauðsynlega aðstoð og að fylgst verði með líðan hennar í skólanum á komandi mánuðum. „Það er mjög óheppilegt að foreldrar stúlkunnar þurfi að grípa til örþrifaráða á borð við það að taka hana úr skólanum. Skóla- og félagsmálayfirvöld hljóta að vilja koma í veg fyrir slíkar málalyktir.“ Foreldrar telpunnar fullyrða að skólastjórinn hafi lofað þeim því að tryggt yrði að dóttir þeirra mundi ekki hitta drenginn í mötuneytinu eða í frímínútum. Þá hafi telpunni verið lofað stuðningsfulltrúa til að fylgja henni á milli staða í skólanum. Við þetta hafi hins vegar ekki verið staðið. Að sögn föðurins hefur dóttir hans jafnvel setið á næsta borði við drenginn í nokkur skipti á matmálstíma. Málið hefur velkst í kerfinu síðan í fyrravetur og meðal annars komið inn á borð menntamálaráðuneytisins, sem hefur ekki séð ástæðu til að grípa inn í. Í tölvubréfi sem Árni Múli Jónsson, bæjarstjóri á Akranesi, sendi foreldrum telpunnar í júlí segir hann bæjaryfirvöld vilja fá að útbúa skriflega greinargerð um málið áður en foreldrarnir grípi til frekari aðgerða. „Þið getið þá metið stöðuna með hliðsjón af því sem þar kemur fram og ef ykkur sýnist rétt getið þið skotið málinu til umfjöllunar hjá fjölskylduráði […] og/eða leitað með málið til annarra málskotsaðila ef ekki fæst niðurstaða hjá Akraneskaupstað sem þið getið sætt ykkur við.“ Foreldrarnir fullyrða hins vegar að greinargerðin sem Árni Múli vísar til í bréfi sínu hafi aldrei skilað sér. Árni Múli vildi ekki tjá sig um málið í gær. Það vildi skólastjóri skólans ekki heldur og bar við trúnaði um málefni nemenda. stigur@frettabladid.is thorunn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Sjá meira
Lögmaður foreldra sem tekið hafa unga dóttur sína úr skóla á Akranesi segir óásættanlegt ef yfirvöld í bænum ætla ekki að taka á málinu. Í skólanum hefur telpan reglulega hitt unglingspilt sem nýlega kom í ljós að hefur brotið gegn henni kynferðislega. „Nú veit ég ekki nákvæmlega með hvaða hætti skóla- og bæjaryfirvöld ætla að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin,“ segir Halldóra Þorsteinsdóttir, lögmaður hjónanna. „Aðgerðaleysi hlýtur hins vegar að vera óásættanlegt í svona málum. Það blasir við.“ Foreldrarnir eru afar ósáttir við viðbrögð skólans og bæjaryfirvalda, sem hafa hafnað ósk þeirra um að drengurinn verði færður í annan skóla með þeim rökum að það sé ekki heimilt þar sem drengurinn hafi ekki brotið agareglur skólans. Hann verði því ekki færður nema með samþykki foreldra sinna. Foreldrar drengsins vísa hins vegar í mat sálfræðings sonar síns, sem ekki hafi mælt með flutningi hans á milli skóla. Þess vegna leggist þau gegn því. „Þetta er auðvitað mjög erfitt og viðkvæmt mál. En það er brýnt að félagsmálayfirvöld í samráði við skólann komist að viðunandi niðurstöðu þannig að tryggt sé að stúlkan geti stundað skólann með sama hætti og áður,“ segir Halldóra. Hún segir jafnframt að skólayfirvöld verði að hlutast til um að telpan fái nauðsynlega aðstoð og að fylgst verði með líðan hennar í skólanum á komandi mánuðum. „Það er mjög óheppilegt að foreldrar stúlkunnar þurfi að grípa til örþrifaráða á borð við það að taka hana úr skólanum. Skóla- og félagsmálayfirvöld hljóta að vilja koma í veg fyrir slíkar málalyktir.“ Foreldrar telpunnar fullyrða að skólastjórinn hafi lofað þeim því að tryggt yrði að dóttir þeirra mundi ekki hitta drenginn í mötuneytinu eða í frímínútum. Þá hafi telpunni verið lofað stuðningsfulltrúa til að fylgja henni á milli staða í skólanum. Við þetta hafi hins vegar ekki verið staðið. Að sögn föðurins hefur dóttir hans jafnvel setið á næsta borði við drenginn í nokkur skipti á matmálstíma. Málið hefur velkst í kerfinu síðan í fyrravetur og meðal annars komið inn á borð menntamálaráðuneytisins, sem hefur ekki séð ástæðu til að grípa inn í. Í tölvubréfi sem Árni Múli Jónsson, bæjarstjóri á Akranesi, sendi foreldrum telpunnar í júlí segir hann bæjaryfirvöld vilja fá að útbúa skriflega greinargerð um málið áður en foreldrarnir grípi til frekari aðgerða. „Þið getið þá metið stöðuna með hliðsjón af því sem þar kemur fram og ef ykkur sýnist rétt getið þið skotið málinu til umfjöllunar hjá fjölskylduráði […] og/eða leitað með málið til annarra málskotsaðila ef ekki fæst niðurstaða hjá Akraneskaupstað sem þið getið sætt ykkur við.“ Foreldrarnir fullyrða hins vegar að greinargerðin sem Árni Múli vísar til í bréfi sínu hafi aldrei skilað sér. Árni Múli vildi ekki tjá sig um málið í gær. Það vildi skólastjóri skólans ekki heldur og bar við trúnaði um málefni nemenda. stigur@frettabladid.is thorunn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent