Hvenær fóru trúmál að skipta sköpum í kosningum? Magnús sveinn Helgason skrifar 1. október 2011 03:00 Magnús sveinn Helgason Sagnfræðingurinn Magnús Sveinn Helgason, sem kennir bandarísk stjórnmál við Háskólann á Bifröst, segir ljóst að mál tengd kristinni trú og gildum séu mikilvæg í stjórnmálabaráttunni þar í landi. „Það hefur sýnt sig undanfarið að repúblikanar sem eru líklegir til að kjósa í prófkjörum hafa verið að færast til hægri og hófsömum hefur fækkað. Þessi grasrót er íhaldssöm í siðferðismálum og metur frambjóðendur út frá sinni eigin veraldarsýn. Vilji frambjóðendur komast í gegnum prófkjör þurfa þeir sem sagt að höfða afdráttarlaust til grasrótarinnar. Þarna er um nokkur lykilmál að ræða. Á tíunda áratugnum var það afstaða til fóstureyðinga en nú virðist sem nýjasta prófmálið sé þróunarkenningin gegn sköpunarkenningu Biblíunnar.“ Magnús segir að þessi trúarlegu siðferðismál hafi hafið innreið sína í stjórnmál vestanhafs fyrir alvöru með forsetaframboði demókratans Jimmys Carter árið 1976. Árin þar á undan hafi frjálslyndi aukist í samfélaginu með auknum réttindum kvenna, blökkumanna og annarra hópa sem höfðu áður verið undirokaðir, og kristna íhaldshreyfingin hafi orðið til sem viðbrögð við þeirri þróun. „Þar komu kristnir inn sem ákveðinn öflugur kjósendahópur í fyrsta sinn. Svo náði Ronald Reagan þessum hópi frá demókrötum og síðan þá hafa repúblikanar nokkurn veginn haldið þeim.“ Magnús segir áhrif strangtrúaðra hafa dvínað á níunda áratugnum og í upphafi þess tíunda en þá hafi þeir stimplað sig inn á ný. „Eftir það hafa þeir haft mjög sterka stöðu og mikið vægi í bandarískum stjórnmálum.“ Fréttir Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Sagnfræðingurinn Magnús Sveinn Helgason, sem kennir bandarísk stjórnmál við Háskólann á Bifröst, segir ljóst að mál tengd kristinni trú og gildum séu mikilvæg í stjórnmálabaráttunni þar í landi. „Það hefur sýnt sig undanfarið að repúblikanar sem eru líklegir til að kjósa í prófkjörum hafa verið að færast til hægri og hófsömum hefur fækkað. Þessi grasrót er íhaldssöm í siðferðismálum og metur frambjóðendur út frá sinni eigin veraldarsýn. Vilji frambjóðendur komast í gegnum prófkjör þurfa þeir sem sagt að höfða afdráttarlaust til grasrótarinnar. Þarna er um nokkur lykilmál að ræða. Á tíunda áratugnum var það afstaða til fóstureyðinga en nú virðist sem nýjasta prófmálið sé þróunarkenningin gegn sköpunarkenningu Biblíunnar.“ Magnús segir að þessi trúarlegu siðferðismál hafi hafið innreið sína í stjórnmál vestanhafs fyrir alvöru með forsetaframboði demókratans Jimmys Carter árið 1976. Árin þar á undan hafi frjálslyndi aukist í samfélaginu með auknum réttindum kvenna, blökkumanna og annarra hópa sem höfðu áður verið undirokaðir, og kristna íhaldshreyfingin hafi orðið til sem viðbrögð við þeirri þróun. „Þar komu kristnir inn sem ákveðinn öflugur kjósendahópur í fyrsta sinn. Svo náði Ronald Reagan þessum hópi frá demókrötum og síðan þá hafa repúblikanar nokkurn veginn haldið þeim.“ Magnús segir áhrif strangtrúaðra hafa dvínað á níunda áratugnum og í upphafi þess tíunda en þá hafi þeir stimplað sig inn á ný. „Eftir það hafa þeir haft mjög sterka stöðu og mikið vægi í bandarískum stjórnmálum.“
Fréttir Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira