Akranesbær bíður svars frá ráðuneyti í máli skólabarna 1. október 2011 09:00 Akranes Málið hefur verið báðum börnum mjög erfitt og hafa þau verið í sálfræðimeðferð vegna þess.Fréttablaðið/gva Árni Múli Jónasson Mennta- og menningarmálaráðherra mun eftir helgi kveða upp úr með það hvort bæjaryfirvöldum á Akranesi sé heimilt að flytja börn milli skóla gegn neitun foreldra þeirra. Þetta segir bæjarstjórinn Árni Múli Jónasson, spurður um mál ungrar telpu og unglingspilts sem ganga í sama grunnskóla þrátt fyrir að pilturinn hafi fyrir nokkru orðið uppvís að óeðlilegri kynferðislegri hegðun í garð telpunnar. Ráðuneytið staðfestir að það hafi málið til umfjöllunar að beiðni foreldra annars barnsins. Það hafi átt í samskiptum við forráðamenn barnanna og Akraneskaupstað og muni svara þeim eftir helgi. Foreldrar telpunnar hafa farið fram á að pilturinn verði færður í annan skóla, þar sem hún kvíði því mjög að þurfa hugsanlega að hitta hann. Sálfræðingur Barnahúss hefur metið það sem svo að réttast væri að aðskilja börnin. Sálfræðingur drengsins er hins vegar þeirrar skoðunar að það væri honum ekki fyrir bestu að skipta um skóla – hann hafi staðið sig vel í meðferð vegna málsins og litlar líkur séu á að hann brjóti af sér aftur. Foreldrar telpunnar telja réttinn sín megin og vilja ekki færa hana í annan skóla. Málið er því siglt í strand og foreldrar telpunnar hafa tekið dóttur sína úr skóla þar til lausn finnst á málinu. Árni Múli segir málið vægast sagt viðkvæmt. „Sálfræðingar og sérfræðingar í málefnum barna hafa verið að fjalla um það, meðal annars með viðtölum við hlutaðeigandi börn og forráðamenn þeirra og leita þannig leiða til að takmarka þann skaða sem háttsemin hefur valdið og getur valdið, sérstaklega og augljóslega á sálarlíf barnanna sem í hlut eiga,“ segir Árni. Í því sambandi hafi þurft að líta til þess að gerandinn sé barn í skilningi laga, sem hafi áhrif á réttarstöðuna og meðferð málsins. „Málið er því þannig vaxið að sálfræðileg úrræði sýnast líklegust til að geta orðið að gagni,“ segir Árni. Fræðsluyfirvöld á Akranesi hafi talið mjög óljóst hvort þeim væri lagalega heimilt að ákveða að flytja nemanda milli skóla vegna háttsemi utan skólatíma og umráðasvæðis skólans, án samþykkis foreldra. „Því álitaefni var skotið til mennta- og menningarmálaráðuneytisins, sem hefur haft það til skoðunar, og mér skilst að niðurstaða ráðuneytisins sé væntanleg innan skamms,“ segir Árni Múli. stigur@frettabladid.is thorunn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Árni Múli Jónasson Mennta- og menningarmálaráðherra mun eftir helgi kveða upp úr með það hvort bæjaryfirvöldum á Akranesi sé heimilt að flytja börn milli skóla gegn neitun foreldra þeirra. Þetta segir bæjarstjórinn Árni Múli Jónasson, spurður um mál ungrar telpu og unglingspilts sem ganga í sama grunnskóla þrátt fyrir að pilturinn hafi fyrir nokkru orðið uppvís að óeðlilegri kynferðislegri hegðun í garð telpunnar. Ráðuneytið staðfestir að það hafi málið til umfjöllunar að beiðni foreldra annars barnsins. Það hafi átt í samskiptum við forráðamenn barnanna og Akraneskaupstað og muni svara þeim eftir helgi. Foreldrar telpunnar hafa farið fram á að pilturinn verði færður í annan skóla, þar sem hún kvíði því mjög að þurfa hugsanlega að hitta hann. Sálfræðingur Barnahúss hefur metið það sem svo að réttast væri að aðskilja börnin. Sálfræðingur drengsins er hins vegar þeirrar skoðunar að það væri honum ekki fyrir bestu að skipta um skóla – hann hafi staðið sig vel í meðferð vegna málsins og litlar líkur séu á að hann brjóti af sér aftur. Foreldrar telpunnar telja réttinn sín megin og vilja ekki færa hana í annan skóla. Málið er því siglt í strand og foreldrar telpunnar hafa tekið dóttur sína úr skóla þar til lausn finnst á málinu. Árni Múli segir málið vægast sagt viðkvæmt. „Sálfræðingar og sérfræðingar í málefnum barna hafa verið að fjalla um það, meðal annars með viðtölum við hlutaðeigandi börn og forráðamenn þeirra og leita þannig leiða til að takmarka þann skaða sem háttsemin hefur valdið og getur valdið, sérstaklega og augljóslega á sálarlíf barnanna sem í hlut eiga,“ segir Árni. Í því sambandi hafi þurft að líta til þess að gerandinn sé barn í skilningi laga, sem hafi áhrif á réttarstöðuna og meðferð málsins. „Málið er því þannig vaxið að sálfræðileg úrræði sýnast líklegust til að geta orðið að gagni,“ segir Árni. Fræðsluyfirvöld á Akranesi hafi talið mjög óljóst hvort þeim væri lagalega heimilt að ákveða að flytja nemanda milli skóla vegna háttsemi utan skólatíma og umráðasvæðis skólans, án samþykkis foreldra. „Því álitaefni var skotið til mennta- og menningarmálaráðuneytisins, sem hefur haft það til skoðunar, og mér skilst að niðurstaða ráðuneytisins sé væntanleg innan skamms,“ segir Árni Múli. stigur@frettabladid.is thorunn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira