Gagnaverið tekur til starfa fyrir áramót 30. september 2011 04:00 vöruskemman Alls komast sex gagnaverseiningar fyrir í vöruskemmu Verne Holding að Ásbrú. Þær geta hýst 50 til 70 þúsund netþjóna.mynd/víkurfréttir Fyrstu einingunni í gagnaver Verne Holding á Ásbrú í Reykjanesbæ verður skipað upp í Keflavík innan tveggja vikna. Gert er ráð fyrir því að starfsemi hefjist suður með sjó á næstu mánuðum. Lisa Rhodes, varaforstjóri markaðs- og sölusviðs fyrirtækisins, sem gengur undir nafninu Verne Global, segir að um nýjung sé að ræða í gagnavörslu. Um forsmíðuð hús er að ræða sem raðað verður inn í skemmu fyrirtækisins á Ásbrú. Einingarnar nefnast Modular Data Center. „Það er virkilega áhugavert að fylgjast með því hvernig einingunum er komið upp. Þær koma framleiddar í 500 fermetra boxum og sex slíkar komast fyrir í byggingunni okkar á Íslandi,“ segir Rhodes. Rhodes vill ekki upplýsa um hve mikla fjárfestingu er að ræða en segir hana umtalsverða. Samkvæmt upplýsingum frá Verne Global verður gagnaverið að Ásbrú hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum sem ekki gefur frá sér gróðurhúsalofttegundir. Það skýrist af því að verið sé knúið af endurnýjanlegum orkugjöfum. Jonathan Koomey, prófessor við Stanford-háskóla, segir að rafmagn til gagnavera hafi numið 1,1 til 1,5 prósentum af heimsnotkun á rafmagni árið 2010. Það er minna en búist var við en hefur þó aukist um 56 prósent frá árinu 2005. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Loftslagsmál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Fyrstu einingunni í gagnaver Verne Holding á Ásbrú í Reykjanesbæ verður skipað upp í Keflavík innan tveggja vikna. Gert er ráð fyrir því að starfsemi hefjist suður með sjó á næstu mánuðum. Lisa Rhodes, varaforstjóri markaðs- og sölusviðs fyrirtækisins, sem gengur undir nafninu Verne Global, segir að um nýjung sé að ræða í gagnavörslu. Um forsmíðuð hús er að ræða sem raðað verður inn í skemmu fyrirtækisins á Ásbrú. Einingarnar nefnast Modular Data Center. „Það er virkilega áhugavert að fylgjast með því hvernig einingunum er komið upp. Þær koma framleiddar í 500 fermetra boxum og sex slíkar komast fyrir í byggingunni okkar á Íslandi,“ segir Rhodes. Rhodes vill ekki upplýsa um hve mikla fjárfestingu er að ræða en segir hana umtalsverða. Samkvæmt upplýsingum frá Verne Global verður gagnaverið að Ásbrú hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum sem ekki gefur frá sér gróðurhúsalofttegundir. Það skýrist af því að verið sé knúið af endurnýjanlegum orkugjöfum. Jonathan Koomey, prófessor við Stanford-háskóla, segir að rafmagn til gagnavera hafi numið 1,1 til 1,5 prósentum af heimsnotkun á rafmagni árið 2010. Það er minna en búist var við en hefur þó aukist um 56 prósent frá árinu 2005. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Loftslagsmál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira