Mesta hviðan meira en fimmtíu metrar á sekúndu Gular veðurviðvaranir eru í gildi vegna hvassviðris á Austfjörðum og Suðausturlandi, en vindhviður hafa náð allt að 54 metrum á sekúndu. Veðrið ætti að ganga niður í fyrramálið, en þá er útlit fyrir blíðskaparveður víðast hvar á landinu. 28.6.2024 11:03
Ekki hægt að sitja bara á Bessastöðum og bíða Fráfarandi forseti lýðveldisins segir heimsóknir á leikskóla og hjúkrunarheimili mikilvægan hluta af verkefnum forseta, ekki síður en fundi með mikilsmetnum þjóðhöfðingjum. 26.6.2024 23:13
„Ánægjulegt að sjá hvað fólk var yfirvegað“ Eldur kviknaði við veitingastað á jarðhæð turnsins á Höfðatorgi í dag og rýma þurfti bygginguna þar sem á annað þúsund manns starfa. Lögregla rannsakar nú eldsupptök. Slökkviliðsstjóri segir rýmingu hafa gengið afbragðsvel. 26.6.2024 19:40
Þrjótarnir geri ekki greinarmun á bílasölum eða fjölmiðlum Framkvæmdastjóri netöryggisfélags telur orðum aukið að leggja megi netárás sem útgáfufélagið Árvakur varð fyrir um helgina að jöfnu við aðför að lýðræði í landinu. Ekkert bendi til þess að ráðist hafi verið á Árvakur vegna þess að um fjölmiðlafyrirtæki sé að ræða. 26.6.2024 15:00
Héldu fyrst að um æfingu væri að ræða Maður sem starfar í turninum við Höfðatorg, þar sem eldur logar nú á fyrstu hæð, segir slökkvilið hafa komið hratt á vettvang. Rýming virðist hafa gengið vel þrátt fyrir að fjöldi fólks væri í húsinu. 26.6.2024 11:59
Milljón í málskostnað út af 50 þúsund kalli Félag hefur í héraði verið dæmt til að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum 55.675 krónur í vangoldin laun, auk vaxta, vegna tveggja veikindadaga. Nokkru hærri er upphæð málskostnaðar sem félaginu var gert að greiða starfsmanninum fyrrverandi, eða rúmlega milljón krónur. 25.6.2024 22:17
Umtalsvert tjón og tveimur bjargað úr húsinu Slökkvistarfi vegna bruna í fjölbýlishúsi á Akranesi er lokið. Slökkvilið sótti tvo í húsið með stigabíl, en þeim var þó ekki búin bráð hætta. 25.6.2024 12:27
Handtóku á þriðja tug manna og lögðu hald á 40 milljónir króna og fjölda skotvopna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á samtals rúmlega sex kíló af kókaíni og amfetamíni í umfangsmiklu máli sem hefur verið til rannsóknar hjá embættinu um nokkurt skeið. Lögregla lagði einnig hald á 40 milljónir króna í reiðufé, fjölda skotvopna og peningatalningavélar. 25.6.2024 10:43
Haldlögðu meira en tvö tonn af grasi og handtóku 42 Yfir 400 lögreglumenn frá Frakklandi, Spáni og Tyrklandi réðust í umfangsmiklar aðgerðir á dögunum og ráku fleyg í starfsemi skipulagðra glæpasamtaka á Spáni. Samtökin stóðu í stórtækum innflutningi á kannabis til vestur-Evrópu og eru einnig grunuð um að flytja heróin inn í Evrópusambandslönd. 25.6.2024 08:02
Meðlimur úr öryggissveit Orbáns lést í bílslysi Lögreglumaður sem var í öryggissveit Viktors Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, lést í bílslysi í þýsku borginni Stuttgart í gær. Þar var Orban staddur ásamt föruneyti sínu til að fylgjast með leik Ungverja á EM í knattspyrnu. 25.6.2024 07:32