Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. maí 2025 21:31 Parísarhjól gæti brátt risið á Miðbakka að nýju. Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg hyggst auglýsa eftir áhugasmömum aðila til að reka parísarhjól á Miðbakka í sumar. Verkefnið skilaði borginni ágóða á síðasta ári. Parísarhjól var sett upp á Miðbakka síðastliðið sumar, en þá var um tilraunaverkefni að ræða. Í tilkynningu á vef borgarinnar segir að verkefnið hafi gengið vel, og því ákveðið að endurtaka leikinn og auglýsa eftir aðila til að reka hjólið í ár. Einar Þorsteinsson, þáverandi borgarstjóri, fór fyrstu ferð í parísarhjólinu með fréttamanni Stöðvar 2 á síðasta ári: Í tilkynningunni segir að ef viðunandi tilboð berist verði gerður samningur við Faxaflóahafnir um afnot af svæði á Miðbakka, með möguleika á eins árs framlengingu. Sá samningur sé háður samþykki borgarráðs. Félagið Taylor's Tivoli Iceland ehf. sá um rekstur parísarhjólsins í fyrra. Þá var gengið úr skugga um að búnaðurinn stæðist íslenskar aðstæður, þar með talið vindálag og jarðhræringar. „Áhersla var lögð á góða hljóðvist í kringum parísarhjólið og reyndust áhyggjur af hávaða óþarfar, svo lítið heyrðist í parísarhjólinu að það mældist ekki í mælingum vegna umferðar á Geirsgötu,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að áhugi á rekstri hjólsuns hafi reynst meiri en ráðgert var, og ljóst að um langtímaverkefni gæti verið að ræða væru áhugasamir aðilar til staðar. Taylor's Tivoli Iceland hafi greitt þrjár milljónir króna auk virðisaukaskatts fyrir leigu á líðinni, og verkefnið hafi skilað gróða fyrir borgina. Hver ferð í hjólið kostaði þrjú þúsund krónur. Helsti kostnaður Reykjavíkur vegna verkefnisins hafi verið tilfærsla hjólabrettaramps á Klambratún og greiðsla fyrir verkfræðiráðgjöf við mat á öryggisatriðum. Reykjavík Parísarhjól á Miðbakka Ferðaþjónusta Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira
Parísarhjól var sett upp á Miðbakka síðastliðið sumar, en þá var um tilraunaverkefni að ræða. Í tilkynningu á vef borgarinnar segir að verkefnið hafi gengið vel, og því ákveðið að endurtaka leikinn og auglýsa eftir aðila til að reka hjólið í ár. Einar Þorsteinsson, þáverandi borgarstjóri, fór fyrstu ferð í parísarhjólinu með fréttamanni Stöðvar 2 á síðasta ári: Í tilkynningunni segir að ef viðunandi tilboð berist verði gerður samningur við Faxaflóahafnir um afnot af svæði á Miðbakka, með möguleika á eins árs framlengingu. Sá samningur sé háður samþykki borgarráðs. Félagið Taylor's Tivoli Iceland ehf. sá um rekstur parísarhjólsins í fyrra. Þá var gengið úr skugga um að búnaðurinn stæðist íslenskar aðstæður, þar með talið vindálag og jarðhræringar. „Áhersla var lögð á góða hljóðvist í kringum parísarhjólið og reyndust áhyggjur af hávaða óþarfar, svo lítið heyrðist í parísarhjólinu að það mældist ekki í mælingum vegna umferðar á Geirsgötu,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að áhugi á rekstri hjólsuns hafi reynst meiri en ráðgert var, og ljóst að um langtímaverkefni gæti verið að ræða væru áhugasamir aðilar til staðar. Taylor's Tivoli Iceland hafi greitt þrjár milljónir króna auk virðisaukaskatts fyrir leigu á líðinni, og verkefnið hafi skilað gróða fyrir borgina. Hver ferð í hjólið kostaði þrjú þúsund krónur. Helsti kostnaður Reykjavíkur vegna verkefnisins hafi verið tilfærsla hjólabrettaramps á Klambratún og greiðsla fyrir verkfræðiráðgjöf við mat á öryggisatriðum.
Reykjavík Parísarhjól á Miðbakka Ferðaþjónusta Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira