Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. maí 2025 12:25 Sigurjón Þórðarson er formaður atvinnuveganefndar. Vísir/Vilhelm Tillaga um að vísa frumvarpi atvinnuvegaráðherra um veiðigjöld til efnahags- og viðskiptanefndar frekar en atvinnuveganefndar verður tekin fyrir á Alþingi í dag. Formaður atvinnuveganefndar telur að þing verði að störfum fram í júlí, hið minnsta. Fyrstu umræðu um frumvarp til breytinga á lögum um veiðigjald lauk á sérstökum þingfundi á laugardag, sem boðað var til með skömmum fyrirvara. Þingfundi var frestað eftir að mælendaskrá tæmdist og þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins lagði fram tillögu um að vísa málinu til efnahags- og viðskiptanefndar, frekar en atvinnuveganefndar. Atkvæði um tillöguna verða greidd á þingfundi sem hefst klukkan þrjú í dag. Andstaðan vilji mála hækkunina upp sem skattahækkun Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar, telur minnihutann vilja búa til læti í þinginu með tillögunni. „Ég held að það sem vaki fyrir stjórnarandstöðunni, án þess að ég viti það nákvæmlega, sé að merkja þetta mál sem skattahækkun en ekki breytingu á veiðigjöldum eða leiðréttingu,“ segir Sigurjón. En er það ekki skattahækkun? Kemur það ekki fram í frumvarpinu, þó það geti líka verið leiðrétting? „Auðvitað fáum við hærri gjöld, það hefur alltaf legið fyrir. En málið er auðvitað það að veiðigjöldin, eftir því sem best er vitað, hafa alltaf fengið umfjöllun í atvinnuveganefndinni. Hvers vegna ætti það að vera með öðrum hætti núna?“ Verði að störfum fram í júlí Alvanalegt sé að atkvæðagreiðslum um nefndarvísan sé frestað að lokinni fyrstu umræðu. Hann reikni með því að málið endi á borði atvinnuveganefndar eftir atkvæðagreiðslu dagsins. Nokkurn tíma muni taka að vinna málið í nefnd. „Ég reikna með meira en tveimur vikum, það er alveg ljóst.“ Hann segir að málið verði engu að síður klárað fyrir sumarhlé, hvenær sem það verði. „Ég reikna ekkert með þinghléi fyrr en í fyrsta lagi í júlí,“ segir Sigurjón. Samkvæmt 10. grein þingskaparlaga er sumarhlé þingsins frá 1. júlí til 10. ágúst, en fræðilega gæti meirihlutinn þó ákveðið að þing starfaði lengur en það, eftir því sem fréttastofa kemst næst. Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir það „smá vandræðalegt“ fyrir ríkisstjórnina að hafa ekki getað mannað atkvæðagreiðslu á þingfundi sem þau sjálf ákváðu að setja á dagskrá. Hún lagði til á þingi í dag að frumvarpið yrði lagt fyrir efnahags og viðskiptanefnd í stað atvinnuveganefndar, en atkvæði verða greidd um tillöguna á mánudaginn. 11. maí 2025 00:19 „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Atvinnuvegaráðherra segir framgöngu stjórnarandstöðunnar á þingi vegna frumvarps um veiðigjald vera orðabókaskilgreininguna á málþófi. Hún viðurkennir þó að það sé ekki heppilegt að hún hafi verið fjarverandi síðustu daga fyrstu umræðu. 10. maí 2025 19:01 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Fyrstu umræðu um frumvarp til breytinga á lögum um veiðigjald lauk á sérstökum þingfundi á laugardag, sem boðað var til með skömmum fyrirvara. Þingfundi var frestað eftir að mælendaskrá tæmdist og þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins lagði fram tillögu um að vísa málinu til efnahags- og viðskiptanefndar, frekar en atvinnuveganefndar. Atkvæði um tillöguna verða greidd á þingfundi sem hefst klukkan þrjú í dag. Andstaðan vilji mála hækkunina upp sem skattahækkun Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar, telur minnihutann vilja búa til læti í þinginu með tillögunni. „Ég held að það sem vaki fyrir stjórnarandstöðunni, án þess að ég viti það nákvæmlega, sé að merkja þetta mál sem skattahækkun en ekki breytingu á veiðigjöldum eða leiðréttingu,“ segir Sigurjón. En er það ekki skattahækkun? Kemur það ekki fram í frumvarpinu, þó það geti líka verið leiðrétting? „Auðvitað fáum við hærri gjöld, það hefur alltaf legið fyrir. En málið er auðvitað það að veiðigjöldin, eftir því sem best er vitað, hafa alltaf fengið umfjöllun í atvinnuveganefndinni. Hvers vegna ætti það að vera með öðrum hætti núna?“ Verði að störfum fram í júlí Alvanalegt sé að atkvæðagreiðslum um nefndarvísan sé frestað að lokinni fyrstu umræðu. Hann reikni með því að málið endi á borði atvinnuveganefndar eftir atkvæðagreiðslu dagsins. Nokkurn tíma muni taka að vinna málið í nefnd. „Ég reikna með meira en tveimur vikum, það er alveg ljóst.“ Hann segir að málið verði engu að síður klárað fyrir sumarhlé, hvenær sem það verði. „Ég reikna ekkert með þinghléi fyrr en í fyrsta lagi í júlí,“ segir Sigurjón. Samkvæmt 10. grein þingskaparlaga er sumarhlé þingsins frá 1. júlí til 10. ágúst, en fræðilega gæti meirihlutinn þó ákveðið að þing starfaði lengur en það, eftir því sem fréttastofa kemst næst.
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir það „smá vandræðalegt“ fyrir ríkisstjórnina að hafa ekki getað mannað atkvæðagreiðslu á þingfundi sem þau sjálf ákváðu að setja á dagskrá. Hún lagði til á þingi í dag að frumvarpið yrði lagt fyrir efnahags og viðskiptanefnd í stað atvinnuveganefndar, en atkvæði verða greidd um tillöguna á mánudaginn. 11. maí 2025 00:19 „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Atvinnuvegaráðherra segir framgöngu stjórnarandstöðunnar á þingi vegna frumvarps um veiðigjald vera orðabókaskilgreininguna á málþófi. Hún viðurkennir þó að það sé ekki heppilegt að hún hafi verið fjarverandi síðustu daga fyrstu umræðu. 10. maí 2025 19:01 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
„Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir það „smá vandræðalegt“ fyrir ríkisstjórnina að hafa ekki getað mannað atkvæðagreiðslu á þingfundi sem þau sjálf ákváðu að setja á dagskrá. Hún lagði til á þingi í dag að frumvarpið yrði lagt fyrir efnahags og viðskiptanefnd í stað atvinnuveganefndar, en atkvæði verða greidd um tillöguna á mánudaginn. 11. maí 2025 00:19
„Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Atvinnuvegaráðherra segir framgöngu stjórnarandstöðunnar á þingi vegna frumvarps um veiðigjald vera orðabókaskilgreininguna á málþófi. Hún viðurkennir þó að það sé ekki heppilegt að hún hafi verið fjarverandi síðustu daga fyrstu umræðu. 10. maí 2025 19:01