Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Vésteinn Örn Pétursson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 12. maí 2025 20:48 Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Miðflokksins segir koma sér á óvart að Daði Már Kristófersson starfandi atvinnuvegaráðherra hafi verið á vinnufundi á vegum Viðreisnar í Smiðju meðan stjórnarandstaðan boðaði hann á þingfund á laugardag. Það sé ekki Daða að meta hvaða fundir séu mikilvægari en aðrir þegar hann er boðaður með þessum hætti. Heitar umræður urðu á Alþingi í dag vegna þingfundarins á laugardaginn, meðal annars vegna þess að þá hafði tillögu um nefndarvísan frumvarpsins verið frestað þar til í dag en verulega hitnaði í hamsi þegar mætingarleysi Daða á fundinn var til umræðu. Fyrr í kvöld var samþykkt tillaga um að frumvarpinu skyldi vísað til atvinnuveganefndar í stað efnahags- og viðskiptanefndar. Stjórnarandstaðan hafði lagt fram að því yrði frekar vísað í hina síðarnefndu nefnd þar sem um skattamál væri að ræða, líkt og Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins sagði í samtali við fréttamann fyrr í kvöld. Nokkrum sögum fer af því hvers vegna Daði mætti ekki á þingfundinn á laugardaginn en í óundirbúnum fyrirspurnum í dag, eftir að stjórnarandstaðan lét spurningum þess efnis rigna yfir hann, sagðist Daði hafa haft öðrum skyldum að gegna. Hann hafði ætlað sér að mæta undir lokin en þingfundinum verið slitið fyrr en áætlað var. Bergþór gefur lítið fyrir þessar skýringar. „Okkur er í tvígang sagt að það sé verið að sækja hann í hús. Hann sé fastur í erindagjörðum, væntanlega opinberu, og sé væntanlegur. Síðan kemur í ljós að Daði sat í húsi allan tímann á einhverjum vinnufundi Viðreisnar.“ Í umfjöllun Mbl.is um málið segir að ef marka má myndir á samfélagsmiðlum hafi hann verið á vinnustofu á vegum grasrótar Viðreisnar sem hét „Við erum í ríkisstjórn. Hvað nú?“. „Hann er ekki í þeirri stöðu að meta hvaða fundur er mikilvægur og hver ekki í þessu samhengi. Þegar búið er að gera boð eftir ráðherranum þá ber honum að mæta og sérstaklega þegar hann er í húsi. Þetta er sérstök gerð af hroka og vanvirðingu í garð þingsins.“ Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Miðflokkurinn Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Sjá meira
Heitar umræður urðu á Alþingi í dag vegna þingfundarins á laugardaginn, meðal annars vegna þess að þá hafði tillögu um nefndarvísan frumvarpsins verið frestað þar til í dag en verulega hitnaði í hamsi þegar mætingarleysi Daða á fundinn var til umræðu. Fyrr í kvöld var samþykkt tillaga um að frumvarpinu skyldi vísað til atvinnuveganefndar í stað efnahags- og viðskiptanefndar. Stjórnarandstaðan hafði lagt fram að því yrði frekar vísað í hina síðarnefndu nefnd þar sem um skattamál væri að ræða, líkt og Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins sagði í samtali við fréttamann fyrr í kvöld. Nokkrum sögum fer af því hvers vegna Daði mætti ekki á þingfundinn á laugardaginn en í óundirbúnum fyrirspurnum í dag, eftir að stjórnarandstaðan lét spurningum þess efnis rigna yfir hann, sagðist Daði hafa haft öðrum skyldum að gegna. Hann hafði ætlað sér að mæta undir lokin en þingfundinum verið slitið fyrr en áætlað var. Bergþór gefur lítið fyrir þessar skýringar. „Okkur er í tvígang sagt að það sé verið að sækja hann í hús. Hann sé fastur í erindagjörðum, væntanlega opinberu, og sé væntanlegur. Síðan kemur í ljós að Daði sat í húsi allan tímann á einhverjum vinnufundi Viðreisnar.“ Í umfjöllun Mbl.is um málið segir að ef marka má myndir á samfélagsmiðlum hafi hann verið á vinnustofu á vegum grasrótar Viðreisnar sem hét „Við erum í ríkisstjórn. Hvað nú?“. „Hann er ekki í þeirri stöðu að meta hvaða fundur er mikilvægur og hver ekki í þessu samhengi. Þegar búið er að gera boð eftir ráðherranum þá ber honum að mæta og sérstaklega þegar hann er í húsi. Þetta er sérstök gerð af hroka og vanvirðingu í garð þingsins.“
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Miðflokkurinn Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Sjá meira