Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. maí 2025 20:51 Ómvölurnar fundust að lokum. Kolbrún Birna Kona sem varð fyrir því óláni að henda óvart heyrnartólunum sínum í pappagám Sorpu fékk sannkallaða afbragðsþjónustu þegar hún sneri aftur, sex tímum síðar, til að endurheimta þau. Starfsmaður Sorpu leitaði hátt og lágt í gáminum þar til heyrnartólin fundust. Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann fór samviskusamlega með papparusl á Sorpu úti á Granda í hádeginu í dag, til þess að varna því að pappatunna við heimili hennar yrði yfirfull. Þegar ferðinni var lokið hafi hún haldið daglegu amstri áfram, þar til hún varð þess áskynja að ómvölur hennar (e. AirPods) voru hvergi sjáanlegar. Eftir að hafa reynt að nota smáforrit í símanum til að staðsetja völurnar, án árangurs, hafi farið að renna á hana tvær grímur. Kolbrún hyggur á að færa starfsmanninum köku eða annað þvíumlíkt í þakkarskyni á morgun. „Ég reyni að hringja á Sorpu en það er ekki svarað því skrifstofan lokar klukkan fjögur. Ég renni við þegar það er svona korter í lokun úti á Granda. Strákurinn man eftir mér og ég segist mögulega hafa gleymt AirPods í pappapokanum,“ segir Kolbrún. Komu í leitirnar eftir korters grams Engin leið hafi verið að skanna innihald pappagámsins, en þegar þarna er komið sögu hafði sex klukkutíma virði af papparusli bæst í hann frá fyrri sorpuferð Kolbrúnar. Því hafi ekkert verið í stöðunni annað en að byrja að gramsa. Leitinni að ómvölunum í pappahafinu mætti ef til vill jafna við leit að nál í heystakki.Kolbrún Birna „Hann var eitthvað að hjálpa mér, kom með hrífu og ég spurði hvort ég mætti fara ofan í gáminn, en það mátti ekki. Svo endar það á því að hann fer ofan í fyrir mig. Hann byrjar að gramsa og eftir svona korters grams þá eru þau þarna, ofan í pappapokanum lengst ofan í, undir sex klukkutímum af nýju pappadrasli. Það var nóg annað búið að fara þarna ofan á.“ Ómvölurnar hafi verið í toppstandi þegar þær fundust. Kolbrún segist ekki hafa gert þá kröfu til starfsmannsins að hann hjálpaði, en hann hafi verið allur af vilja gerður, sem hafi skilað sér að lokum. Þakkar fyrir sig með köku á morgun Kolbrún segist ekki hafa náð nafninu á starfsmanninum, en hún ætli rétt að vona að hann verði útnefndur starfsmaður mánaðarins. Starfsmaðurinn tók til óspilltra málanna og óð inn í pappagáminn.Kolbrún Birna „Ég ætla að mæta með köku eða eitthvað til hans á morgun. Ég var þarna rétt fyrir lokun og náði ekki að gera neitt fyrir hann til baka, en ég renni við þarna á morgun.“ Og skilur AirPodsin eftir úti í bíl á meðan? „Já, einmitt. Hef þau í læstum vasa einhvers staðar á meðan,“ segir Kolbrún og hlær við. Ómvölur eru orðnar ansi vinsæl tegund heyrnartóla, en eru því marki brenndar að nokkuð auðvelt er að týna þeim, þar sem þær eru þráðlausar og afar litlar. Í upphafi árs var greint frá því að hundurinn Mosi hefði unnið svipað góðverk og ónafngreindi Sorpustarfsmaðurinn, þegar hann þefaði uppi hvít heyrnartólin í snæviþöktum Vatnsenda. Góðverk Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann fór samviskusamlega með papparusl á Sorpu úti á Granda í hádeginu í dag, til þess að varna því að pappatunna við heimili hennar yrði yfirfull. Þegar ferðinni var lokið hafi hún haldið daglegu amstri áfram, þar til hún varð þess áskynja að ómvölur hennar (e. AirPods) voru hvergi sjáanlegar. Eftir að hafa reynt að nota smáforrit í símanum til að staðsetja völurnar, án árangurs, hafi farið að renna á hana tvær grímur. Kolbrún hyggur á að færa starfsmanninum köku eða annað þvíumlíkt í þakkarskyni á morgun. „Ég reyni að hringja á Sorpu en það er ekki svarað því skrifstofan lokar klukkan fjögur. Ég renni við þegar það er svona korter í lokun úti á Granda. Strákurinn man eftir mér og ég segist mögulega hafa gleymt AirPods í pappapokanum,“ segir Kolbrún. Komu í leitirnar eftir korters grams Engin leið hafi verið að skanna innihald pappagámsins, en þegar þarna er komið sögu hafði sex klukkutíma virði af papparusli bæst í hann frá fyrri sorpuferð Kolbrúnar. Því hafi ekkert verið í stöðunni annað en að byrja að gramsa. Leitinni að ómvölunum í pappahafinu mætti ef til vill jafna við leit að nál í heystakki.Kolbrún Birna „Hann var eitthvað að hjálpa mér, kom með hrífu og ég spurði hvort ég mætti fara ofan í gáminn, en það mátti ekki. Svo endar það á því að hann fer ofan í fyrir mig. Hann byrjar að gramsa og eftir svona korters grams þá eru þau þarna, ofan í pappapokanum lengst ofan í, undir sex klukkutímum af nýju pappadrasli. Það var nóg annað búið að fara þarna ofan á.“ Ómvölurnar hafi verið í toppstandi þegar þær fundust. Kolbrún segist ekki hafa gert þá kröfu til starfsmannsins að hann hjálpaði, en hann hafi verið allur af vilja gerður, sem hafi skilað sér að lokum. Þakkar fyrir sig með köku á morgun Kolbrún segist ekki hafa náð nafninu á starfsmanninum, en hún ætli rétt að vona að hann verði útnefndur starfsmaður mánaðarins. Starfsmaðurinn tók til óspilltra málanna og óð inn í pappagáminn.Kolbrún Birna „Ég ætla að mæta með köku eða eitthvað til hans á morgun. Ég var þarna rétt fyrir lokun og náði ekki að gera neitt fyrir hann til baka, en ég renni við þarna á morgun.“ Og skilur AirPodsin eftir úti í bíl á meðan? „Já, einmitt. Hef þau í læstum vasa einhvers staðar á meðan,“ segir Kolbrún og hlær við. Ómvölur eru orðnar ansi vinsæl tegund heyrnartóla, en eru því marki brenndar að nokkuð auðvelt er að týna þeim, þar sem þær eru þráðlausar og afar litlar. Í upphafi árs var greint frá því að hundurinn Mosi hefði unnið svipað góðverk og ónafngreindi Sorpustarfsmaðurinn, þegar hann þefaði uppi hvít heyrnartólin í snæviþöktum Vatnsenda.
Góðverk Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira