Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. maí 2025 20:53 Konurnar tvær segja farir sínar langt frá því sléttar eftir leigubílaferðina. Tvær ástralskar ferðakonur lýsa martraðakenndri leigubílaferð hér á landi, þar sem ekið var með þær upp að skíðasvæðinu í Bláfjöllum, þvert á óskir þeirra. Þær hafi verið rukkaðar um hátt í þrjátíu þúsund krónur, en ferðin hafi átt að kosta um sjö þúsund. Saga kvennanna tveggja hefur farið nokkuð hátt á samfélagsmiðlum, en lögfræðingur sem aðstoðaði þær við að leita réttar síns er meðal þeirra sem greint hefur frá málinu. Bílstjórinn hafi þóst vera frá Hreyfli Þar lýsir hann því að konurnar, sem voru ferðamenn hér í síðasta mánuði, hafi pantað leigubíl úr miðborg Reykjavíkur, og viljað fara í norðurljósaferð sem átti að byrja við Bláfjallaveg í Hafnarfirði. Leigubílstjóri, sem hafi þóst starfa fyrir Hreyfil, hafi hins vegar ekið þeim að skíðasvæðinu í Bláfjöllum, þrátt fyrir andmæli kvennanna. Þær heita Belinda og Karen, en sú síðarnefnda er iðulega kölluð Mei Mei. „Ég sagði við hann: Hvert ertu að fara vinur? Hvert ertu að fara með okkur? Hann sagðist vera að fara með okkur þangað sem við hefðum beðið um. Ég sagði að svo væri ekki. Svona gekk þetta og hann varð mjög árásargjarn,“ segir Belinda Cabria, önnur kvennanna tveggja, í samtali við fréttastofu. „Hann neitaði að snúa við, á meðan við fylgdumst með á Google Maps. Við vorum sífellt að færast fjær og fjær.“ Rætt var við ferðalangana tvo í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Fargjaldið nálægt 30 þúsund Þegar leigubílstjóranum hafi orðið ljóst að konurnar vissu að hann væri ekki að fara með þær á Hafnarfjörð hafi hann ekið þeim í Hafnarfjörð, þegar norðurljósatúrinn var löngu farinn. Enginn hafi verið á starfsstöð ferðaþjónustufyrirtækisins sem hélt úti túrnum, og kalt og dimmt úti í hrauninu í Hafnarfirði. Fyrir þetta hafi þær þurft að reiða fram 27.500 krónur, en uppgefið áætlaðverð fyrir ferðina hafi verið um 7.000 krónur. Belinda segir hafa tekið margar tilraunir að tala um fyrir bílstjóranum. Hann hafi haldið því til streitu að hann væri að fara rétta leið, þegar svo var ekki. „Hann öskraði og gólaði á Mei Mei, og hún var orðin svo hrædd að hún endaði á að borga honum.“ Fréttastofa hefur upplýsingar um að kvörtun vegna málsins sé nú inni á borði Samgöngustofu, en konurnar leituðu einnig til lögreglunnar. „Það var ekki sérlega hjálplegt, þar sem lögreglan trúði okkur ekki,“ segir Belinda. „Hann var hummaði þetta frá sér, og hafði ekki áhuga á að hlusta á það sem við höfðum að segja,“ segir Mei Mei, um lögreglumanninn sem þær báru erindið upp við. Vilja vara aðra við Báðar segjast konurnar fullvissar um að bílstjórinn hafi vitað hvað hann var að gera. „Annað hvort var hann að gera þetta til að græða peninga, eða hann hafði eitthvað annað illt í hyggju,“ segir Belinda. Þær vilji vara aðra ferðalanga við því sem þær hafi lent í. Karen, eða Mei Mei, segist aldrei hafa upplifað nokkuð líkt umræddri leigubílaferð á ferðalögum sínum.Facebook „Vegna þess að ég hef ferðast á eigin vegum í 20 ár og ég hef aldrei upplifað neitt svona áður,“ segir Mei Mei. Belinda segir að haft hafi verið samband við sendiráð Ástralíu í Kaupmannahöfn vegna málsins, og að utanríkisþjónustan muni vara ástralska ferðalanga við hættum á íslenskum leigubílamarkaði. Verra sé þó að hugsa til þeirrar stöðu sem Íslendingar séu í vegna brotalama í kerfinu. Leigubílar Ferðaþjónusta Samgöngur Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Saga kvennanna tveggja hefur farið nokkuð hátt á samfélagsmiðlum, en lögfræðingur sem aðstoðaði þær við að leita réttar síns er meðal þeirra sem greint hefur frá málinu. Bílstjórinn hafi þóst vera frá Hreyfli Þar lýsir hann því að konurnar, sem voru ferðamenn hér í síðasta mánuði, hafi pantað leigubíl úr miðborg Reykjavíkur, og viljað fara í norðurljósaferð sem átti að byrja við Bláfjallaveg í Hafnarfirði. Leigubílstjóri, sem hafi þóst starfa fyrir Hreyfil, hafi hins vegar ekið þeim að skíðasvæðinu í Bláfjöllum, þrátt fyrir andmæli kvennanna. Þær heita Belinda og Karen, en sú síðarnefnda er iðulega kölluð Mei Mei. „Ég sagði við hann: Hvert ertu að fara vinur? Hvert ertu að fara með okkur? Hann sagðist vera að fara með okkur þangað sem við hefðum beðið um. Ég sagði að svo væri ekki. Svona gekk þetta og hann varð mjög árásargjarn,“ segir Belinda Cabria, önnur kvennanna tveggja, í samtali við fréttastofu. „Hann neitaði að snúa við, á meðan við fylgdumst með á Google Maps. Við vorum sífellt að færast fjær og fjær.“ Rætt var við ferðalangana tvo í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Fargjaldið nálægt 30 þúsund Þegar leigubílstjóranum hafi orðið ljóst að konurnar vissu að hann væri ekki að fara með þær á Hafnarfjörð hafi hann ekið þeim í Hafnarfjörð, þegar norðurljósatúrinn var löngu farinn. Enginn hafi verið á starfsstöð ferðaþjónustufyrirtækisins sem hélt úti túrnum, og kalt og dimmt úti í hrauninu í Hafnarfirði. Fyrir þetta hafi þær þurft að reiða fram 27.500 krónur, en uppgefið áætlaðverð fyrir ferðina hafi verið um 7.000 krónur. Belinda segir hafa tekið margar tilraunir að tala um fyrir bílstjóranum. Hann hafi haldið því til streitu að hann væri að fara rétta leið, þegar svo var ekki. „Hann öskraði og gólaði á Mei Mei, og hún var orðin svo hrædd að hún endaði á að borga honum.“ Fréttastofa hefur upplýsingar um að kvörtun vegna málsins sé nú inni á borði Samgöngustofu, en konurnar leituðu einnig til lögreglunnar. „Það var ekki sérlega hjálplegt, þar sem lögreglan trúði okkur ekki,“ segir Belinda. „Hann var hummaði þetta frá sér, og hafði ekki áhuga á að hlusta á það sem við höfðum að segja,“ segir Mei Mei, um lögreglumanninn sem þær báru erindið upp við. Vilja vara aðra við Báðar segjast konurnar fullvissar um að bílstjórinn hafi vitað hvað hann var að gera. „Annað hvort var hann að gera þetta til að græða peninga, eða hann hafði eitthvað annað illt í hyggju,“ segir Belinda. Þær vilji vara aðra ferðalanga við því sem þær hafi lent í. Karen, eða Mei Mei, segist aldrei hafa upplifað nokkuð líkt umræddri leigubílaferð á ferðalögum sínum.Facebook „Vegna þess að ég hef ferðast á eigin vegum í 20 ár og ég hef aldrei upplifað neitt svona áður,“ segir Mei Mei. Belinda segir að haft hafi verið samband við sendiráð Ástralíu í Kaupmannahöfn vegna málsins, og að utanríkisþjónustan muni vara ástralska ferðalanga við hættum á íslenskum leigubílamarkaði. Verra sé þó að hugsa til þeirrar stöðu sem Íslendingar séu í vegna brotalama í kerfinu.
Leigubílar Ferðaþjónusta Samgöngur Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent