Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. maí 2025 20:53 Konurnar tvær segja farir sínar langt frá því sléttar eftir leigubílaferðina. Tvær ástralskar ferðakonur lýsa martraðakenndri leigubílaferð hér á landi, þar sem ekið var með þær upp að skíðasvæðinu í Bláfjöllum, þvert á óskir þeirra. Þær hafi verið rukkaðar um hátt í þrjátíu þúsund krónur, en ferðin hafi átt að kosta um sjö þúsund. Saga kvennanna tveggja hefur farið nokkuð hátt á samfélagsmiðlum, en lögfræðingur sem aðstoðaði þær við að leita réttar síns er meðal þeirra sem greint hefur frá málinu. Bílstjórinn hafi þóst vera frá Hreyfli Þar lýsir hann því að konurnar, sem voru ferðamenn hér í síðasta mánuði, hafi pantað leigubíl úr miðborg Reykjavíkur, og viljað fara í norðurljósaferð sem átti að byrja við Bláfjallaveg í Hafnarfirði. Leigubílstjóri, sem hafi þóst starfa fyrir Hreyfil, hafi hins vegar ekið þeim að skíðasvæðinu í Bláfjöllum, þrátt fyrir andmæli kvennanna. Þær heita Belinda og Karen, en sú síðarnefnda er iðulega kölluð Mei Mei. „Ég sagði við hann: Hvert ertu að fara vinur? Hvert ertu að fara með okkur? Hann sagðist vera að fara með okkur þangað sem við hefðum beðið um. Ég sagði að svo væri ekki. Svona gekk þetta og hann varð mjög árásargjarn,“ segir Belinda Cabria, önnur kvennanna tveggja, í samtali við fréttastofu. „Hann neitaði að snúa við, á meðan við fylgdumst með á Google Maps. Við vorum sífellt að færast fjær og fjær.“ Rætt var við ferðalangana tvo í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Fargjaldið nálægt 30 þúsund Þegar leigubílstjóranum hafi orðið ljóst að konurnar vissu að hann væri ekki að fara með þær á Hafnarfjörð hafi hann ekið þeim í Hafnarfjörð, þegar norðurljósatúrinn var löngu farinn. Enginn hafi verið á starfsstöð ferðaþjónustufyrirtækisins sem hélt úti túrnum, og kalt og dimmt úti í hrauninu í Hafnarfirði. Fyrir þetta hafi þær þurft að reiða fram 27.500 krónur, en uppgefið áætlaðverð fyrir ferðina hafi verið um 7.000 krónur. Belinda segir hafa tekið margar tilraunir að tala um fyrir bílstjóranum. Hann hafi haldið því til streitu að hann væri að fara rétta leið, þegar svo var ekki. „Hann öskraði og gólaði á Mei Mei, og hún var orðin svo hrædd að hún endaði á að borga honum.“ Fréttastofa hefur upplýsingar um að kvörtun vegna málsins sé nú inni á borði Samgöngustofu, en konurnar leituðu einnig til lögreglunnar. „Það var ekki sérlega hjálplegt, þar sem lögreglan trúði okkur ekki,“ segir Belinda. „Hann var hummaði þetta frá sér, og hafði ekki áhuga á að hlusta á það sem við höfðum að segja,“ segir Mei Mei, um lögreglumanninn sem þær báru erindið upp við. Vilja vara aðra við Báðar segjast konurnar fullvissar um að bílstjórinn hafi vitað hvað hann var að gera. „Annað hvort var hann að gera þetta til að græða peninga, eða hann hafði eitthvað annað illt í hyggju,“ segir Belinda. Þær vilji vara aðra ferðalanga við því sem þær hafi lent í. Karen, eða Mei Mei, segist aldrei hafa upplifað nokkuð líkt umræddri leigubílaferð á ferðalögum sínum.Facebook „Vegna þess að ég hef ferðast á eigin vegum í 20 ár og ég hef aldrei upplifað neitt svona áður,“ segir Mei Mei. Belinda segir að haft hafi verið samband við sendiráð Ástralíu í Kaupmannahöfn vegna málsins, og að utanríkisþjónustan muni vara ástralska ferðalanga við hættum á íslenskum leigubílamarkaði. Verra sé þó að hugsa til þeirrar stöðu sem Íslendingar séu í vegna brotalama í kerfinu. Leigubílar Ferðaþjónusta Samgöngur Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Sjá meira
Saga kvennanna tveggja hefur farið nokkuð hátt á samfélagsmiðlum, en lögfræðingur sem aðstoðaði þær við að leita réttar síns er meðal þeirra sem greint hefur frá málinu. Bílstjórinn hafi þóst vera frá Hreyfli Þar lýsir hann því að konurnar, sem voru ferðamenn hér í síðasta mánuði, hafi pantað leigubíl úr miðborg Reykjavíkur, og viljað fara í norðurljósaferð sem átti að byrja við Bláfjallaveg í Hafnarfirði. Leigubílstjóri, sem hafi þóst starfa fyrir Hreyfil, hafi hins vegar ekið þeim að skíðasvæðinu í Bláfjöllum, þrátt fyrir andmæli kvennanna. Þær heita Belinda og Karen, en sú síðarnefnda er iðulega kölluð Mei Mei. „Ég sagði við hann: Hvert ertu að fara vinur? Hvert ertu að fara með okkur? Hann sagðist vera að fara með okkur þangað sem við hefðum beðið um. Ég sagði að svo væri ekki. Svona gekk þetta og hann varð mjög árásargjarn,“ segir Belinda Cabria, önnur kvennanna tveggja, í samtali við fréttastofu. „Hann neitaði að snúa við, á meðan við fylgdumst með á Google Maps. Við vorum sífellt að færast fjær og fjær.“ Rætt var við ferðalangana tvo í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Fargjaldið nálægt 30 þúsund Þegar leigubílstjóranum hafi orðið ljóst að konurnar vissu að hann væri ekki að fara með þær á Hafnarfjörð hafi hann ekið þeim í Hafnarfjörð, þegar norðurljósatúrinn var löngu farinn. Enginn hafi verið á starfsstöð ferðaþjónustufyrirtækisins sem hélt úti túrnum, og kalt og dimmt úti í hrauninu í Hafnarfirði. Fyrir þetta hafi þær þurft að reiða fram 27.500 krónur, en uppgefið áætlaðverð fyrir ferðina hafi verið um 7.000 krónur. Belinda segir hafa tekið margar tilraunir að tala um fyrir bílstjóranum. Hann hafi haldið því til streitu að hann væri að fara rétta leið, þegar svo var ekki. „Hann öskraði og gólaði á Mei Mei, og hún var orðin svo hrædd að hún endaði á að borga honum.“ Fréttastofa hefur upplýsingar um að kvörtun vegna málsins sé nú inni á borði Samgöngustofu, en konurnar leituðu einnig til lögreglunnar. „Það var ekki sérlega hjálplegt, þar sem lögreglan trúði okkur ekki,“ segir Belinda. „Hann var hummaði þetta frá sér, og hafði ekki áhuga á að hlusta á það sem við höfðum að segja,“ segir Mei Mei, um lögreglumanninn sem þær báru erindið upp við. Vilja vara aðra við Báðar segjast konurnar fullvissar um að bílstjórinn hafi vitað hvað hann var að gera. „Annað hvort var hann að gera þetta til að græða peninga, eða hann hafði eitthvað annað illt í hyggju,“ segir Belinda. Þær vilji vara aðra ferðalanga við því sem þær hafi lent í. Karen, eða Mei Mei, segist aldrei hafa upplifað nokkuð líkt umræddri leigubílaferð á ferðalögum sínum.Facebook „Vegna þess að ég hef ferðast á eigin vegum í 20 ár og ég hef aldrei upplifað neitt svona áður,“ segir Mei Mei. Belinda segir að haft hafi verið samband við sendiráð Ástralíu í Kaupmannahöfn vegna málsins, og að utanríkisþjónustan muni vara ástralska ferðalanga við hættum á íslenskum leigubílamarkaði. Verra sé þó að hugsa til þeirrar stöðu sem Íslendingar séu í vegna brotalama í kerfinu.
Leigubílar Ferðaþjónusta Samgöngur Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Sjá meira