Valgeir Lunddal og Andri Lucas lögðu upp á meðan Arnór Sig skoraði í Íslendingaslagnum Valgeir Lunddal Friðriksson lagði upp eitt marka Häcken í 3-3 jafntefli sænsku meistaranna við Íslendingalið Norrköping í lokaumferð sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Andri Lucas Guðjohnsen lagði einnig upp mark í leiknum en alls komu fimm Íslendingar við sögu. 6.11.2022 16:16
Man United tapaði loks á Villa Park Unai Emery byrjar þjálfaratíð sína hjá Aston Villa frábærlega en hans menn unnu einstaklega sannfærandi 3-1 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag. 6.11.2022 16:00
Stefán Teitur hóf endurkomu Silkeborg Landsliðsmaðurinn Stefán Teitur Þórðarson skoraði fyrra mark Silkeborg í 2-1 sigri á Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Mikael Anderson var í byrjunarliði AGF sem gerði 1-1 jafntefli við Viborg. 6.11.2022 15:31
Aron Einar sá fjórði sem spilar hundrað A-landsleiki eða meira Aron Einar Gunnarsson spilaði sinn 100. A-landsleik þegar íslenska karlalandsliðið tapaði 1-0 fyrir Sádi-Arabíu í vináttuleik í Abú Dabí í dag. Hann er fjórði leikmaðurinn sem nær þessum áfanga. 6.11.2022 15:00
Pereira hetja PSG í fjarveru Messi Lionel Messi er farinn í frí til að vera í sem bestu formi á heimsmeistaramótinu sem hefst í Katar eftir aðeins tvær vikur. Lið hans París Saint-Germian er hins vegar enn að spila og stóð í ströngu gegn Lorient í dag. Unnu meistararnir nauman 2-1 útisigur þökk sé sigurmarki Danilo Pereira þegar skammt var til leiksloka. 6.11.2022 14:31
Skytturnar á toppinn eftir sigur á Brúnni Ótrúlegt gengi Arsenal í ensku úrvalsdeildinni heldur áfram en liðið vann 1-0 útisigur á nágrönnum sínum í Chelsea. Sigurmarkið skoraði varnarmaðurinn Gabriel um miðbik síðari hálfleiks. 6.11.2022 13:55
Varamaðurinn Bale hetjan þegar Los Angeles FC varð MLS meistari Los Angeles FC er MLS meistari eftir hádramatískan sigur á Philadelphia Union eftir vítaspyrnukeppni. Gareth Bale kom inn af bekknum og jafnaði metin í 3-3 á 128. mínútu leiksins. Markið má sjá hér að neðan. 6.11.2022 13:30
Stympingar í Skírisskógi: „Aldrei séð vallarstarfsmann ganga um völlinn í miðri upphitun“ Thomas Frank, þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Brentford, hefur staðfest að markmannsþjálfari liðsins sé með áverka eftir að lenda upp á kant við vallarstarfsmann Nottingham Forest fyrir leik liðanna í gær, laugardag. 6.11.2022 12:45
„Ég fæddist hér og ég mun deyja hér“ Gerard Piqué lék í gær sinn síðasta leik á ferli sínum sem knattspyrnumaður. Hann bar fyrirliðabandið í 2-0 sigri Barcelona á Almería í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Eftir sigurinn, sem lyfti liðinu upp á topp deildarinnar, hélt Piqué tilfinningaþrungna ræðu. 6.11.2022 12:01
Meistaraefni Milwaukee í engum vandræðum án Giannis | Durant virðist ekki þurfa Kyrie né Simmons Það kom ekki að sök þó Giannis Antetokounmpo hafi verið fjarri góðu gamni þegar Milwaukee Bucks mætti Oklahoma City Thunder í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Meistaraefnin frá Milwaukee unnu 14 stiga sigur, 108-94. Þá vann Brooklyn Nets sinn annan leik í röð, kannski er liðið betur sett án Kyrie Irving og Ben Simmons? 6.11.2022 10:31