Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. janúar 2026 21:57 Margrét syrgir nú hann Úlfgrím sem bjargaði lífi hennar eitt sinn á Antmannsstíg. Vísir/Lýður Valberg Hundurinn Úlfgrímur Lokason í eigu Margrétar Víkingsdóttur er allur. Hann fékk að kveðja á heimili Margrétar, nánar tiltekið uppi í rúmi þar sem tveir dýralæknar aðstoðuðu hana við að aflífa hundinn. Margrét segir hafa verið sárt að kveðja hundinn og segir Íslendinga aftarlega á merinni þegar kemur að því að hugsa um gæludýr. „Þetta var hræðilegt, ég er búin að gráta af mér alla lítra af tárum,“ segir Margrét í samtali við Vísi. Þau Margrét og Úlli hafa verið í fréttum undanfarna mánuði þar sem Matvælastofnun fór fram á það í október að tíu ára gamall hundurinn yrði aflífaður. Úffi var valinn sem afrekshundur ársins árið 2024 eftir að hann bjargaði lífi Margrétar en hún var sofandi þegar eldur kom upp á neðri hæð í húsinu hennar. Fram kom í fréttum að stofnunin hefði komist að því eftir ábendingar að hundurinn væri gigtveikur og með skerta hreyfigetu og ítrekaði stofnunin að samkvæmt lögum beri eigendum að aflífa sjúk dýr sé ekkert annað í stöðunni. Margrét sagðist sár og furðu lostin vegna málsins. Hún sagði hundinn haldinn slitgigt en að hann væri í margs konar meðferðum vegna þessa og fullyrti að hundinum liði ekki illa. Þá sagði dýralæknir sem fréttastofa ræddi við og hafði sinnt hundinum í nokkra mánuði það vera óskiljanlegt að MAST hefði ekki treyst hans mati. Fréttastofa ræddi málið fyrst við Margréti í október síðastliðnum. Lamaðist að aftan „Þetta var núna aðfaranótt föstudags sem þetta gerist. Hann hefur sjálfsagt verið uppi í sófa, hann liggur stundum þar frammi. Hann hefur hoppað þar niður og fengið hnykk í bakið, þannig hann fær brjósklos og lamaðist að aftan. Að öðru leyti var ekkert að, hann borðaði allt eins og venjulega en hann gat hvorki kúkað né pissað úti.“ Margrét segist hafa legið á gólfinu og prófað að leyfa hundinum að spyrna. Hann hafi spyrnt afurlöppunum en ekki getað staðið á þeim. Hún segist hafa komið að lokuðum dyrum hjá dýralæknastofum sem hafi sagt það eina í stöðunni að lóga dýrinu. Á endanum hafi komið til hennar tveir dýralæknar sem undanfarið hafi sinnt Úffa. Falleg kveðjustund „Þetta var voðalega falleg stund. Þau komu tveir dýralæknar og ég setti satínlak á rúmið mitt svo það væri mýkra fyrir hann og við lyftum honum upp í það. Svo lá ég með honum og klappaði og kyssti, táraðist bara,“ segir Margrét. „Fyrst var honum gefið róandi og hann reis alltaf upp aftur. Svo gáfum við honum svefnlyf og eftir að hann sofnaði var hann samt alltaf að hreyfa sig og fékk þá aukaskammt og hún talaði sérstaklega við dýralækninn hvað hann væri sterkur. Svo kom hún með einhverja stóra hlussusprautu sem er eins og ég veit ekki hvað stór. Hún varaði mig við og sagði: Þetta er lokasprautan. Svo hélt ég bara utan um hann og það var bara þögn, ég knúsaði hann og grét ofan í hárið á honum. Ég var fyrir aftan hann og svo bara lágum við hér. Svo tóku þær hann, settu hann inn í satínlakið og fóru með hann. Hann er núna hjá dýralækni í Hafnarfirði og ég ætla að finna fallegan stað til að grafa hann. Hann verður ekki brenndur. Ég vil að hann verði til.“ Fréttamaður kíkti í heimsókn til Margrétar og Úffa í kvöldfréttum Sýnar í byrjun desember. Dýralæknar eigi fá svör Margrét segist vera hugsi yfir því hvernig farið sé með dýr á Íslandi. Hún fullyrðir að hún hafi fengið þau svör í Svíþjóð að vel hefði verið hægt að þjónusta Úffa en ljóst sé að það sé ekki í boði hér á landi. „Mér finnst þetta ömurlegt því hann var ekkert veikur. Þetta voru útlimirnir. Hann var ekki með flensu, ekki krabbamein eða ónýt líffæri, þetta voru útlimirnir. Á Íslandi er eina svarið sem dýralæknar eiga að lóga dýrunum. Þú myndir ekki lóga mér þó að ég þyrfti á mjaðmaskiptaaðgerð að halda.“ Þá segist Margrét telja að álagið hafi aukist á Úffa vegna ágangs MAST og eilífra ferða með hundinn til dýralækna. „Þetta var bara frekar mikið stress, þurfti að fara með hann í strætó, hann var brjálaður þar, þurftum að fara inn að aftan, þar er hátt upp og ekki gott fyrir liðina, svo var hann í stífum æfingum þarna og ég fór með hann til nokkurra dýralækna og honum þótti þetta allt rosalega óþægilegt og var stressaður, svo var hann farinn á alls konar lyf og þetta voru mikil læti í kringum okkur, annars mjög rólega líf.“ Hundar Dýr Tengdar fréttir „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingkona Flokks fólksins, gagnrýnir vinnubrögð Matvælastofnunar í máli hundsins Úlfgríms en til stendur að aflífa hundinn. Hún segir fréttir af málinu hafa valdið sér vanlíðan og reiði. 12. desember 2025 17:51 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
„Þetta var hræðilegt, ég er búin að gráta af mér alla lítra af tárum,“ segir Margrét í samtali við Vísi. Þau Margrét og Úlli hafa verið í fréttum undanfarna mánuði þar sem Matvælastofnun fór fram á það í október að tíu ára gamall hundurinn yrði aflífaður. Úffi var valinn sem afrekshundur ársins árið 2024 eftir að hann bjargaði lífi Margrétar en hún var sofandi þegar eldur kom upp á neðri hæð í húsinu hennar. Fram kom í fréttum að stofnunin hefði komist að því eftir ábendingar að hundurinn væri gigtveikur og með skerta hreyfigetu og ítrekaði stofnunin að samkvæmt lögum beri eigendum að aflífa sjúk dýr sé ekkert annað í stöðunni. Margrét sagðist sár og furðu lostin vegna málsins. Hún sagði hundinn haldinn slitgigt en að hann væri í margs konar meðferðum vegna þessa og fullyrti að hundinum liði ekki illa. Þá sagði dýralæknir sem fréttastofa ræddi við og hafði sinnt hundinum í nokkra mánuði það vera óskiljanlegt að MAST hefði ekki treyst hans mati. Fréttastofa ræddi málið fyrst við Margréti í október síðastliðnum. Lamaðist að aftan „Þetta var núna aðfaranótt föstudags sem þetta gerist. Hann hefur sjálfsagt verið uppi í sófa, hann liggur stundum þar frammi. Hann hefur hoppað þar niður og fengið hnykk í bakið, þannig hann fær brjósklos og lamaðist að aftan. Að öðru leyti var ekkert að, hann borðaði allt eins og venjulega en hann gat hvorki kúkað né pissað úti.“ Margrét segist hafa legið á gólfinu og prófað að leyfa hundinum að spyrna. Hann hafi spyrnt afurlöppunum en ekki getað staðið á þeim. Hún segist hafa komið að lokuðum dyrum hjá dýralæknastofum sem hafi sagt það eina í stöðunni að lóga dýrinu. Á endanum hafi komið til hennar tveir dýralæknar sem undanfarið hafi sinnt Úffa. Falleg kveðjustund „Þetta var voðalega falleg stund. Þau komu tveir dýralæknar og ég setti satínlak á rúmið mitt svo það væri mýkra fyrir hann og við lyftum honum upp í það. Svo lá ég með honum og klappaði og kyssti, táraðist bara,“ segir Margrét. „Fyrst var honum gefið róandi og hann reis alltaf upp aftur. Svo gáfum við honum svefnlyf og eftir að hann sofnaði var hann samt alltaf að hreyfa sig og fékk þá aukaskammt og hún talaði sérstaklega við dýralækninn hvað hann væri sterkur. Svo kom hún með einhverja stóra hlussusprautu sem er eins og ég veit ekki hvað stór. Hún varaði mig við og sagði: Þetta er lokasprautan. Svo hélt ég bara utan um hann og það var bara þögn, ég knúsaði hann og grét ofan í hárið á honum. Ég var fyrir aftan hann og svo bara lágum við hér. Svo tóku þær hann, settu hann inn í satínlakið og fóru með hann. Hann er núna hjá dýralækni í Hafnarfirði og ég ætla að finna fallegan stað til að grafa hann. Hann verður ekki brenndur. Ég vil að hann verði til.“ Fréttamaður kíkti í heimsókn til Margrétar og Úffa í kvöldfréttum Sýnar í byrjun desember. Dýralæknar eigi fá svör Margrét segist vera hugsi yfir því hvernig farið sé með dýr á Íslandi. Hún fullyrðir að hún hafi fengið þau svör í Svíþjóð að vel hefði verið hægt að þjónusta Úffa en ljóst sé að það sé ekki í boði hér á landi. „Mér finnst þetta ömurlegt því hann var ekkert veikur. Þetta voru útlimirnir. Hann var ekki með flensu, ekki krabbamein eða ónýt líffæri, þetta voru útlimirnir. Á Íslandi er eina svarið sem dýralæknar eiga að lóga dýrunum. Þú myndir ekki lóga mér þó að ég þyrfti á mjaðmaskiptaaðgerð að halda.“ Þá segist Margrét telja að álagið hafi aukist á Úffa vegna ágangs MAST og eilífra ferða með hundinn til dýralækna. „Þetta var bara frekar mikið stress, þurfti að fara með hann í strætó, hann var brjálaður þar, þurftum að fara inn að aftan, þar er hátt upp og ekki gott fyrir liðina, svo var hann í stífum æfingum þarna og ég fór með hann til nokkurra dýralækna og honum þótti þetta allt rosalega óþægilegt og var stressaður, svo var hann farinn á alls konar lyf og þetta voru mikil læti í kringum okkur, annars mjög rólega líf.“
Hundar Dýr Tengdar fréttir „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingkona Flokks fólksins, gagnrýnir vinnubrögð Matvælastofnunar í máli hundsins Úlfgríms en til stendur að aflífa hundinn. Hún segir fréttir af málinu hafa valdið sér vanlíðan og reiði. 12. desember 2025 17:51 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
„Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingkona Flokks fólksins, gagnrýnir vinnubrögð Matvælastofnunar í máli hundsins Úlfgríms en til stendur að aflífa hundinn. Hún segir fréttir af málinu hafa valdið sér vanlíðan og reiði. 12. desember 2025 17:51