Stympingar í Skírisskógi: „Aldrei séð vallarstarfsmann ganga um völlinn í miðri upphitun“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. nóvember 2022 12:45 Mönnum var heitt í hamsi áður en flautað var til leiks í Skírisskógi. Reuters Thomas Frank, þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Brentford, hefur staðfest að markmannsþjálfari liðsins sé með áverka eftir að lenda upp á kant við vallarstarfsmann Nottingham Forest fyrir leik liðanna í gær, laugardag. Fyrir leik gærdagsins virtist allt ætla að sjóða upp úr þar sem vallarstarfsmenn Forest voru enn að vinna í vellinum eftir að Brentford var komið út í upphitun. Virðist sem vallarstarfsmaðurinn hafi truflað upphitun Manuel Sotelo, markmannsþjálfara Brentford og fyrrverandi markmannsþjálfara Forest. 'There must be something that really p****d him off': Thomas Frank accuses Nottingham Forest groundsman of INJURING Brentford's goalkeeping coach in furious pre-match row https://t.co/Dno0XDzUIe— MailOnline Sport (@MailSport) November 6, 2022 Sotelo brást ekki vel við trufluninni og reyndi í kjölfarið að ýta vallarstarfsmenni Forest frá en sá brást illa við og stóðu mennirnir í stympingum eftir það. Hvernig þeirri rimmu lauk er óvíst en samkvæmt Frank er Sotelo með „ummerki“ og félagið er mynd til sönnunar. „Á öllum mínum tíma í fótbolta, og sérstaklega í ensku úrvalsdeildinni, þá hef ég aldrei, og ég meina aldrei, séð vallarstarfsmann ganga um völlinn í miðri upphitun. Ég veit ekki hvort það er tilviljun eða … það kom mér verulega á óvart. Hef aldrei séð þetta. Ég vona að þeir geri þetta alltaf, líka gegn Liverpool, West Ham og öðrum liðum,“ sagði Frank á blaðamannafundi eftir leik. Útskýring Forest var sú að starfsmaðurinn hafi aðeins verið að reyna segja leikmönnum Brentford að þeir hefðu hitað of lengi upp í vítateignum. Lið ensku úrvalsdeildarinnar mega aðeins hita ákveðið lengi upp innan vítateigs á áttu markverðir Brentford að hafa farið yfir þann tíma. "In all my time in football I have never, ever, ever seen groundsmen walking around in the middle of our warm-up"Brentford boss Thomas Frank says the Nottingham Forest ground staff 'interrupted' his sides pre-match preparations. pic.twitter.com/nrTE0ElGhm— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 6, 2022 Brentford virtist ætla að eiga síðasta orðið þar sem liðið var 2-1 yfir þegar leiktíminn var í þann mund að renna út. Heimamenn jöfnuðu hins vegar þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma og til að strá salti í sárin var um sjálfsmark að ræða. Ekkert hefur heyrst frá ensku úrvalsdeildinni varðandi málið. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Mögnuðu endurkoma Leeds | Forest jafnaði í blálokin Leeds United og Bournemouth mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lauk leiknum með 4-3 sigri Leeds en Bournemouth komst 3-1 yfir. Þá vann Brighton & Hove Albion 3-2 sigur á Úlfunum á meðan Nottingham Forest og Brentford gerðu dramatískt 2-2 jafntefli. 5. nóvember 2022 18:00 Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira
Fyrir leik gærdagsins virtist allt ætla að sjóða upp úr þar sem vallarstarfsmenn Forest voru enn að vinna í vellinum eftir að Brentford var komið út í upphitun. Virðist sem vallarstarfsmaðurinn hafi truflað upphitun Manuel Sotelo, markmannsþjálfara Brentford og fyrrverandi markmannsþjálfara Forest. 'There must be something that really p****d him off': Thomas Frank accuses Nottingham Forest groundsman of INJURING Brentford's goalkeeping coach in furious pre-match row https://t.co/Dno0XDzUIe— MailOnline Sport (@MailSport) November 6, 2022 Sotelo brást ekki vel við trufluninni og reyndi í kjölfarið að ýta vallarstarfsmenni Forest frá en sá brást illa við og stóðu mennirnir í stympingum eftir það. Hvernig þeirri rimmu lauk er óvíst en samkvæmt Frank er Sotelo með „ummerki“ og félagið er mynd til sönnunar. „Á öllum mínum tíma í fótbolta, og sérstaklega í ensku úrvalsdeildinni, þá hef ég aldrei, og ég meina aldrei, séð vallarstarfsmann ganga um völlinn í miðri upphitun. Ég veit ekki hvort það er tilviljun eða … það kom mér verulega á óvart. Hef aldrei séð þetta. Ég vona að þeir geri þetta alltaf, líka gegn Liverpool, West Ham og öðrum liðum,“ sagði Frank á blaðamannafundi eftir leik. Útskýring Forest var sú að starfsmaðurinn hafi aðeins verið að reyna segja leikmönnum Brentford að þeir hefðu hitað of lengi upp í vítateignum. Lið ensku úrvalsdeildarinnar mega aðeins hita ákveðið lengi upp innan vítateigs á áttu markverðir Brentford að hafa farið yfir þann tíma. "In all my time in football I have never, ever, ever seen groundsmen walking around in the middle of our warm-up"Brentford boss Thomas Frank says the Nottingham Forest ground staff 'interrupted' his sides pre-match preparations. pic.twitter.com/nrTE0ElGhm— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 6, 2022 Brentford virtist ætla að eiga síðasta orðið þar sem liðið var 2-1 yfir þegar leiktíminn var í þann mund að renna út. Heimamenn jöfnuðu hins vegar þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma og til að strá salti í sárin var um sjálfsmark að ræða. Ekkert hefur heyrst frá ensku úrvalsdeildinni varðandi málið.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Mögnuðu endurkoma Leeds | Forest jafnaði í blálokin Leeds United og Bournemouth mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lauk leiknum með 4-3 sigri Leeds en Bournemouth komst 3-1 yfir. Þá vann Brighton & Hove Albion 3-2 sigur á Úlfunum á meðan Nottingham Forest og Brentford gerðu dramatískt 2-2 jafntefli. 5. nóvember 2022 18:00 Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira
Mögnuðu endurkoma Leeds | Forest jafnaði í blálokin Leeds United og Bournemouth mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lauk leiknum með 4-3 sigri Leeds en Bournemouth komst 3-1 yfir. Þá vann Brighton & Hove Albion 3-2 sigur á Úlfunum á meðan Nottingham Forest og Brentford gerðu dramatískt 2-2 jafntefli. 5. nóvember 2022 18:00