Fyrrverandi landsliðsmarkvörður Englands segir að Pickford hafi átt að gera betur Markvörðurinn fyrrverandi Ben Foster segir að Jordan Pickford, landsliðsmarkvörður Englands, hafi verið of lengi að bregðast við skoti Aurélien Tchouaméni í 2-1 sigri Frakklands á Englandi í 8-liða úrslitum HM í fótbolta. 12.12.2022 20:30
Umfjöllun og myndir: Valur - Grindavík 90-80 | Valur tryggði sér farseðilinn í Laugardalshöll Íslandsmeistarar Vals eru komnir í undanúrslit VÍS-bikars karla í körfubolta. Valur vann Grindavík með tíu stiga mun á Hlíðarenda í kvöld, lokatölur 90-80. Varð Valur þar með annað liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitunum sem fram fara í Laugardalshöll 11. janúar næstkomandi. 12.12.2022 20:00
Lék eftir frægt box-fagn Rooney JuJu Smith-Schuster, leikmaður Kansas City Chiefs í NFL-deildinni, virðist mikill aðdáandi Waynes Rooney ef marka má fagn Smith-Schuster í sigri Chiefs á Denver Broncos um liðna helgi. 12.12.2022 19:15
Bayern halda áfram að stela leikmönnum af keppinautum sínum Það styttist í að Þýskalandsmeistarar Bayern München tilkynni komu Konrad Laimer en sá leikur með RB Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni. Það yrði þriðji leikmaðurinn sem fer frá Leipzig til Bayern á stuttum tíma. 12.12.2022 18:31
Lögmál leiksins: „Lykt af hræsni?“ Lið Phoenix Suns í NBA deildinni í körfubolta lyktar af hræsni. Farið verður yfir af hverju í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins. Þátturinn hefst klukkan 20.00 á Stöð 2 Sport 2. 12.12.2022 17:46
„Finnst mjög gaman þegar hann skorar svo við erum saman í þessu“ Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari handboltaliðsins Kadetten Schaffhausen í Sviss, ræddi við Stefán Árna Pálsson og Ingva Þór Sæmundsson í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar nýverið. Fór hann yfir víðan völl en helsta umræðuefnið var hornamaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson og markagræðgi hans. 11.12.2022 15:31
Ten Hag vill sóknarmann í janúar Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, vill fá inn sóknarmann í stað Cristiano Ronaldo þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar. 11.12.2022 15:01
Jafnt í slagnum um Manchester Manchester City og Manchester United áttust við í efstu deild kvenna í fótbolta á Englandi í dag. Gestirnir í United hafa leikið einkar vel á þessari leiktíð en höfðu ekki enn unnið nágranna sína í deildarleik. Það breyttist ekki í dag þar sem leiknum lauk með 1-1 jafntefli. 11.12.2022 14:30
Viktor Gísli kosinn efnilegasti markvörður heims Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson var í dag valinn efnilegasti markvörður heims af vefnum Handball Planet. Þá var hann í þriðja sæti yfir efnilegustu leikmenn í heimi, sama hvar þeir spila á vellinum. 11.12.2022 13:46
Þriggja marka sigur Vals dugði ekki Valur vann þriggja marka sigur ytra á spænska liðinu Elche í síðari leik liðanna í Evrópubikar kvenna í handbolta í dag, lokatölur 18-21. Það dugði þó ekki til þar sem Valur tapaði fyrri leik liðanna með fimm marka mun. 11.12.2022 13:30