Lífið

Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Davíð Þór og Ragga eru stórglæsilegt par.
Davíð Þór og Ragga eru stórglæsilegt par. Instagram @davidelvars

Ein glæsilegasta kona landsins og þótt víðar væri leitað, Ragnheiður Theódórsdóttir, hefur fundið ástina. Sá heppni heitir Davíð Þór Elvarsson og Ragga, eins og hún er gjarnan kölluð, sendi honum fallega kveðju á Instagram í tilefni bóndadagsins. 

Ragnheiður, viðskiptafræðingur og fyrirsæta, er fædd árið 1988 hefur verið einhver eftirsóttasta einhleypa skvísa landsins en hún hefur sinnt fyrirsætustörfum í árabil. 

Ragga setti skemmtilega kveðju til bóndans á Instagram í tilefni bóndadagsins.Instagram

Davíð Þór, fæddur 1997, starfar hjá Retreat glæsihótelinu í Bláa Lóninu og samkvæmt heimildum Vísis kviknaði ástin þeirra á milli síðla sumars 2025. 

Hann birti fallega mynd af þeim saman í október og ástin virðist sannarlega blómstra hjá hjúunum.

Ástin blómstrar hjá þessu fríða pari.Instagram

Hér má fylgjast með Röggu Theó á Instagram. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.