Umfjöllun og myndir: Valur - Grindavík 90-80 | Valur tryggði sér farseðilinn í Laugardalshöll Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. desember 2022 20:00 Callum Reece Lawson var frábær í kvöld. Vísir/Vilhelm Íslandsmeistarar Vals eru komnir í undanúrslit VÍS-bikars karla í körfubolta. Valur vann Grindavík með tíu stiga mun á Hlíðarenda í kvöld, lokatölur 90-80. Varð Valur þar með annað liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitunum sem fram fara í Laugardalshöll 11. janúar næstkomandi. Leikurinn byrjaði ekki alltof byrlega fyrir Valsmenn en gestirnir frá Grindavík mættu vel gíraðir til leiks og spiluðu góðan sóknarleik í bland við frábæran varnarleik í fyrsta leikhluta, staðan að honum loknum 16-26. Ólafur Ólafsson á ferðinni.Vísir/Vilhelm Íslandsmeistararnir rönkuðu við sér í öðrum leikhluta og náðu að minnka muninn niður í sex stig áður en gengið var til búningsherbergja í hálfleik. Hvað sem sagt var í búningsklefa Vals virðist hafa virkað því liðið spilaði gestina sundur og saman í þriðja leikhluta. Grindvíkingar gátu vart keypt sér körfu og Valur var tíu stigum yfir þegar fjórði leikhluti hófst. Úr leik kvöldsins.Vísir/Vilhelm Þó Grindvíkingar hafi reynt hvað þeir gátu til að minnka muninn þá gekk það brösuglega og á endanum vann Valur sanngjarnan tíu stiga sigur, lokatölur 90-80 og Valsmenn á leið í undanúrslit. Callum Reese Lawson var hreint út sagt magnaður í liði Vals en hann skoraði 37 stig í kvöld og tók 9 fráköst.Vísir/Vilhelm Lawson hitti úr 8 af 9 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Frank Aron Booker og Kristófer Acox skoruðu báðir 13 stig í liði Vals. Damier Erik Pitts var stigahæstur í liði Grindavíkur með 23 stig. Ólafur Ólafsson kom þar á eftir með 17 stig ásamt því að taka 12 fráköst. Damier Erik Pitts var stigahæstur í liði Grindavíkur.Vísir/Vilhelm Stjarnan hafði þegar tryggt sér sæti í undanúrslitum. Síðar í kvöld kemur svo í ljós hvort Keflavík eða Njarðvík og KR eða Höttur fylgi Val í Laugardalshöllina. Kári Jónsson átti fínan leik í kvöld.Vísir/Vilhelm Finnur Freyr Stefánsson var mættur aftur á hliðarlínuna hjá Val.Vísir/Vilhelm Kristófer Acox djúpt hugsi.Vísir/Vilhelm Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur.Vísir/Vilhelm Kristófer Breki Gylfason í leik kvöldsins.Vísir/Vilhelm VÍS-bikarinn Valur UMF Grindavík Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Leikurinn byrjaði ekki alltof byrlega fyrir Valsmenn en gestirnir frá Grindavík mættu vel gíraðir til leiks og spiluðu góðan sóknarleik í bland við frábæran varnarleik í fyrsta leikhluta, staðan að honum loknum 16-26. Ólafur Ólafsson á ferðinni.Vísir/Vilhelm Íslandsmeistararnir rönkuðu við sér í öðrum leikhluta og náðu að minnka muninn niður í sex stig áður en gengið var til búningsherbergja í hálfleik. Hvað sem sagt var í búningsklefa Vals virðist hafa virkað því liðið spilaði gestina sundur og saman í þriðja leikhluta. Grindvíkingar gátu vart keypt sér körfu og Valur var tíu stigum yfir þegar fjórði leikhluti hófst. Úr leik kvöldsins.Vísir/Vilhelm Þó Grindvíkingar hafi reynt hvað þeir gátu til að minnka muninn þá gekk það brösuglega og á endanum vann Valur sanngjarnan tíu stiga sigur, lokatölur 90-80 og Valsmenn á leið í undanúrslit. Callum Reese Lawson var hreint út sagt magnaður í liði Vals en hann skoraði 37 stig í kvöld og tók 9 fráköst.Vísir/Vilhelm Lawson hitti úr 8 af 9 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Frank Aron Booker og Kristófer Acox skoruðu báðir 13 stig í liði Vals. Damier Erik Pitts var stigahæstur í liði Grindavíkur með 23 stig. Ólafur Ólafsson kom þar á eftir með 17 stig ásamt því að taka 12 fráköst. Damier Erik Pitts var stigahæstur í liði Grindavíkur.Vísir/Vilhelm Stjarnan hafði þegar tryggt sér sæti í undanúrslitum. Síðar í kvöld kemur svo í ljós hvort Keflavík eða Njarðvík og KR eða Höttur fylgi Val í Laugardalshöllina. Kári Jónsson átti fínan leik í kvöld.Vísir/Vilhelm Finnur Freyr Stefánsson var mættur aftur á hliðarlínuna hjá Val.Vísir/Vilhelm Kristófer Acox djúpt hugsi.Vísir/Vilhelm Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur.Vísir/Vilhelm Kristófer Breki Gylfason í leik kvöldsins.Vísir/Vilhelm
VÍS-bikarinn Valur UMF Grindavík Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum