Íþróttafréttamaður

Runólfur Trausti Þórhallsson

Runólfur er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sér eftir að hafa fengið sér Messi húð­flúr á ennið

Fólk missti sig misvel í gleðinni eftir að Argentína varð heimsmeistari í knattspyrnu karla þann 18. desember eftir sigur á Frakklandi í mögnuðum leik. Einn stuðningsmaður Argentínu gekk svo langt að fá sér húðflúr á ennið þar sem stóð „Messi.“

Benzema kom Real til bjargar í blá­lokin

Spænska úrvalsdeildin í fótbolta er farin af stað eftir HM pásuna og lentu Spánarmeistarar Real Madríd í vandræðum gegn Real Valladolid í kvöld. Franski sóknarmaðurinn Karim Benzema bjargaði meisturunum með tveimur mörkum undir lok leiks, lokatölur 0-2.

„Ég ætla ekkert að gefast upp“

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, ein af okkar efnilegustu knattspyrnukonum, er loks byrjuð að spila á ný eftir löng og erfið meiðsli. Hún spilar með þýska stórveldinu Bayern München og bíður spennt eftir að fá að sanna sig.

Stað­festa að Ron­aldo hafi skrifað undir í Sádi-Arabíu

Það er klappað og klárt að Cristiano Ronaldo, einn besti knattspyrnumaður allra tíma, muni enda ferilinn í Sádi-Arabíu. Þessi 37 ára gamli Portúgali hefur skrifað undir tveggja og hálfs árs samning við Al Nassr þar í landi.

„Hef alltaf staðið í þeirri meiningu að sem í­þrótta­maður verður þú að leyfa þér að dreyma“

Landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson settist niður með Vísi og Stöð 2 nýverið. Ræddi hann lífið og tilveruna sem og HM í handbolta sem fram fer í janúar en segja má að þjóðin sé að prjóna yfir sig um þessar mundir. Bjarki Már segir að Ísland hafi alla burði til að fara langt en gamla klisjan eigi þó alltaf við: „einn leikur í einu.“

Sjá meira