„Hef alltaf staðið í þeirri meiningu að sem íþróttamaður verður þú að leyfa þér að dreyma“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. desember 2022 07:00 Bjarki Már Elísson fór yfir víðan völl í viðtali sínu við Vísi og Stöð 2. Vísir/Vilhelm Landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson settist niður með Vísi og Stöð 2 nýverið. Ræddi hann lífið og tilveruna sem og HM í handbolta sem fram fer í janúar en segja má að þjóðin sé að prjóna yfir sig um þessar mundir. Bjarki Már segir að Ísland hafi alla burði til að fara langt en gamla klisjan eigi þó alltaf við: „einn leikur í einu.“ „Myndi segja að ég væri sterkari andlega, að vera í þessari pressu og spila stóra leiki þar sem mikið er undir. Lenti í smá meiðslum í upphafi tímabils og fór hægt af stað en að undanförnu hefur gengið vel svo ég tel að ég sé í góðum málum fyrir janúar,“ sagði landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson í viðtali við Vísi og Stöð 2 áður en talið barst að öðrum leikmönnum landsliðsins. „Maður veit bara hvað þeir eru góðir. Er ekkert með hökuna í gólfinu að Gísli Þorgeir [Kristjánsson] og Ómar Ingi [Magnússon] séu að skora átta til tíu mörk í Meistaradeildinni og að Viktor Gísli [Hallgrímsson] sé að verja vel. Gott fyrir þá að koma fullir sjálfstrausts inn í janúarverkefnið. Get ekki annað sagt en að ég sé mjög spenntur.“ Hvernig er spennustigið hjá leikmönnum? „Við höfum alveg rætt að við finnum fyrir meiri áhuga. Kannski skiljanlegt eftir síðasta stórmót. Ég get bara talað fyrir mig og þá sem ég þekki vel innan hópsins, við vorum búnir að sjá þetta fyrir okkur. Tvö, þrjú ár síðan við sáum fyrir okkur að við gætum búið til mjög gott lið. Strákarnir sem nefndir voru áðan [Ómar Ingi, Gísli Þorgeir og Viktor Gísli] að koma upp og við vissum alveg að ef þeir myndu halda rétt á spilunum og við í hópnum, í landsliðinu, þá myndi eitthvað gerast á næstu árum.“ „Þetta er ekki að koma okkur á óvart, vissum á hvaða vegferð við vorum og erum. Full snemmt að fara tala um úrslitaleikinn en maður má leyfa sér að dreyma, hef alltaf staðið í þeirri meiningu að sem íþróttamaður verður þú að leyfa þér að dreyma. Sjá hlutina fyrir þér og þá er líklegra að þeir gerist.“ Er það pirrandi eða spennandi þegar Logi Geirsson segir að Ísland verði heimsmeistarar? „Veit það ekki. Bæði bara. Ég pæli ekkert í því þannig. Hann er að vinna í sjónvarpi og vinnur við að selja vöruna sem hann er að fjalla um. Það er ekkert pirrandi, Logi er snillingur og bara gaman að þessu.“ Klippa: Viðtal: Bjarki Már leyfir sér dreyma Getum við komist á pall? „Við getum það alveg. Veit að þetta er klisja og allt það en við verðum að eiga góðan riðil. Ef við vinnum ekki riðilinn, ef við förum ekki með þessi fjögur – allavega tvö stig í milliriðli ertu ekki með nógu góðan grunn til að fara upp úr milliriðlinum. Þetta er leiðinlegt að heyra en við verðum að byrja á fyrsta leik á móti Portúgal, þannig er það bara,“ sagði Bjarki Már að lokum. Handbolti HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira
„Myndi segja að ég væri sterkari andlega, að vera í þessari pressu og spila stóra leiki þar sem mikið er undir. Lenti í smá meiðslum í upphafi tímabils og fór hægt af stað en að undanförnu hefur gengið vel svo ég tel að ég sé í góðum málum fyrir janúar,“ sagði landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson í viðtali við Vísi og Stöð 2 áður en talið barst að öðrum leikmönnum landsliðsins. „Maður veit bara hvað þeir eru góðir. Er ekkert með hökuna í gólfinu að Gísli Þorgeir [Kristjánsson] og Ómar Ingi [Magnússon] séu að skora átta til tíu mörk í Meistaradeildinni og að Viktor Gísli [Hallgrímsson] sé að verja vel. Gott fyrir þá að koma fullir sjálfstrausts inn í janúarverkefnið. Get ekki annað sagt en að ég sé mjög spenntur.“ Hvernig er spennustigið hjá leikmönnum? „Við höfum alveg rætt að við finnum fyrir meiri áhuga. Kannski skiljanlegt eftir síðasta stórmót. Ég get bara talað fyrir mig og þá sem ég þekki vel innan hópsins, við vorum búnir að sjá þetta fyrir okkur. Tvö, þrjú ár síðan við sáum fyrir okkur að við gætum búið til mjög gott lið. Strákarnir sem nefndir voru áðan [Ómar Ingi, Gísli Þorgeir og Viktor Gísli] að koma upp og við vissum alveg að ef þeir myndu halda rétt á spilunum og við í hópnum, í landsliðinu, þá myndi eitthvað gerast á næstu árum.“ „Þetta er ekki að koma okkur á óvart, vissum á hvaða vegferð við vorum og erum. Full snemmt að fara tala um úrslitaleikinn en maður má leyfa sér að dreyma, hef alltaf staðið í þeirri meiningu að sem íþróttamaður verður þú að leyfa þér að dreyma. Sjá hlutina fyrir þér og þá er líklegra að þeir gerist.“ Er það pirrandi eða spennandi þegar Logi Geirsson segir að Ísland verði heimsmeistarar? „Veit það ekki. Bæði bara. Ég pæli ekkert í því þannig. Hann er að vinna í sjónvarpi og vinnur við að selja vöruna sem hann er að fjalla um. Það er ekkert pirrandi, Logi er snillingur og bara gaman að þessu.“ Klippa: Viðtal: Bjarki Már leyfir sér dreyma Getum við komist á pall? „Við getum það alveg. Veit að þetta er klisja og allt það en við verðum að eiga góðan riðil. Ef við vinnum ekki riðilinn, ef við förum ekki með þessi fjögur – allavega tvö stig í milliriðli ertu ekki með nógu góðan grunn til að fara upp úr milliriðlinum. Þetta er leiðinlegt að heyra en við verðum að byrja á fyrsta leik á móti Portúgal, þannig er það bara,“ sagði Bjarki Már að lokum.
Handbolti HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira