Ísak Bergmann um eigið hugarfar: „Ég hugsa hraðar en ég hleyp“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. desember 2022 10:01 Ísak Bergmann Jóhannesson í baráttunni við Alex Telles, vinstri bakvörð Sevilla. EPA-EFE/Liselotte Sabroe Ísak Bergmann Jóhannesson, landsliðsmaður Íslands í fótbolta og leikmaður Danmerkurmeistara FC Kaupmannahafnar, segist til í að gera allt til að vinna. Þá telur hann sig spila betur gegn góðum liðum en á slökum völlum „upp í sveit í Danmörku.“ Ísak Bergmann var gestur hlaðvarpsþáttarins Chat After Dark, áður Chess After Dark. Þar fór hann yfir víðan völl og ræddi meðal annars hugarfar sitt inn á vellinum. Hann var að ræða hugarfar leikmanna sem hann hefði spilað við og barst talið að jafnaldra hans, Jude Bellingham. Sá leikur með enska landsliðsins og Borussia Dortmund en þeir skiptust á treyjum eftir leik FCK og Dortmund í Meistaradeild Evrópu. „Bellingham, að horfa á hann með enska landsliðinu. Finnst hann með rosalega gott hugarfar og held að hann verði fyrirliði Englands einn daginn. Hann virðist mjög einbeittur á að vera góður fótboltamaður og virðist ekki spá mikið í að vera í merkjafötum og pósta einhverju á Instagram, bara einbeittur. Mér líkar mjög vel við hann.“ „Inn á vellinum vil ég bara vinna og geri allt til þess að reyna að vinna. Finnst ég aðlagast vel þegar ég spila á hærra getustigi; á góðum grasvelli og það er hátt tempó,“ sagði Ísak Bergmann þegar hann var spurður út í eigið hugarfar inn á vellinum. Hann hélt svo áfram: „Finnst erfiðara þegar það eru minni leikir, bikarleikur upp í sveit í Danmörku til dæmis. Þá finnst mér ég eiga að vera betri en þessir leikmenn en það hægist oft á leiknum. Er þannig leikmaður að ég hugsa hraðar en ég hleyp. Það hentar mér að fara á hærra getustig og það gerist allt miklu hraðar.“ Ísak Bergmann hefur æfingar með FCK skömmu eftir áramót en danska úrvalsdeildin fer ekki af stað á nýjan leik fyrr en 17. febrúar næstkomandi. Viðtalið við Ísak Bergmann má hlusta á hér að neðan. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Ísak Bergmann var gestur hlaðvarpsþáttarins Chat After Dark, áður Chess After Dark. Þar fór hann yfir víðan völl og ræddi meðal annars hugarfar sitt inn á vellinum. Hann var að ræða hugarfar leikmanna sem hann hefði spilað við og barst talið að jafnaldra hans, Jude Bellingham. Sá leikur með enska landsliðsins og Borussia Dortmund en þeir skiptust á treyjum eftir leik FCK og Dortmund í Meistaradeild Evrópu. „Bellingham, að horfa á hann með enska landsliðinu. Finnst hann með rosalega gott hugarfar og held að hann verði fyrirliði Englands einn daginn. Hann virðist mjög einbeittur á að vera góður fótboltamaður og virðist ekki spá mikið í að vera í merkjafötum og pósta einhverju á Instagram, bara einbeittur. Mér líkar mjög vel við hann.“ „Inn á vellinum vil ég bara vinna og geri allt til þess að reyna að vinna. Finnst ég aðlagast vel þegar ég spila á hærra getustigi; á góðum grasvelli og það er hátt tempó,“ sagði Ísak Bergmann þegar hann var spurður út í eigið hugarfar inn á vellinum. Hann hélt svo áfram: „Finnst erfiðara þegar það eru minni leikir, bikarleikur upp í sveit í Danmörku til dæmis. Þá finnst mér ég eiga að vera betri en þessir leikmenn en það hægist oft á leiknum. Er þannig leikmaður að ég hugsa hraðar en ég hleyp. Það hentar mér að fara á hærra getustig og það gerist allt miklu hraðar.“ Ísak Bergmann hefur æfingar með FCK skömmu eftir áramót en danska úrvalsdeildin fer ekki af stað á nýjan leik fyrr en 17. febrúar næstkomandi. Viðtalið við Ísak Bergmann má hlusta á hér að neðan.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira